Sagan í höndum Shakespeares Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. mars 2017 06:00 Craig Shakespeare. Vísir/EPA Þrátt fyrir mikla yfirburði Sevilla gegn Englandsmeisturum Leicester í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í síðasta mánuði sluppu þeir ensku frá Íberíuskaganum með 2-1 tap í farteskinu. Það þýðir að 1-0 sigur Leicester á heimavelli í kvöld dugar liðinu til að komast áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Það yrði sannarlega saga til næsta bæjar, enda Leicester í bullandi vandræðum heima fyrir í deildinni og að spila í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leicester vann alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni á King Power-leikvanginum, heimavelli sínum. Meistararnir lögðu bæði Porto og FCK að velli með einu marki gegn engu og unnu svo Club Brugge, 2-1. Því hefur verið haldið fram að tímabil Leicester í Meistaradeildinni í ár líkist helst tímabili liðsins í deildinni á síðustu leiktíð, er liðið fór alla leið og varð meistari öllum að óvörum. Lykillinn að þeirri velgengni var árangur liðsins á heimavelli en þar tapaði liðið aðeins einum leik allt tímabilið. Það er því ljóst að lykilþáttur í viðureign kvöldsins verður varnarleikur Leicester. Það er viðbúið að Sevilla verði meira með boltann og freisti þess að rjúfa skarð í þéttan varnarmúr Leicester. Takist þeim ensku að þétta raðirnar gætu opnast möguleikar fram á við með skyndisóknum, eins og liðið nýtti sér svo oft á síðustu leiktíð.Craig Shakespeare.Vísir/EPABestir á litla sviðinu Sevilla er sigursælasta lið í sögu Evrópudeildar UEFA og forvera hennar, Evrópudeildar félagsliða. En nú á að láta til sín taka í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið hefur aldrei komist lengra en í 16-liða úrslit. Heima fyrir hefur Sevilla verið í fínu formi og er sem stendur í þriðja sæti spænsku 1. deildarinnar, aðeins fimm stigum á eftir toppliði Real Madrid og þremur á eftir Barcelona. Þetta eru líka einu liðin sem hafa skorað meira á leiktíðinni en Sevilla sem á mörg vopn í sóknarbúri sínu. Markahæsti leikmaður liðsins er franski sóknarmaðurinn Wissam Ben Yedder sem hefur skorað sextán mörk í öllum keppnum í vetur.Craig Shakespeare á æfingu.Vísir/EPAGetum farið alla leið Þrátt fyrir að úrslitin í Sevilla hafi verið betri en margir stuðningsmenn Leicester þorðu að vona var Claudio Ranieri, maðurinn sem færði liðinu Englandsmeistaratitilinn, rekinn eftir 2-1 tapið á Spáni. Aðstoðarmaður hans, Craig Shakespeare, tók tímabundið við og hefur síðan verið ráðinn til að stýra liðinu til loka tímabilsins. Eftir að Shakespeare tók við hefur Leicester spilað tvo leiki og unnið þá báða, 3-1. Það var gegn Liverpool og Leicester en báðir leikirnir fóru fram á heimavelli. Í leikjunum þóttu leikmenn Leicester minna á tilþrif síðustu leiktíðar. „Þessir leikir gáfu strákunum sjálfstraust og við verðum að byggja á því og gefa allt sem við eigum í leikinn á morgun,“ sagði Shakespeare á blaðamannafundi í gær. Hann var spurður hvort Leicester gæti farið alla leið í Meistaradeildinni í ár, líkt og liðið gerði í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. „Af hverju ekki? Við ætlum okkur sigur í öllum þeim leikjum sem við mætum í. Til þess að vinna á morgun þurfum við að leggja okkur alla fram og það ætlum við að gera.“ Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Sjá meira
Þrátt fyrir mikla yfirburði Sevilla gegn Englandsmeisturum Leicester í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í síðasta mánuði sluppu þeir ensku frá Íberíuskaganum með 2-1 tap í farteskinu. Það þýðir að 1-0 sigur Leicester á heimavelli í kvöld dugar liðinu til að komast áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Það yrði sannarlega saga til næsta bæjar, enda Leicester í bullandi vandræðum heima fyrir í deildinni og að spila í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leicester vann alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni á King Power-leikvanginum, heimavelli sínum. Meistararnir lögðu bæði Porto og FCK að velli með einu marki gegn engu og unnu svo Club Brugge, 2-1. Því hefur verið haldið fram að tímabil Leicester í Meistaradeildinni í ár líkist helst tímabili liðsins í deildinni á síðustu leiktíð, er liðið fór alla leið og varð meistari öllum að óvörum. Lykillinn að þeirri velgengni var árangur liðsins á heimavelli en þar tapaði liðið aðeins einum leik allt tímabilið. Það er því ljóst að lykilþáttur í viðureign kvöldsins verður varnarleikur Leicester. Það er viðbúið að Sevilla verði meira með boltann og freisti þess að rjúfa skarð í þéttan varnarmúr Leicester. Takist þeim ensku að þétta raðirnar gætu opnast möguleikar fram á við með skyndisóknum, eins og liðið nýtti sér svo oft á síðustu leiktíð.Craig Shakespeare.Vísir/EPABestir á litla sviðinu Sevilla er sigursælasta lið í sögu Evrópudeildar UEFA og forvera hennar, Evrópudeildar félagsliða. En nú á að láta til sín taka í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið hefur aldrei komist lengra en í 16-liða úrslit. Heima fyrir hefur Sevilla verið í fínu formi og er sem stendur í þriðja sæti spænsku 1. deildarinnar, aðeins fimm stigum á eftir toppliði Real Madrid og þremur á eftir Barcelona. Þetta eru líka einu liðin sem hafa skorað meira á leiktíðinni en Sevilla sem á mörg vopn í sóknarbúri sínu. Markahæsti leikmaður liðsins er franski sóknarmaðurinn Wissam Ben Yedder sem hefur skorað sextán mörk í öllum keppnum í vetur.Craig Shakespeare á æfingu.Vísir/EPAGetum farið alla leið Þrátt fyrir að úrslitin í Sevilla hafi verið betri en margir stuðningsmenn Leicester þorðu að vona var Claudio Ranieri, maðurinn sem færði liðinu Englandsmeistaratitilinn, rekinn eftir 2-1 tapið á Spáni. Aðstoðarmaður hans, Craig Shakespeare, tók tímabundið við og hefur síðan verið ráðinn til að stýra liðinu til loka tímabilsins. Eftir að Shakespeare tók við hefur Leicester spilað tvo leiki og unnið þá báða, 3-1. Það var gegn Liverpool og Leicester en báðir leikirnir fóru fram á heimavelli. Í leikjunum þóttu leikmenn Leicester minna á tilþrif síðustu leiktíðar. „Þessir leikir gáfu strákunum sjálfstraust og við verðum að byggja á því og gefa allt sem við eigum í leikinn á morgun,“ sagði Shakespeare á blaðamannafundi í gær. Hann var spurður hvort Leicester gæti farið alla leið í Meistaradeildinni í ár, líkt og liðið gerði í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. „Af hverju ekki? Við ætlum okkur sigur í öllum þeim leikjum sem við mætum í. Til þess að vinna á morgun þurfum við að leggja okkur alla fram og það ætlum við að gera.“
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Sjá meira