Nei, Bill Gates, vélmenni munu ekki auka atvinnuleysi Lars Christensen skrifar 1. mars 2017 13:00 Ef maður lítur til baka á hagsögu heimsins þá hafa stjórnmálamenn annað slagið fundið fyrir undarlegum ótta um að ný tækni muni gera alla atvinnulausa. Að vélarnar taki yfir öll störfin. Og ef það eru ekki vélar sem koma og taka störfin þá eru það „vondu innflytjendurnir“. Upp á síðkastið hefur þessi ótti birst aftur. Þannig lagði Bill Gates, stofnandi Microsoft, nýlega til að tekinn yrði upp skattur á vélmenni. En sannleikurinn er sá að þessi ótti er aðallega útbreiddur á meðal þeirra sem eru ekki hagfræðingar. Það er nánast ómögulegt að finna hagfræðing nokkurs staðar í heiminum sem lýsir áhyggjum af því að tækniþróun (eða innflytjendur) valdi atvinnuleysi. Þvert á móti vitum við, sem hagfræðingar, að framleiðniaukning vegna tækniframfara og starfsgreinaskiptingar er grunnurinn að launahækkunum.Lögmál Says Hagfræðingar vita að það er ekkert tækniatvinnuleysi af því við skiljum það sem kallast lögmál Says sem nefnt er eftir franska hagfræðingnum Jean-Baptiste Say. Yfirleitt segjum við að lögmál Says snúist um að „framboð skapi sína eigin eftirspurn“. Þetta þýðir að þegar eitthvað er framleitt skapi það í sjálfu sér tekjur fyrir þá sem framleiða vöruna (hluthafa og starfsmenn) og að þær tekjur séu notaðar í eftirspurn eftir því sem einhver annar framleiðir. Hvað varðar tæknina þá þýðir þetta að ef tækniframfarir auka framleiðni þá leiðir það til meiri tekna sem í sjálfu sér skapar eftirspurn. Þetta þýðir líka að við getum sjálfsagt ímyndað okkur að hægt verði að skipta út leigubílstjóra með sjálfkeyrandi bíl, en það er ekki það sama og að segja að heildaratvinnuleysi muni aukast. Ef verðið á leigubílaferðum lækkar um helming þá skapar það tekjuaukningu fyrir viðskiptavininn. Þennan tekjuauka getur hann notað til að kaupa aðrar vörur og það skapar sambærileg störf.Heimskuleg hugmynd Svo ef tæknin kemur í stað starfs þá skapar hún annað. Við vitum ekki hvers konar starf það er en ef við lítum á söguna þá hefur orðið gríðarleg tækniþróun án þess að atvinnuleysi hafi aukist. Tökum Bandaríkin sem dæmi. Árið 1960 var bandarískt vinnuafl 60 milljónir manna. Í dag er það 160 milljónir. Á sama tíma hefur framleiðni aukist um 2-3% að meðaltali á ári. En hvað hefur átt sér stað varðandi hlutfall atvinnuleysis? Árið 1950 var atvinnuleysið 5,2%. Núna er það 4,9%. Svo, nei, hvorki fólksfjölgun né framleiðniaukning veldur atvinnuleysi. Þvert á móti skapar þetta velmegun. Þannig er vélmennaskattur Bills Gates bara önnur heimskuleg hugmynd sem gæti gert okkur öll fátækari. Og að lokum má geta þess að við höfum nú þegar vélmennaskatt – hann er kallaður tekjuskattur fyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ef maður lítur til baka á hagsögu heimsins þá hafa stjórnmálamenn annað slagið fundið fyrir undarlegum ótta um að ný tækni muni gera alla atvinnulausa. Að vélarnar taki yfir öll störfin. Og ef það eru ekki vélar sem koma og taka störfin þá eru það „vondu innflytjendurnir“. Upp á síðkastið hefur þessi ótti birst aftur. Þannig lagði Bill Gates, stofnandi Microsoft, nýlega til að tekinn yrði upp skattur á vélmenni. En sannleikurinn er sá að þessi ótti er aðallega útbreiddur á meðal þeirra sem eru ekki hagfræðingar. Það er nánast ómögulegt að finna hagfræðing nokkurs staðar í heiminum sem lýsir áhyggjum af því að tækniþróun (eða innflytjendur) valdi atvinnuleysi. Þvert á móti vitum við, sem hagfræðingar, að framleiðniaukning vegna tækniframfara og starfsgreinaskiptingar er grunnurinn að launahækkunum.Lögmál Says Hagfræðingar vita að það er ekkert tækniatvinnuleysi af því við skiljum það sem kallast lögmál Says sem nefnt er eftir franska hagfræðingnum Jean-Baptiste Say. Yfirleitt segjum við að lögmál Says snúist um að „framboð skapi sína eigin eftirspurn“. Þetta þýðir að þegar eitthvað er framleitt skapi það í sjálfu sér tekjur fyrir þá sem framleiða vöruna (hluthafa og starfsmenn) og að þær tekjur séu notaðar í eftirspurn eftir því sem einhver annar framleiðir. Hvað varðar tæknina þá þýðir þetta að ef tækniframfarir auka framleiðni þá leiðir það til meiri tekna sem í sjálfu sér skapar eftirspurn. Þetta þýðir líka að við getum sjálfsagt ímyndað okkur að hægt verði að skipta út leigubílstjóra með sjálfkeyrandi bíl, en það er ekki það sama og að segja að heildaratvinnuleysi muni aukast. Ef verðið á leigubílaferðum lækkar um helming þá skapar það tekjuaukningu fyrir viðskiptavininn. Þennan tekjuauka getur hann notað til að kaupa aðrar vörur og það skapar sambærileg störf.Heimskuleg hugmynd Svo ef tæknin kemur í stað starfs þá skapar hún annað. Við vitum ekki hvers konar starf það er en ef við lítum á söguna þá hefur orðið gríðarleg tækniþróun án þess að atvinnuleysi hafi aukist. Tökum Bandaríkin sem dæmi. Árið 1960 var bandarískt vinnuafl 60 milljónir manna. Í dag er það 160 milljónir. Á sama tíma hefur framleiðni aukist um 2-3% að meðaltali á ári. En hvað hefur átt sér stað varðandi hlutfall atvinnuleysis? Árið 1950 var atvinnuleysið 5,2%. Núna er það 4,9%. Svo, nei, hvorki fólksfjölgun né framleiðniaukning veldur atvinnuleysi. Þvert á móti skapar þetta velmegun. Þannig er vélmennaskattur Bills Gates bara önnur heimskuleg hugmynd sem gæti gert okkur öll fátækari. Og að lokum má geta þess að við höfum nú þegar vélmennaskatt – hann er kallaður tekjuskattur fyrirtækja.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun