Þörf á þjóðarátaki í húsnæðismálum Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2017 14:00 Guðrún Hafsteinsdóttir, forstjóri Kjörís Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir forstjóri Kjörís og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði Verslunarmanna segir þörf á þjóðarátaki í húsnæðismálum með aðkomu ríkisins, sveitarfélaganna og launþegahreyfingarinnar. Lífeyrissjóðirnir geti hugsanlega einnig komið að slíku samstarfi en henni líst ekki á hugmyndir um að þeir komi einir að því að byggja ódýrt húsnæði. Ragnar Þór Ingólfsson nýkjörinn formaður VR hefur sagt að framboð hans hafi að hluta verið andstaða við forystu Alþýðusambandsins og þá sérstaklega við Gylfa Arnbjörnsson forseta ASÍ. Þá segir hann SALEK samkomulag aðila vinnumarkaðarins dautt og vill breyta lögum um starfsemi lífeyrissjóðanna þannig að þeir geti byggt ódýrt húsnæði til að selja og leigja. Guðrún Hafsteinsdóttir, forstjóri Kjörís, er í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna og líst ekki vel á þessar hugmyndir nýja formannsins. „Ég er sammála því að það er þörf á risavöxnu átaki til að leysa þann húsnæðisvanda sem hrjáir Íslendinga í dag. Þá alveg sérstaklega ungt fólk,“ segir Guðrún. Það þurfi hins vegar margir að koma að slíku átaki, eins og ríki, sveitarfélög og hreyfing launafólks. „Það er náttúrlega alveg klárt að lífeyrissjóðirnir hafa ákveðið hlutverk. Það er bundið í lög. Það gengur út á að tryggja sjóðfélögum réttindi. Þegar starfsævi lýkur, við fráfall maka eða ef örorka kemur upp og það er fyrst og fremst hlutverk lífeyrissjóðanna,“ segir Guðrún.Efasemdir um að útvíkka eigi hlutverk lífeyrissjóðanna Hún hafi ákveðnar efasemdir um að útvíkka eigi hlutverk lífeyrissjóðanna. Þeir hafi hins vegar brugðist við stöðunni á húsnæðislánamarkaði frá árinu 2015 með því að bjóða hagstæðustu húsnæðislánin sem í boði séu. „Og þau hafa notið mikilla vinsælda hjá sjóðfélögum og sjóðfélaga tekið þeim valkosti gríðarlega vel. Þetta er auðvitað okkar svar til að aðstoða fólk einmitt við að kaupa fasteign,“ segir Guðrún. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins hefur sagt að þörf sé á tugum þúsunda íbúða fyrir lægst launaða fólkið í landinu, sérstaklega eftir að Verkamannabústaðirnir voru seldir. Guðrún segir að það hafi reynst öllum kynslóðum erfitt að koma sér þaki yfir höfuðið. Ástandið nú sé sérstaklega erfitt þar sem lítið hafi verið byggt á árunum eftir hrun og vegna skorts á húsnæði fyrir ferðamenn þar sem hótelin hafi enn ekki undan eftirspurninni. „Allt hefur þetta áhrif og allt þrýstir þetta síðan verðinu upp. Bæði fasteignaverði og einnig leiguverði. Þannig að við erum ekki á góðum stað þegar við þurfum að leysa vanda venjulegra Íslendinga,” segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafa efasemdir um Airbnb bann sem lausn á húsnæðisvanda Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa efasemdir um bann við Airbnb til að örva framboð lítilla og meðalstórra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að grípa verði til úrræða til að stöðva spákaupmennsku stórra fjárfestingarfélaga á húsnæðismarkaði. 11. mars 2017 13:25 Airbnb stór þáttur í hærra íbúðaverði Fjöldi gistirýma á Airbnb tvöfaldaðist á einu ári. Tekjurnar fóru úr 2,51 milljarði króna í 6,76 milljarða. Airbnb á stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka. 9. mars 2017 08:30 Íbúðaverð ekki hækkað meira á einu ári frá 2008 Raunverð íbúða orðið hátt sögulega séð. 28. febrúar 2017 10:17 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir forstjóri Kjörís og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði Verslunarmanna segir þörf á þjóðarátaki í húsnæðismálum með aðkomu ríkisins, sveitarfélaganna og launþegahreyfingarinnar. Lífeyrissjóðirnir geti hugsanlega einnig komið að slíku samstarfi en henni líst ekki á hugmyndir um að þeir komi einir að því að byggja ódýrt húsnæði. Ragnar Þór Ingólfsson nýkjörinn formaður VR hefur sagt að framboð hans hafi að hluta verið andstaða við forystu Alþýðusambandsins og þá sérstaklega við Gylfa Arnbjörnsson forseta ASÍ. Þá segir hann SALEK samkomulag aðila vinnumarkaðarins dautt og vill breyta lögum um starfsemi lífeyrissjóðanna þannig að þeir geti byggt ódýrt húsnæði til að selja og leigja. Guðrún Hafsteinsdóttir, forstjóri Kjörís, er í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna og líst ekki vel á þessar hugmyndir nýja formannsins. „Ég er sammála því að það er þörf á risavöxnu átaki til að leysa þann húsnæðisvanda sem hrjáir Íslendinga í dag. Þá alveg sérstaklega ungt fólk,“ segir Guðrún. Það þurfi hins vegar margir að koma að slíku átaki, eins og ríki, sveitarfélög og hreyfing launafólks. „Það er náttúrlega alveg klárt að lífeyrissjóðirnir hafa ákveðið hlutverk. Það er bundið í lög. Það gengur út á að tryggja sjóðfélögum réttindi. Þegar starfsævi lýkur, við fráfall maka eða ef örorka kemur upp og það er fyrst og fremst hlutverk lífeyrissjóðanna,“ segir Guðrún.Efasemdir um að útvíkka eigi hlutverk lífeyrissjóðanna Hún hafi ákveðnar efasemdir um að útvíkka eigi hlutverk lífeyrissjóðanna. Þeir hafi hins vegar brugðist við stöðunni á húsnæðislánamarkaði frá árinu 2015 með því að bjóða hagstæðustu húsnæðislánin sem í boði séu. „Og þau hafa notið mikilla vinsælda hjá sjóðfélögum og sjóðfélaga tekið þeim valkosti gríðarlega vel. Þetta er auðvitað okkar svar til að aðstoða fólk einmitt við að kaupa fasteign,“ segir Guðrún. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins hefur sagt að þörf sé á tugum þúsunda íbúða fyrir lægst launaða fólkið í landinu, sérstaklega eftir að Verkamannabústaðirnir voru seldir. Guðrún segir að það hafi reynst öllum kynslóðum erfitt að koma sér þaki yfir höfuðið. Ástandið nú sé sérstaklega erfitt þar sem lítið hafi verið byggt á árunum eftir hrun og vegna skorts á húsnæði fyrir ferðamenn þar sem hótelin hafi enn ekki undan eftirspurninni. „Allt hefur þetta áhrif og allt þrýstir þetta síðan verðinu upp. Bæði fasteignaverði og einnig leiguverði. Þannig að við erum ekki á góðum stað þegar við þurfum að leysa vanda venjulegra Íslendinga,” segir Guðrún Hafsteinsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafa efasemdir um Airbnb bann sem lausn á húsnæðisvanda Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa efasemdir um bann við Airbnb til að örva framboð lítilla og meðalstórra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að grípa verði til úrræða til að stöðva spákaupmennsku stórra fjárfestingarfélaga á húsnæðismarkaði. 11. mars 2017 13:25 Airbnb stór þáttur í hærra íbúðaverði Fjöldi gistirýma á Airbnb tvöfaldaðist á einu ári. Tekjurnar fóru úr 2,51 milljarði króna í 6,76 milljarða. Airbnb á stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka. 9. mars 2017 08:30 Íbúðaverð ekki hækkað meira á einu ári frá 2008 Raunverð íbúða orðið hátt sögulega séð. 28. febrúar 2017 10:17 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Hafa efasemdir um Airbnb bann sem lausn á húsnæðisvanda Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa efasemdir um bann við Airbnb til að örva framboð lítilla og meðalstórra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að grípa verði til úrræða til að stöðva spákaupmennsku stórra fjárfestingarfélaga á húsnæðismarkaði. 11. mars 2017 13:25
Airbnb stór þáttur í hærra íbúðaverði Fjöldi gistirýma á Airbnb tvöfaldaðist á einu ári. Tekjurnar fóru úr 2,51 milljarði króna í 6,76 milljarða. Airbnb á stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka. 9. mars 2017 08:30
Íbúðaverð ekki hækkað meira á einu ári frá 2008 Raunverð íbúða orðið hátt sögulega séð. 28. febrúar 2017 10:17