Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur að ljúka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2017 11:10 Maðurinn sem situr í haldi grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var leiddur fyrir dómara í liðinni viku. vísir/eyþór Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur lýkur í næstu viku eða byrjun þeirrar þar næstu að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málið verður þá sent til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út en einn maður, grænlenskur skipverji af togaranum Polar Nanoq, er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað Birnu. Birna hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Umfangsmikil leit var gerð að henni í vikunni á eftir og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita sunnudaginn 22. janúar. Þá voru tveir menn búnir að vera í gæsluvarðhaldi í fjóra daga, annars vegar maðurinn sem enn er í haldi og hins vegar kollegi hans af grænlenska togaranum, en honum var sleppt úr haldi tveimur vikum síðar. Ekki var farið fram á farbann yfir manninum og fór hann því aftur heim til Grænlands en maðurinn er þó enn með stöðu grunaðs manns í málinu. Grímur segir að enn sé verið að bíða eftir niðurstöðum úr lífsýnarannsóknum. „Við stefnum á að ljúka rannsókn um miðjan mánuðinn, það er öðru hvoru megin við þar næstu helgi. Okkur eru að berast annars slagið niðurstöður úr rannsóknum erlendis frá sem bætast þá bara inn í rannsóknina og við erum raunverulega bara í þeirri stöðu að vera að bíða eftir þeim niðurstöðum,“ segir Grímur. Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi var í liðinni viku úrskurðaður í áframhaldandi varðhald í fjórar vikur á grundvelli almannahagsmuna. Hann var yfirheyrður áður en hann var leiddur fyrir dómara en hefur ekki verið yfirheyrður síðan. Grímur segir þó að hann verði yfirheyrður áður en rannsókninni ljúki en ekki hefur verið ákveðið hvenær það verður. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverji fjarri öðrum föngum Thomas Møller Olsen er einn á gangi í fangelsinu á Hólmsheiði á meðan starfsmenn fangelsisins reyna að átta sig á honum. Hann sinnir hvorki vinnu né skóla. Alls 26 fangar dvelja nú í fangelsinu á Hólmsheiði. 7. mars 2017 06:00 Skipverjinn í fjögurra vikna varðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar síðastliðnum var í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 2. mars 2017 14:40 Lífsýni úr skipverjanum tengja hann beint við Birnu Maðurinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 2. mars 2017 18:22 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira
Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur lýkur í næstu viku eða byrjun þeirrar þar næstu að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málið verður þá sent til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út en einn maður, grænlenskur skipverji af togaranum Polar Nanoq, er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað Birnu. Birna hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Umfangsmikil leit var gerð að henni í vikunni á eftir og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita sunnudaginn 22. janúar. Þá voru tveir menn búnir að vera í gæsluvarðhaldi í fjóra daga, annars vegar maðurinn sem enn er í haldi og hins vegar kollegi hans af grænlenska togaranum, en honum var sleppt úr haldi tveimur vikum síðar. Ekki var farið fram á farbann yfir manninum og fór hann því aftur heim til Grænlands en maðurinn er þó enn með stöðu grunaðs manns í málinu. Grímur segir að enn sé verið að bíða eftir niðurstöðum úr lífsýnarannsóknum. „Við stefnum á að ljúka rannsókn um miðjan mánuðinn, það er öðru hvoru megin við þar næstu helgi. Okkur eru að berast annars slagið niðurstöður úr rannsóknum erlendis frá sem bætast þá bara inn í rannsóknina og við erum raunverulega bara í þeirri stöðu að vera að bíða eftir þeim niðurstöðum,“ segir Grímur. Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi var í liðinni viku úrskurðaður í áframhaldandi varðhald í fjórar vikur á grundvelli almannahagsmuna. Hann var yfirheyrður áður en hann var leiddur fyrir dómara en hefur ekki verið yfirheyrður síðan. Grímur segir þó að hann verði yfirheyrður áður en rannsókninni ljúki en ekki hefur verið ákveðið hvenær það verður.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverji fjarri öðrum föngum Thomas Møller Olsen er einn á gangi í fangelsinu á Hólmsheiði á meðan starfsmenn fangelsisins reyna að átta sig á honum. Hann sinnir hvorki vinnu né skóla. Alls 26 fangar dvelja nú í fangelsinu á Hólmsheiði. 7. mars 2017 06:00 Skipverjinn í fjögurra vikna varðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar síðastliðnum var í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 2. mars 2017 14:40 Lífsýni úr skipverjanum tengja hann beint við Birnu Maðurinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 2. mars 2017 18:22 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Sjá meira
Skipverji fjarri öðrum föngum Thomas Møller Olsen er einn á gangi í fangelsinu á Hólmsheiði á meðan starfsmenn fangelsisins reyna að átta sig á honum. Hann sinnir hvorki vinnu né skóla. Alls 26 fangar dvelja nú í fangelsinu á Hólmsheiði. 7. mars 2017 06:00
Skipverjinn í fjögurra vikna varðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar síðastliðnum var í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 2. mars 2017 14:40
Lífsýni úr skipverjanum tengja hann beint við Birnu Maðurinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 2. mars 2017 18:22