Mun hann halda félaginu í gíslingu með geðveiki sinni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2017 20:45 DeMarcus Cousins. Vísir/Getty Baldur Beck, NBA-sérfræðingur Stöð 2 Sport og maðurinn á bak við NBA Ísland, hefur eins og fleiri klórað sér í höfðinu yfir síðustu stóru leikmannaskiptunum í NBA-deildinni. Það að DeMarcus Cousins sé leiðinni frá Sacramento Kings til New Orleans Pelicans kom honum mikið á óvart eins og fleirum. Baldur skrifaði nokkur orð um vistaskipti DeMarcus Cousins í pistli á NBA Ísland síðunni sinni og það er skemmtilegur lestur eins og á við um fyrri pistla hans á síðunni. „Cousins er gallagripur, en hann er stórstjarna sem á að geta myndað eitt óárennilegasta sóknartvíeyki NBA deildarinnar með Anthony Davis og þó vissulega sé nokkur áhætta fólgin í því að fá til sín tímasprengju eins og Cousins, er það algjörlega áhættunnar virði af því félagið þurfti alls ekki að borga mikið fyrir hann,“ skrifar Baldur. DeMarcus Cousins hefur spilað í sjö tímabil í NBA-deildinni en Sacramento Kings hefur aldrei verið nálægt því að komast í úrslitakeppni. Baldur er með eina skýringu á því. „Eins hæfileikaríkur og hann er - og hann stenst fyllilega tölfræðisamanburð við nánast hvaða miðherja sem er í sögu NBA - þá er hann latur, geðveikur, eigingjarn og fullkomlega agalaus, en þessir skapgerðarbrestir eru einmitt akkúrat andstæða þess karakters sem stórstjarna/leiðtogi NBA liðs þarf að búa yfir. Ef við snúum þessu við til gamans, erum við komin með leikmann sem er duglegur, andlega sterkur, óeigingjarn, agaður og fórnfús. Og ef þetta eru ekki helstu kostirnir í skapgerð Tim Duncan, þá vitum við ekki hvað. Þarna sjáið þið, þetta er ekki flóknara,“ skrifar Baldur. San Antonio Spurs hefur alltaf komist í úrslitakeppni og er með fleiri sigra en töp á tuttugu tímabilum í röð. Þar hugsa menn um fyrst og fremst um liðið með frábærum árangri. Baldur býst við að DeMarcus Cousins sýni kannski á sér sparihliðarnar til að byrja með en hann er viss um að það verði þó bara í nokkra daga en svo: „Fer að halda félaginu í gíslingu með geðveiki sinni og agaleysi og strádrepur allan anda í búningsherberginu, skrifar Baldur. Sem NBA-áhugamaður þá er hann spenntur að sjá hvað gerist þótt ekki sé hann bjartsýnn. „Við vonum fyrst og fremst að verði gaman að horfa á New Orleans spila um hríð og að við fáum að njóta þess að fylgjast með tveimur af hæfileikaríkustu körfuboltamönnum heims í kring um sjö fetin fara á kostum kvöld eftir kvöld. Eða svona... þangað til Cousins springur í loft upp og gerir New Orleans að sama niðurdrepandi geðveikrahælinu og Sacramento hefur verið undanfarin ár,“ skrifar Baldur. Það er hægt að lesa allan pistilinn hans um vistaskipti DeMarcus Cousins með því að smella hér. NBA Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Baldur Beck, NBA-sérfræðingur Stöð 2 Sport og maðurinn á bak við NBA Ísland, hefur eins og fleiri klórað sér í höfðinu yfir síðustu stóru leikmannaskiptunum í NBA-deildinni. Það að DeMarcus Cousins sé leiðinni frá Sacramento Kings til New Orleans Pelicans kom honum mikið á óvart eins og fleirum. Baldur skrifaði nokkur orð um vistaskipti DeMarcus Cousins í pistli á NBA Ísland síðunni sinni og það er skemmtilegur lestur eins og á við um fyrri pistla hans á síðunni. „Cousins er gallagripur, en hann er stórstjarna sem á að geta myndað eitt óárennilegasta sóknartvíeyki NBA deildarinnar með Anthony Davis og þó vissulega sé nokkur áhætta fólgin í því að fá til sín tímasprengju eins og Cousins, er það algjörlega áhættunnar virði af því félagið þurfti alls ekki að borga mikið fyrir hann,“ skrifar Baldur. DeMarcus Cousins hefur spilað í sjö tímabil í NBA-deildinni en Sacramento Kings hefur aldrei verið nálægt því að komast í úrslitakeppni. Baldur er með eina skýringu á því. „Eins hæfileikaríkur og hann er - og hann stenst fyllilega tölfræðisamanburð við nánast hvaða miðherja sem er í sögu NBA - þá er hann latur, geðveikur, eigingjarn og fullkomlega agalaus, en þessir skapgerðarbrestir eru einmitt akkúrat andstæða þess karakters sem stórstjarna/leiðtogi NBA liðs þarf að búa yfir. Ef við snúum þessu við til gamans, erum við komin með leikmann sem er duglegur, andlega sterkur, óeigingjarn, agaður og fórnfús. Og ef þetta eru ekki helstu kostirnir í skapgerð Tim Duncan, þá vitum við ekki hvað. Þarna sjáið þið, þetta er ekki flóknara,“ skrifar Baldur. San Antonio Spurs hefur alltaf komist í úrslitakeppni og er með fleiri sigra en töp á tuttugu tímabilum í röð. Þar hugsa menn um fyrst og fremst um liðið með frábærum árangri. Baldur býst við að DeMarcus Cousins sýni kannski á sér sparihliðarnar til að byrja með en hann er viss um að það verði þó bara í nokkra daga en svo: „Fer að halda félaginu í gíslingu með geðveiki sinni og agaleysi og strádrepur allan anda í búningsherberginu, skrifar Baldur. Sem NBA-áhugamaður þá er hann spenntur að sjá hvað gerist þótt ekki sé hann bjartsýnn. „Við vonum fyrst og fremst að verði gaman að horfa á New Orleans spila um hríð og að við fáum að njóta þess að fylgjast með tveimur af hæfileikaríkustu körfuboltamönnum heims í kring um sjö fetin fara á kostum kvöld eftir kvöld. Eða svona... þangað til Cousins springur í loft upp og gerir New Orleans að sama niðurdrepandi geðveikrahælinu og Sacramento hefur verið undanfarin ár,“ skrifar Baldur. Það er hægt að lesa allan pistilinn hans um vistaskipti DeMarcus Cousins með því að smella hér.
NBA Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum