Þörf á þjóðarátaki í húsnæðismálum Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2017 14:00 Guðrún Hafsteinsdóttir, forstjóri Kjörís Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir forstjóri Kjörís og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði Verslunarmanna segir þörf á þjóðarátaki í húsnæðismálum með aðkomu ríkisins, sveitarfélaganna og launþegahreyfingarinnar. Lífeyrissjóðirnir geti hugsanlega einnig komið að slíku samstarfi en henni líst ekki á hugmyndir um að þeir komi einir að því að byggja ódýrt húsnæði. Ragnar Þór Ingólfsson nýkjörinn formaður VR hefur sagt að framboð hans hafi að hluta verið andstaða við forystu Alþýðusambandsins og þá sérstaklega við Gylfa Arnbjörnsson forseta ASÍ. Þá segir hann SALEK samkomulag aðila vinnumarkaðarins dautt og vill breyta lögum um starfsemi lífeyrissjóðanna þannig að þeir geti byggt ódýrt húsnæði til að selja og leigja. Guðrún Hafsteinsdóttir, forstjóri Kjörís, er í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna og líst ekki vel á þessar hugmyndir nýja formannsins. „Ég er sammála því að það er þörf á risavöxnu átaki til að leysa þann húsnæðisvanda sem hrjáir Íslendinga í dag. Þá alveg sérstaklega ungt fólk,“ segir Guðrún. Það þurfi hins vegar margir að koma að slíku átaki, eins og ríki, sveitarfélög og hreyfing launafólks. „Það er náttúrlega alveg klárt að lífeyrissjóðirnir hafa ákveðið hlutverk. Það er bundið í lög. Það gengur út á að tryggja sjóðfélögum réttindi. Þegar starfsævi lýkur, við fráfall maka eða ef örorka kemur upp og það er fyrst og fremst hlutverk lífeyrissjóðanna,“ segir Guðrún.Efasemdir um að útvíkka eigi hlutverk lífeyrissjóðanna Hún hafi ákveðnar efasemdir um að útvíkka eigi hlutverk lífeyrissjóðanna. Þeir hafi hins vegar brugðist við stöðunni á húsnæðislánamarkaði frá árinu 2015 með því að bjóða hagstæðustu húsnæðislánin sem í boði séu. „Og þau hafa notið mikilla vinsælda hjá sjóðfélögum og sjóðfélaga tekið þeim valkosti gríðarlega vel. Þetta er auðvitað okkar svar til að aðstoða fólk einmitt við að kaupa fasteign,“ segir Guðrún. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins hefur sagt að þörf sé á tugum þúsunda íbúða fyrir lægst launaða fólkið í landinu, sérstaklega eftir að Verkamannabústaðirnir voru seldir. Guðrún segir að það hafi reynst öllum kynslóðum erfitt að koma sér þaki yfir höfuðið. Ástandið nú sé sérstaklega erfitt þar sem lítið hafi verið byggt á árunum eftir hrun og vegna skorts á húsnæði fyrir ferðamenn þar sem hótelin hafi enn ekki undan eftirspurninni. „Allt hefur þetta áhrif og allt þrýstir þetta síðan verðinu upp. Bæði fasteignaverði og einnig leiguverði. Þannig að við erum ekki á góðum stað þegar við þurfum að leysa vanda venjulegra Íslendinga,” segir Guðrún Hafsteinsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafa efasemdir um Airbnb bann sem lausn á húsnæðisvanda Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa efasemdir um bann við Airbnb til að örva framboð lítilla og meðalstórra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að grípa verði til úrræða til að stöðva spákaupmennsku stórra fjárfestingarfélaga á húsnæðismarkaði. 11. mars 2017 13:25 Airbnb stór þáttur í hærra íbúðaverði Fjöldi gistirýma á Airbnb tvöfaldaðist á einu ári. Tekjurnar fóru úr 2,51 milljarði króna í 6,76 milljarða. Airbnb á stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka. 9. mars 2017 08:30 Íbúðaverð ekki hækkað meira á einu ári frá 2008 Raunverð íbúða orðið hátt sögulega séð. 28. febrúar 2017 10:17 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir forstjóri Kjörís og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði Verslunarmanna segir þörf á þjóðarátaki í húsnæðismálum með aðkomu ríkisins, sveitarfélaganna og launþegahreyfingarinnar. Lífeyrissjóðirnir geti hugsanlega einnig komið að slíku samstarfi en henni líst ekki á hugmyndir um að þeir komi einir að því að byggja ódýrt húsnæði. Ragnar Þór Ingólfsson nýkjörinn formaður VR hefur sagt að framboð hans hafi að hluta verið andstaða við forystu Alþýðusambandsins og þá sérstaklega við Gylfa Arnbjörnsson forseta ASÍ. Þá segir hann SALEK samkomulag aðila vinnumarkaðarins dautt og vill breyta lögum um starfsemi lífeyrissjóðanna þannig að þeir geti byggt ódýrt húsnæði til að selja og leigja. Guðrún Hafsteinsdóttir, forstjóri Kjörís, er í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna og líst ekki vel á þessar hugmyndir nýja formannsins. „Ég er sammála því að það er þörf á risavöxnu átaki til að leysa þann húsnæðisvanda sem hrjáir Íslendinga í dag. Þá alveg sérstaklega ungt fólk,“ segir Guðrún. Það þurfi hins vegar margir að koma að slíku átaki, eins og ríki, sveitarfélög og hreyfing launafólks. „Það er náttúrlega alveg klárt að lífeyrissjóðirnir hafa ákveðið hlutverk. Það er bundið í lög. Það gengur út á að tryggja sjóðfélögum réttindi. Þegar starfsævi lýkur, við fráfall maka eða ef örorka kemur upp og það er fyrst og fremst hlutverk lífeyrissjóðanna,“ segir Guðrún.Efasemdir um að útvíkka eigi hlutverk lífeyrissjóðanna Hún hafi ákveðnar efasemdir um að útvíkka eigi hlutverk lífeyrissjóðanna. Þeir hafi hins vegar brugðist við stöðunni á húsnæðislánamarkaði frá árinu 2015 með því að bjóða hagstæðustu húsnæðislánin sem í boði séu. „Og þau hafa notið mikilla vinsælda hjá sjóðfélögum og sjóðfélaga tekið þeim valkosti gríðarlega vel. Þetta er auðvitað okkar svar til að aðstoða fólk einmitt við að kaupa fasteign,“ segir Guðrún. Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins hefur sagt að þörf sé á tugum þúsunda íbúða fyrir lægst launaða fólkið í landinu, sérstaklega eftir að Verkamannabústaðirnir voru seldir. Guðrún segir að það hafi reynst öllum kynslóðum erfitt að koma sér þaki yfir höfuðið. Ástandið nú sé sérstaklega erfitt þar sem lítið hafi verið byggt á árunum eftir hrun og vegna skorts á húsnæði fyrir ferðamenn þar sem hótelin hafi enn ekki undan eftirspurninni. „Allt hefur þetta áhrif og allt þrýstir þetta síðan verðinu upp. Bæði fasteignaverði og einnig leiguverði. Þannig að við erum ekki á góðum stað þegar við þurfum að leysa vanda venjulegra Íslendinga,” segir Guðrún Hafsteinsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hafa efasemdir um Airbnb bann sem lausn á húsnæðisvanda Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa efasemdir um bann við Airbnb til að örva framboð lítilla og meðalstórra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að grípa verði til úrræða til að stöðva spákaupmennsku stórra fjárfestingarfélaga á húsnæðismarkaði. 11. mars 2017 13:25 Airbnb stór þáttur í hærra íbúðaverði Fjöldi gistirýma á Airbnb tvöfaldaðist á einu ári. Tekjurnar fóru úr 2,51 milljarði króna í 6,76 milljarða. Airbnb á stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka. 9. mars 2017 08:30 Íbúðaverð ekki hækkað meira á einu ári frá 2008 Raunverð íbúða orðið hátt sögulega séð. 28. febrúar 2017 10:17 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Hafa efasemdir um Airbnb bann sem lausn á húsnæðisvanda Bæjarstjórar Garðabæjar og Hafnarfjarðar hafa efasemdir um bann við Airbnb til að örva framboð lítilla og meðalstórra íbúða á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði segir að grípa verði til úrræða til að stöðva spákaupmennsku stórra fjárfestingarfélaga á húsnæðismarkaði. 11. mars 2017 13:25
Airbnb stór þáttur í hærra íbúðaverði Fjöldi gistirýma á Airbnb tvöfaldaðist á einu ári. Tekjurnar fóru úr 2,51 milljarði króna í 6,76 milljarða. Airbnb á stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka. 9. mars 2017 08:30
Íbúðaverð ekki hækkað meira á einu ári frá 2008 Raunverð íbúða orðið hátt sögulega séð. 28. febrúar 2017 10:17