Lögreglumaður ákærður: Grunaður um að hafa beitt handtekinn mann ofbeldi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. mars 2017 18:30 Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni sem grunaður er um að hafa beitt mann sem var í haldi lögreglu ofbeldi. Myndbandsupptökur eru til af atvikinu. Lögreglumanninum var ekki vikið frá störfum en lögreglan lítur málið alvarlegum augum. Lögreglumaðurinn er grunaður um refsivert brot í starfi með því að hafa beitt mann sem var í haldi lögreglu ofbeldi. Lögreglumaðurinn starfar í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Atvikið er sagt hafa átt sér stað síðastliðið sumar í fangelsinu við Hverfisgötu en á meðal málsgagna er myndbandsupptaka af atvikinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn leið í fylgd lögreglumannsins fyrir dóm þegar atvikið á að hafa átt sér stað. Áður en lagt var af stað á lögreglumaðurinn að hafa ráðist að manninum. Þá herma heimildir fréttastofu að umrætt myndband úr eftirlitsmyndavélum sýni atvikið vel og kærði verjandi mannsins málið til héraðssaksóknara sem hefur rannsakað málið í nokkurn tíma en nú hefur verið gefin út ákæra á hendur lögreglumanninum. Meðal annars hafa verið teknar skýrslur af mönnunum tveimur. Lögreglumanninum var ekki vikið frá störfum og hefur hann starfað hjá lögreglunni síðan atvikið átti sér stað síðasta sumar. Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að lögreglumaðurinn sé grunaður um að hafa framið alvarlegt brot í starfi á síðasta ári. Málið varði ofbeldi gegn einstaklingi sem var í haldi lögreglunnar. Rannsókn málsins hafi verið á forræði héraðssaksóknara og hafi nú verið gefin út ákæra á hendur manninum. Þá segir að manninum hafi ekki verið vikið frá störfum þegar málið kom fyrst upp. Í janúar síðastliðnum hafi komið til álita hvort senda ætti lögreglumanninn í tímabundið leyfi vegna málsins en það hafi verið lögfræðilegt mat að það væri ekki fært þar sem of langur tími væri liðinn frá því að atvikið átti sér stað. Sú ákvörðun verði endurskoðuð í ljósi útgáfu ákærunnar og er niðurstöðu að vænta á morgun. Verði maðurinn dæmdur sekur geti það leitt til varanlegrar brottvikningar úr lögreglunni. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur lögreglumanni sem grunaður er um að hafa beitt mann sem var í haldi lögreglu ofbeldi. Myndbandsupptökur eru til af atvikinu. Lögreglumanninum var ekki vikið frá störfum en lögreglan lítur málið alvarlegum augum. Lögreglumaðurinn er grunaður um refsivert brot í starfi með því að hafa beitt mann sem var í haldi lögreglu ofbeldi. Lögreglumaðurinn starfar í miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Atvikið er sagt hafa átt sér stað síðastliðið sumar í fangelsinu við Hverfisgötu en á meðal málsgagna er myndbandsupptaka af atvikinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn leið í fylgd lögreglumannsins fyrir dóm þegar atvikið á að hafa átt sér stað. Áður en lagt var af stað á lögreglumaðurinn að hafa ráðist að manninum. Þá herma heimildir fréttastofu að umrætt myndband úr eftirlitsmyndavélum sýni atvikið vel og kærði verjandi mannsins málið til héraðssaksóknara sem hefur rannsakað málið í nokkurn tíma en nú hefur verið gefin út ákæra á hendur lögreglumanninum. Meðal annars hafa verið teknar skýrslur af mönnunum tveimur. Lögreglumanninum var ekki vikið frá störfum og hefur hann starfað hjá lögreglunni síðan atvikið átti sér stað síðasta sumar. Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að lögreglumaðurinn sé grunaður um að hafa framið alvarlegt brot í starfi á síðasta ári. Málið varði ofbeldi gegn einstaklingi sem var í haldi lögreglunnar. Rannsókn málsins hafi verið á forræði héraðssaksóknara og hafi nú verið gefin út ákæra á hendur manninum. Þá segir að manninum hafi ekki verið vikið frá störfum þegar málið kom fyrst upp. Í janúar síðastliðnum hafi komið til álita hvort senda ætti lögreglumanninn í tímabundið leyfi vegna málsins en það hafi verið lögfræðilegt mat að það væri ekki fært þar sem of langur tími væri liðinn frá því að atvikið átti sér stað. Sú ákvörðun verði endurskoðuð í ljósi útgáfu ákærunnar og er niðurstöðu að vænta á morgun. Verði maðurinn dæmdur sekur geti það leitt til varanlegrar brottvikningar úr lögreglunni.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira