Hættu að afsaka þig Kona! Karólína Helga Símonardóttir skrifar 3. mars 2017 12:06 Í grein eftir Katrínar Ólafsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, Staða kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði: Staðreyndir og staða þekkingar sem kom út í maí 2015, kemur meðal annars fram að á „....á undan förnum árum hefur hver rannsóknin á fætur annarri sýnt að kyn ræður miklu við mat á færni”. Í flest öllum tilfellum var talið að karlkyns umsækjandinn hæfari en kvenkyns umsækjandinn og flestir voru yfirleitt tilbúnir að veita karlkyns umsækjendum meiri leiðbeiningu í nýju starfi. Einnig það sem mér fannst áhugaverðast að það skipti ekki máli af hvaða kyni sá sem fór yfir umsóknirnar, konur í stjórnunarstöðum voru jafnar körlum þegar kom að því ójafnrétti við mat á færni milli kynja. Enn þá þurfa konur að afsaka sig fyrir að vera metnaðarfullar, að vilja skara fram úr þó svo það sé í „karlægri“ störfum. Ég sat á fyrirlestri um daginn hjá tveimur ungum en frambærilegum konum, sem voru að kynna starf sitt í stétt sem er mjög karlæg. Í þessum pistli ætla ég ekki að útlista þann fyrirlestur neitt frekar en í kynningunni þá áttu þær til að taka upp þessa klassísku orðræðu kvenna að afsaka sig, „ég er ekkert að reyna vera fyrsta konan í þessu“ eða „það er ekkert mikilvægt að ég sé fyrst“. En hvað með það? Hvað með það þó þú viljir vera fyrsta konan í þessari stétt, hvað með það þó Vigdís hafi viljað vera fyrsti Kvennforseti Íslands eða Jóhanna fyrst fyrst íslenskra kvenna til að gegna stöðu forsætisráðherra. Nú nýverið var sett af stað herferð #kvennastörf sem er að mínu mati mjög mikilvægt inn í umræðuna í dag, því við sofnum allt of oft á verðinum. Þegar við höldum að jafnrétti kynjanna sé um það bil að nást þá gleymum við orðræðunni sem heldur áfram. Við gleymum að það þarf áfram að róa bátnum svo hann komist áfram á leiðarenda. Við gleymum því líka að við erum öll haldin fordómum sem við þurfum að yfirstíga en fyrst þurfum við að vera meðvituð um fordómana okkar, viðurkenna fyrir okkur sjálfum að það er bara mjög flott að vera iðnaðarmaður..jú eða kona. Að konur geta svo sannarlega stýrt heilli flugvél, hvað þá skipi og að sjálfsögðu er samfélagið okkar enn þá þannig að konur eru að brjóta múra sem forverar okkar byggðu. Konur eru sjálfar með ákveðnar hugmyndir um staðalímyndir í ákveðnum störfum, við erum ekkert skárri en margar karlremburnar. Við skulum minna okkur á að forfeður okkar höfðu mörg hundruð ár til þess að byggja þessa ósýnilegu múra sem við vinnum saman að því að brjóta niður en við þurfum að halda áfram að hamra og hamra þar til allir, meira að segja Trump eru komnir með okkur að hamra. En hvað þá með ungu konuna? Ég á stundum ekki orð hve oft ég verð fyrir fordómum, bæði frá konum sem eru mér eldri og karlmönnum. Hugsið ykkur umræðuna sem spratt upp þegar Þórdís þingmaður Sjálfstæðisflokksins settist í ráðherrastólinn. Um daginn átti ég samtal við konu vegna áhuga míns á ákveðnum störfum sem ekki krefjast ráðningaferils. Þarna fékk ég þriðju gráðu yfirheyrslu um hvaðan ég kæmi og hvað ég væri með í farteskinu. Ætli hún hefði spurt karlkyns félaga minn sömu spurninga? Þó hann hefði ekki verið með 3 háskólagráður, búinn að reka eigið fyrirtæki, halda uppi heimilishaldi, taka að sér mjög krefjandi störf og fleira annað sem að sjálfsögðu skiptir miklu máli hjá konum. Ég að minnsta kosti býð mig ekki fram í verkefni sem ég veit að ég get ekki sinnt, því jú ég er alltaf að gera minna úr þeim frábæru eiginleikum sem ég hef, ég er oft minn eigin óvinur þegar kemur að því að berjast með sjálfri mér! Hættu að afsaka þig kona og haltu áfram að berja! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Í grein eftir Katrínar Ólafsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, Staða kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði: Staðreyndir og staða þekkingar sem kom út í maí 2015, kemur meðal annars fram að á „....á undan förnum árum hefur hver rannsóknin á fætur annarri sýnt að kyn ræður miklu við mat á færni”. Í flest öllum tilfellum var talið að karlkyns umsækjandinn hæfari en kvenkyns umsækjandinn og flestir voru yfirleitt tilbúnir að veita karlkyns umsækjendum meiri leiðbeiningu í nýju starfi. Einnig það sem mér fannst áhugaverðast að það skipti ekki máli af hvaða kyni sá sem fór yfir umsóknirnar, konur í stjórnunarstöðum voru jafnar körlum þegar kom að því ójafnrétti við mat á færni milli kynja. Enn þá þurfa konur að afsaka sig fyrir að vera metnaðarfullar, að vilja skara fram úr þó svo það sé í „karlægri“ störfum. Ég sat á fyrirlestri um daginn hjá tveimur ungum en frambærilegum konum, sem voru að kynna starf sitt í stétt sem er mjög karlæg. Í þessum pistli ætla ég ekki að útlista þann fyrirlestur neitt frekar en í kynningunni þá áttu þær til að taka upp þessa klassísku orðræðu kvenna að afsaka sig, „ég er ekkert að reyna vera fyrsta konan í þessu“ eða „það er ekkert mikilvægt að ég sé fyrst“. En hvað með það? Hvað með það þó þú viljir vera fyrsta konan í þessari stétt, hvað með það þó Vigdís hafi viljað vera fyrsti Kvennforseti Íslands eða Jóhanna fyrst fyrst íslenskra kvenna til að gegna stöðu forsætisráðherra. Nú nýverið var sett af stað herferð #kvennastörf sem er að mínu mati mjög mikilvægt inn í umræðuna í dag, því við sofnum allt of oft á verðinum. Þegar við höldum að jafnrétti kynjanna sé um það bil að nást þá gleymum við orðræðunni sem heldur áfram. Við gleymum að það þarf áfram að róa bátnum svo hann komist áfram á leiðarenda. Við gleymum því líka að við erum öll haldin fordómum sem við þurfum að yfirstíga en fyrst þurfum við að vera meðvituð um fordómana okkar, viðurkenna fyrir okkur sjálfum að það er bara mjög flott að vera iðnaðarmaður..jú eða kona. Að konur geta svo sannarlega stýrt heilli flugvél, hvað þá skipi og að sjálfsögðu er samfélagið okkar enn þá þannig að konur eru að brjóta múra sem forverar okkar byggðu. Konur eru sjálfar með ákveðnar hugmyndir um staðalímyndir í ákveðnum störfum, við erum ekkert skárri en margar karlremburnar. Við skulum minna okkur á að forfeður okkar höfðu mörg hundruð ár til þess að byggja þessa ósýnilegu múra sem við vinnum saman að því að brjóta niður en við þurfum að halda áfram að hamra og hamra þar til allir, meira að segja Trump eru komnir með okkur að hamra. En hvað þá með ungu konuna? Ég á stundum ekki orð hve oft ég verð fyrir fordómum, bæði frá konum sem eru mér eldri og karlmönnum. Hugsið ykkur umræðuna sem spratt upp þegar Þórdís þingmaður Sjálfstæðisflokksins settist í ráðherrastólinn. Um daginn átti ég samtal við konu vegna áhuga míns á ákveðnum störfum sem ekki krefjast ráðningaferils. Þarna fékk ég þriðju gráðu yfirheyrslu um hvaðan ég kæmi og hvað ég væri með í farteskinu. Ætli hún hefði spurt karlkyns félaga minn sömu spurninga? Þó hann hefði ekki verið með 3 háskólagráður, búinn að reka eigið fyrirtæki, halda uppi heimilishaldi, taka að sér mjög krefjandi störf og fleira annað sem að sjálfsögðu skiptir miklu máli hjá konum. Ég að minnsta kosti býð mig ekki fram í verkefni sem ég veit að ég get ekki sinnt, því jú ég er alltaf að gera minna úr þeim frábæru eiginleikum sem ég hef, ég er oft minn eigin óvinur þegar kemur að því að berjast með sjálfri mér! Hættu að afsaka þig kona og haltu áfram að berja!
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar