Sagan í höndum Shakespeares Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. mars 2017 06:00 Craig Shakespeare. Vísir/EPA Þrátt fyrir mikla yfirburði Sevilla gegn Englandsmeisturum Leicester í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í síðasta mánuði sluppu þeir ensku frá Íberíuskaganum með 2-1 tap í farteskinu. Það þýðir að 1-0 sigur Leicester á heimavelli í kvöld dugar liðinu til að komast áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Það yrði sannarlega saga til næsta bæjar, enda Leicester í bullandi vandræðum heima fyrir í deildinni og að spila í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leicester vann alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni á King Power-leikvanginum, heimavelli sínum. Meistararnir lögðu bæði Porto og FCK að velli með einu marki gegn engu og unnu svo Club Brugge, 2-1. Því hefur verið haldið fram að tímabil Leicester í Meistaradeildinni í ár líkist helst tímabili liðsins í deildinni á síðustu leiktíð, er liðið fór alla leið og varð meistari öllum að óvörum. Lykillinn að þeirri velgengni var árangur liðsins á heimavelli en þar tapaði liðið aðeins einum leik allt tímabilið. Það er því ljóst að lykilþáttur í viðureign kvöldsins verður varnarleikur Leicester. Það er viðbúið að Sevilla verði meira með boltann og freisti þess að rjúfa skarð í þéttan varnarmúr Leicester. Takist þeim ensku að þétta raðirnar gætu opnast möguleikar fram á við með skyndisóknum, eins og liðið nýtti sér svo oft á síðustu leiktíð.Craig Shakespeare.Vísir/EPABestir á litla sviðinu Sevilla er sigursælasta lið í sögu Evrópudeildar UEFA og forvera hennar, Evrópudeildar félagsliða. En nú á að láta til sín taka í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið hefur aldrei komist lengra en í 16-liða úrslit. Heima fyrir hefur Sevilla verið í fínu formi og er sem stendur í þriðja sæti spænsku 1. deildarinnar, aðeins fimm stigum á eftir toppliði Real Madrid og þremur á eftir Barcelona. Þetta eru líka einu liðin sem hafa skorað meira á leiktíðinni en Sevilla sem á mörg vopn í sóknarbúri sínu. Markahæsti leikmaður liðsins er franski sóknarmaðurinn Wissam Ben Yedder sem hefur skorað sextán mörk í öllum keppnum í vetur.Craig Shakespeare á æfingu.Vísir/EPAGetum farið alla leið Þrátt fyrir að úrslitin í Sevilla hafi verið betri en margir stuðningsmenn Leicester þorðu að vona var Claudio Ranieri, maðurinn sem færði liðinu Englandsmeistaratitilinn, rekinn eftir 2-1 tapið á Spáni. Aðstoðarmaður hans, Craig Shakespeare, tók tímabundið við og hefur síðan verið ráðinn til að stýra liðinu til loka tímabilsins. Eftir að Shakespeare tók við hefur Leicester spilað tvo leiki og unnið þá báða, 3-1. Það var gegn Liverpool og Leicester en báðir leikirnir fóru fram á heimavelli. Í leikjunum þóttu leikmenn Leicester minna á tilþrif síðustu leiktíðar. „Þessir leikir gáfu strákunum sjálfstraust og við verðum að byggja á því og gefa allt sem við eigum í leikinn á morgun,“ sagði Shakespeare á blaðamannafundi í gær. Hann var spurður hvort Leicester gæti farið alla leið í Meistaradeildinni í ár, líkt og liðið gerði í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. „Af hverju ekki? Við ætlum okkur sigur í öllum þeim leikjum sem við mætum í. Til þess að vinna á morgun þurfum við að leggja okkur alla fram og það ætlum við að gera.“ Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Sjá meira
Þrátt fyrir mikla yfirburði Sevilla gegn Englandsmeisturum Leicester í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í síðasta mánuði sluppu þeir ensku frá Íberíuskaganum með 2-1 tap í farteskinu. Það þýðir að 1-0 sigur Leicester á heimavelli í kvöld dugar liðinu til að komast áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Það yrði sannarlega saga til næsta bæjar, enda Leicester í bullandi vandræðum heima fyrir í deildinni og að spila í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins. Leicester vann alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni á King Power-leikvanginum, heimavelli sínum. Meistararnir lögðu bæði Porto og FCK að velli með einu marki gegn engu og unnu svo Club Brugge, 2-1. Því hefur verið haldið fram að tímabil Leicester í Meistaradeildinni í ár líkist helst tímabili liðsins í deildinni á síðustu leiktíð, er liðið fór alla leið og varð meistari öllum að óvörum. Lykillinn að þeirri velgengni var árangur liðsins á heimavelli en þar tapaði liðið aðeins einum leik allt tímabilið. Það er því ljóst að lykilþáttur í viðureign kvöldsins verður varnarleikur Leicester. Það er viðbúið að Sevilla verði meira með boltann og freisti þess að rjúfa skarð í þéttan varnarmúr Leicester. Takist þeim ensku að þétta raðirnar gætu opnast möguleikar fram á við með skyndisóknum, eins og liðið nýtti sér svo oft á síðustu leiktíð.Craig Shakespeare.Vísir/EPABestir á litla sviðinu Sevilla er sigursælasta lið í sögu Evrópudeildar UEFA og forvera hennar, Evrópudeildar félagsliða. En nú á að láta til sín taka í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið hefur aldrei komist lengra en í 16-liða úrslit. Heima fyrir hefur Sevilla verið í fínu formi og er sem stendur í þriðja sæti spænsku 1. deildarinnar, aðeins fimm stigum á eftir toppliði Real Madrid og þremur á eftir Barcelona. Þetta eru líka einu liðin sem hafa skorað meira á leiktíðinni en Sevilla sem á mörg vopn í sóknarbúri sínu. Markahæsti leikmaður liðsins er franski sóknarmaðurinn Wissam Ben Yedder sem hefur skorað sextán mörk í öllum keppnum í vetur.Craig Shakespeare á æfingu.Vísir/EPAGetum farið alla leið Þrátt fyrir að úrslitin í Sevilla hafi verið betri en margir stuðningsmenn Leicester þorðu að vona var Claudio Ranieri, maðurinn sem færði liðinu Englandsmeistaratitilinn, rekinn eftir 2-1 tapið á Spáni. Aðstoðarmaður hans, Craig Shakespeare, tók tímabundið við og hefur síðan verið ráðinn til að stýra liðinu til loka tímabilsins. Eftir að Shakespeare tók við hefur Leicester spilað tvo leiki og unnið þá báða, 3-1. Það var gegn Liverpool og Leicester en báðir leikirnir fóru fram á heimavelli. Í leikjunum þóttu leikmenn Leicester minna á tilþrif síðustu leiktíðar. „Þessir leikir gáfu strákunum sjálfstraust og við verðum að byggja á því og gefa allt sem við eigum í leikinn á morgun,“ sagði Shakespeare á blaðamannafundi í gær. Hann var spurður hvort Leicester gæti farið alla leið í Meistaradeildinni í ár, líkt og liðið gerði í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. „Af hverju ekki? Við ætlum okkur sigur í öllum þeim leikjum sem við mætum í. Til þess að vinna á morgun þurfum við að leggja okkur alla fram og það ætlum við að gera.“
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Sjá meira