Momoh fann demantinn í einni af smærri námunum í bænum Koyadu í Kono-héraði, en áætlað er að demanturinn sé einn af tuttugu stærstu demöntum sem hafa fundist.

Forsetinn Ernest Bai Koroma hefur þakkað prestinum fyrir að hafa ekki smyglað steininum úr landi, en Momoh kveðst vilja aðstoða ríkisstjórn og þjóðinni allri með því að koma demantinum til forsetans.
Demanturinn er nú geymdur í öryggishólfi í byggingu seðlabanka landsins.
Sierra Leone er eitt af fátækustu ríkjum heims en í landinu búa um sex milljónir manna.
Stærsti demantur sem hefur nokkurn tímann fundist svo vitað sé fannst í Suður-Afríku árið 1905. Cullinan-demanturinn var 3.106 karata og var meðal annars notaður við gerð bresku krúnudjásnanna.