Lengsta kjaradeila á borði ríkissáttasemja frá upphafi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. febrúar 2017 20:00 Fiskiskipafloti útgerðanna streymir út á miðin eftir að verkfalli sjómanna var aflýst en sjómenn samþykktu nýjan kjarasamning með naumum meirihluta í gærkvöldi. Kjaradeila sjómanna er sú lengsta sem embætti ríkissáttasemjara hefur haft á sínu borði frá stofnun embættisins. Um klukkustund eftir að samþykkja nýjan kjarasamning við útgerðarmenn og verkfalli hafði verið aflýst var öll áhöfnin á Ásbirni RE50 mætt í skip að búa sig til brottfarar. En spólum aðeins aftur í tímann. Samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna skrifuðu undir nýjan kjarasamning á þriðja tímanum aðfaranótt laugardags og strax sama dag og fram á sunnudag var samningurinn kynntur sjómönnum og fór hann til atkvæðagreiðslu. En hún stóð stutt yfir og á áttunda tímanum í gærkvöldi voru kjörkassar með atkvæðum sjómanna um nýjan kjarasamning bornir inn í húsakynni ríkissáttasemjara. Fulltrúar sjómanna tóku sig til og undirbjó talningu sem hófst formlega klukkan átta. Á meðan sátu fulltrúar SFS frammi og biðu niðurstöðunnar en skömmu seinna voru þeir kallaðir inn í fundarherbergi sjómanna þar sem farið var yfir úrslit kosninganna. Eftir það fengu fjölmiðlar hvernig atkvæðagreiðslan hefði farið. Já sögðu 623 eða 52,4%, nei sögðu 558 eða 46,9%. Auðir og ógildir voru átta eða 0,7% og samningurinn telst því samþykktur að hálfu sjómanna og stjórn SFS samþykkti samninginn líka einróma,“ sagði Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara er deilan sú lengsta í sögu embættisins frá upphafi. Samningur sjómanna við útgerðina losnaði 1. janúar árið 2011 og þangað til í gær voru sjómenn án kjarasamnings í 2242 daga eða sex ár, einn mánuð og nítján daga. Kjaradeilan fór til ríkissáttasemjara 22. maí 2012 og var þar í 1735 daga. Sjómenn gátu haldið til veiða í gær.Vísir/AntonSkárri kosturinn valinn Fulltrúar sjómanna og útgerðamanna voru fegnir niðurstöðunni og fóru strax í að tilkynna um niðurstöðuna svo skip gætu haldið til sjós eins fljót og auðið var. „Við erum komin með samning sem að báðir aðilar hafa samþykkt og það er ótrúlega dýrmætt að það þurfti ekki að grípa til inngrips þriðja aðila,“ sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávaraútvegi. „Það held ég alveg örugglega. Ég held að menn hafi alveg gert sér grein fyrir því að það gætu komið lög á menn ef þetta yrði ekki samþykkt enda held ég að menn hafi valið skárri kostinn,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. „Ég svona þessa tilfinningu að við myndum klára þetta og ná þessu í gegn núna þegar við skrifuðum undir og við fengum staðfestingu á því í kvöld og ég er bara gríðarlega ánægður og þakklátur,“ sagði Jens Garðarsson, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Ósáttur við aðkomu sjávarútvegsráðherra Það var samt tæpt að samningurinn yrði samþykktur og athyglu vekur að rétt rúmlega fimmtíu prósent þeirra sem voru að kjörskrá tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. „Það er alltaf þannig að þegar verið er að leysa eina erfiðustu kjaradeilu Íslandsögunnar, ef þannig má að orði komast að þá er viss léttir í því. Það er alltaf smá kvíðbogi yfir því þegar atkvæðagreiðsla fer með þessum hætti þar sem að helmingur félagsmanna er ekki sáttur,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Verkfall sjómanna hefur haft víðtæk áhrif, þá sérstaklega á landvinnsluna en meira en fimmtán hundruð manns voru komnir á atvinnuleysisskrá vegna verkfallsins. „Í mínu bæjarfélagi og hjá mér eru fleiri hundruð fiskvinnslukonur, ég er með þannig stéttarfélag, þetta er deildaskipt félag, þannig að ég hef haft miklar áhyggjur af þessu öllu saman og við höfum reynt að leggja okkur í líma við að reyna leysa þessa erfiðu deilu,“ sagði Vilhjálmur Og Vilhjálmur var ekki sáttur við aðkomu sjávarútvegsráðherra að kjaradeilunni. „Ég neita núna að tjá mig um aðkomu sjávarútvegsráðherra. Hún var henni ekki til sóma. Svo mikið er víst,“ sagði Vilhjálmur.Skipverjar á Ásbirni RE50 gera sig klára eftir langt verkfall.Vísir/AntonSjómenn fegnir að vera aftur komnir til starfa Þrátt fyrir að tæpur helmingur sjómanna hafi ekki mætt á kjörstað og greitt samningnum atkvæði um helgina eru flestir fegnir því að vera komnir til vinnu aftur. Eins og sjá mátti á Reykjavíkurhöfn eru flest þeirra skipa sem voru þar í gær, farin til veiða. „Það verður gott að komast í vinnuna aftur,“ sagði Friðleifur Eiríksson, skipstjóri á Ásbirni RE 50 í gær. „Ég held að það hafi ekki verið neitt meira í boði. Við komum sæmilega út úr þessu en það hefði verið hægt að gera betur,“ sagði Emil Sigurður Magnússon, stýrimaður á Ásbirni en rætt var við fleiri skipverja á Ásbirni en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Fagnar því að ekki hafi komið til inngrips stjórnvalda „Það þurfti ekkert að segja okkur hvað væri yfirvofandi," segir framkvæmdastjóri SFS. 19. febrúar 2017 22:45 Sjómenn samþykktu kjarasamninginn Sjómenn samþykktu nýgerðan kjarasamning með tæplega 53 prósent atkvæða. 19. febrúar 2017 20:48 Sjómenn samþykktu með naumindum Íslenski flotinn siglir á ný eftir að sjómenn féllust á kjarasamning við SFS. Aðeins helmingur greiddi atkvæði. Þungu fargi er létt af báðum samninganefndum enda ferlið langt og strangt. 20. febrúar 2017 05:00 „Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Fiskiskipafloti útgerðanna streymir út á miðin eftir að verkfalli sjómanna var aflýst en sjómenn samþykktu nýjan kjarasamning með naumum meirihluta í gærkvöldi. Kjaradeila sjómanna er sú lengsta sem embætti ríkissáttasemjara hefur haft á sínu borði frá stofnun embættisins. Um klukkustund eftir að samþykkja nýjan kjarasamning við útgerðarmenn og verkfalli hafði verið aflýst var öll áhöfnin á Ásbirni RE50 mætt í skip að búa sig til brottfarar. En spólum aðeins aftur í tímann. Samninganefndir sjómanna og útgerðarmanna skrifuðu undir nýjan kjarasamning á þriðja tímanum aðfaranótt laugardags og strax sama dag og fram á sunnudag var samningurinn kynntur sjómönnum og fór hann til atkvæðagreiðslu. En hún stóð stutt yfir og á áttunda tímanum í gærkvöldi voru kjörkassar með atkvæðum sjómanna um nýjan kjarasamning bornir inn í húsakynni ríkissáttasemjara. Fulltrúar sjómanna tóku sig til og undirbjó talningu sem hófst formlega klukkan átta. Á meðan sátu fulltrúar SFS frammi og biðu niðurstöðunnar en skömmu seinna voru þeir kallaðir inn í fundarherbergi sjómanna þar sem farið var yfir úrslit kosninganna. Eftir það fengu fjölmiðlar hvernig atkvæðagreiðslan hefði farið. Já sögðu 623 eða 52,4%, nei sögðu 558 eða 46,9%. Auðir og ógildir voru átta eða 0,7% og samningurinn telst því samþykktur að hálfu sjómanna og stjórn SFS samþykkti samninginn líka einróma,“ sagði Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara er deilan sú lengsta í sögu embættisins frá upphafi. Samningur sjómanna við útgerðina losnaði 1. janúar árið 2011 og þangað til í gær voru sjómenn án kjarasamnings í 2242 daga eða sex ár, einn mánuð og nítján daga. Kjaradeilan fór til ríkissáttasemjara 22. maí 2012 og var þar í 1735 daga. Sjómenn gátu haldið til veiða í gær.Vísir/AntonSkárri kosturinn valinn Fulltrúar sjómanna og útgerðamanna voru fegnir niðurstöðunni og fóru strax í að tilkynna um niðurstöðuna svo skip gætu haldið til sjós eins fljót og auðið var. „Við erum komin með samning sem að báðir aðilar hafa samþykkt og það er ótrúlega dýrmætt að það þurfti ekki að grípa til inngrips þriðja aðila,“ sagði Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávaraútvegi. „Það held ég alveg örugglega. Ég held að menn hafi alveg gert sér grein fyrir því að það gætu komið lög á menn ef þetta yrði ekki samþykkt enda held ég að menn hafi valið skárri kostinn,“ sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. „Ég svona þessa tilfinningu að við myndum klára þetta og ná þessu í gegn núna þegar við skrifuðum undir og við fengum staðfestingu á því í kvöld og ég er bara gríðarlega ánægður og þakklátur,“ sagði Jens Garðarsson, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.Ósáttur við aðkomu sjávarútvegsráðherra Það var samt tæpt að samningurinn yrði samþykktur og athyglu vekur að rétt rúmlega fimmtíu prósent þeirra sem voru að kjörskrá tóku þátt í atkvæðagreiðslunni. „Það er alltaf þannig að þegar verið er að leysa eina erfiðustu kjaradeilu Íslandsögunnar, ef þannig má að orði komast að þá er viss léttir í því. Það er alltaf smá kvíðbogi yfir því þegar atkvæðagreiðsla fer með þessum hætti þar sem að helmingur félagsmanna er ekki sáttur,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Verkfall sjómanna hefur haft víðtæk áhrif, þá sérstaklega á landvinnsluna en meira en fimmtán hundruð manns voru komnir á atvinnuleysisskrá vegna verkfallsins. „Í mínu bæjarfélagi og hjá mér eru fleiri hundruð fiskvinnslukonur, ég er með þannig stéttarfélag, þetta er deildaskipt félag, þannig að ég hef haft miklar áhyggjur af þessu öllu saman og við höfum reynt að leggja okkur í líma við að reyna leysa þessa erfiðu deilu,“ sagði Vilhjálmur Og Vilhjálmur var ekki sáttur við aðkomu sjávarútvegsráðherra að kjaradeilunni. „Ég neita núna að tjá mig um aðkomu sjávarútvegsráðherra. Hún var henni ekki til sóma. Svo mikið er víst,“ sagði Vilhjálmur.Skipverjar á Ásbirni RE50 gera sig klára eftir langt verkfall.Vísir/AntonSjómenn fegnir að vera aftur komnir til starfa Þrátt fyrir að tæpur helmingur sjómanna hafi ekki mætt á kjörstað og greitt samningnum atkvæði um helgina eru flestir fegnir því að vera komnir til vinnu aftur. Eins og sjá mátti á Reykjavíkurhöfn eru flest þeirra skipa sem voru þar í gær, farin til veiða. „Það verður gott að komast í vinnuna aftur,“ sagði Friðleifur Eiríksson, skipstjóri á Ásbirni RE 50 í gær. „Ég held að það hafi ekki verið neitt meira í boði. Við komum sæmilega út úr þessu en það hefði verið hægt að gera betur,“ sagði Emil Sigurður Magnússon, stýrimaður á Ásbirni en rætt var við fleiri skipverja á Ásbirni en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Fagnar því að ekki hafi komið til inngrips stjórnvalda „Það þurfti ekkert að segja okkur hvað væri yfirvofandi," segir framkvæmdastjóri SFS. 19. febrúar 2017 22:45 Sjómenn samþykktu kjarasamninginn Sjómenn samþykktu nýgerðan kjarasamning með tæplega 53 prósent atkvæða. 19. febrúar 2017 20:48 Sjómenn samþykktu með naumindum Íslenski flotinn siglir á ný eftir að sjómenn féllust á kjarasamning við SFS. Aðeins helmingur greiddi atkvæði. Þungu fargi er létt af báðum samninganefndum enda ferlið langt og strangt. 20. febrúar 2017 05:00 „Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Fagnar því að ekki hafi komið til inngrips stjórnvalda „Það þurfti ekkert að segja okkur hvað væri yfirvofandi," segir framkvæmdastjóri SFS. 19. febrúar 2017 22:45
Sjómenn samþykktu kjarasamninginn Sjómenn samþykktu nýgerðan kjarasamning með tæplega 53 prósent atkvæða. 19. febrúar 2017 20:48
Sjómenn samþykktu með naumindum Íslenski flotinn siglir á ný eftir að sjómenn féllust á kjarasamning við SFS. Aðeins helmingur greiddi atkvæði. Þungu fargi er létt af báðum samninganefndum enda ferlið langt og strangt. 20. febrúar 2017 05:00
„Held að menn hafi valið skárri kostinn með því að segja já“ Sjómenn áttu von á lagasetningu, segir formaður Sjómannasambands Íslands. 19. febrúar 2017 21:34