Björn Leví skorar á forsætisráðherra að segja af sér Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2017 20:00 Formaður Vinstri grænna gagnrýnir hvað stór hluti leiðréttingar húsnæðislána fyrri ríkisstjórnar fór til þeirra tekjuhæstu og eignamestu. Þá segir þingmaður Pírata að forsætisráðherra eigi að biðjast afsökunar á að hafa skilað skýrslu um aflandsfélög seint og hann ætti svo að segja af sér. Tvær skýrslur komu til umræðu á Alþingi í dag. Sú fyrri varðaði framkvæmt leiðréttingarinnar svokölluðu. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hóf sérstaka umræðu um skýrslu um leiðréttinguna sem hún og fleiri óskuðu eftir hinn 15. október árið 2015. En átta síðna skýrsla kom ekki fyrr en í síðasta mánuði. Hún gagnrýndi hvernig 72 milljörðum hafi verið ráðstafað úr ríkissjóði. „En leiðréttingin var auðvitað stærsta mál síðasta kjörtímabils og þar liggur fyrir að þau 10 prósent landsmanna sem hæstar höfðu tekjurnar fengu um það bil 30 prósent af þessum 72 milljörðum af skattfé[...]Þau tíu prósent Íslendinga sem mestar eignir eiga, sem að meðaltali eiga 82,6 milljónir króna í hreinni eign, fengu tæpa tíu milljarða úr ríkissjóði í gegnum leiðréttinguna,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði aðgerðir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir hafi ekki dugað til að lækka gífurlegar skuldir heimilanna. En þvert á spár hafi leiðréttingin og séreignarsparnaðarleiðin ekki ýtt undir verðbólgu eins og margir andstæðingar málsins hafi boðað. Katrín Jakobsdóttir formaður VGvísir/daníelLeiðréttingin ekki hugsuð sem tekjujöfnun„Þetta var aldrei hugsað sem tekjujöfnunaraðgerð. Þetta hlaut að vera aðgerð sem var beint að þeim sem skulduðu, áttu heimili og svo framvegis. Með nákvæmlega sama hætti höfum við ekki verið að velta því mikið fyrir okkur hvert hinar sérstöku vaxtabætur norrænu velferðarstjórnar þess tíma rötuðu. Auðvitað rötuðu þær ekki til annarra en þeirra sem voru að greiða vexti vegna húsnæðislána,“ sagði Bjarni. Þá var sérstök umræða um aflandsskýrsluna svo kölluðu; eða nánar tiltekið hvers vegna fjármálaráðherrann fyrrverandi og núverandi forsætisráðherra skilaði skýrslunni ekki fyrr. Skýrslan var tilbúin 5. október, áður en þing lauk störfum fyrir kosningar en var ekki birt fyrr en eftir kosningar eða þremur mánuðum síðar. Þetta segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata grafalvarlegt. „Síðan þessi feluleikur með skýrsluna komst upp hefur ítrekað verið tönnlast á því að skýrslunni hafi verið skilað til þingsins. Já skýrslunni var skilað, að lokum. Eftir að það komst upp að ráðherra sat á skýrslunni. Það jafnast á við að skila þýfinu eftir að stuldurinn kemst upp. Það afsakar ekki þjófnaðinn. Skaðinn er skeður. það er búið að kaupa miða og fara í frí til Panama,“ sagði Björn Leví. Hann endaði ræðu sína með áskorun til forsætisráðherra. „Því bið ég um þessar sérstöku umræður svo forsætisráðherra geti útskýrt mistök sín. Beðist afsökunar og sagt af sér,“ sagði þingmaður Pírata. Forsætisráðherra sagði farveg til þess í þinginu að bera upp vantraust á einstaka ráðherra. Skýrslan hafi verið unnin að hans frumkvæði. Því hafi hann ekki brotið neinar siðareglur og engin lög eða reglur hafi verið brotnar og ekkert mál varðandi ráðherrann hafi verið til skoðunar. Auðvitað á allt annað við þegar menn hafa brotið af sér. En þegar þannig háttar til, þegar menn hafa ekkert að fela, er þessi spurning jafngild þeirri hvort að fjármálaráðherra sem telur fram til skatts á Íslandi geti látið taka saman skýrslur úr tekjuskattskerfinu. Þetta jafngildir þeirri spurningu. En háttvirtur þingmaður, hann býr náttúrlega bara í þeim hugarheimi að hér hafi lög verið brotin og þar af leiðandi hljóti ráðherrann að hafa verið vanhæfur,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Tengdar fréttir Langflestir þingmenn með einhver hliðarverkefni Heimildarmynd, vefsíðugerð og kennsla er á meðal verkefna sem þingmenn taka að sér samhliða þingmennskunni. 21. febrúar 2017 14:07 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Sjá meira
Formaður Vinstri grænna gagnrýnir hvað stór hluti leiðréttingar húsnæðislána fyrri ríkisstjórnar fór til þeirra tekjuhæstu og eignamestu. Þá segir þingmaður Pírata að forsætisráðherra eigi að biðjast afsökunar á að hafa skilað skýrslu um aflandsfélög seint og hann ætti svo að segja af sér. Tvær skýrslur komu til umræðu á Alþingi í dag. Sú fyrri varðaði framkvæmt leiðréttingarinnar svokölluðu. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hóf sérstaka umræðu um skýrslu um leiðréttinguna sem hún og fleiri óskuðu eftir hinn 15. október árið 2015. En átta síðna skýrsla kom ekki fyrr en í síðasta mánuði. Hún gagnrýndi hvernig 72 milljörðum hafi verið ráðstafað úr ríkissjóði. „En leiðréttingin var auðvitað stærsta mál síðasta kjörtímabils og þar liggur fyrir að þau 10 prósent landsmanna sem hæstar höfðu tekjurnar fengu um það bil 30 prósent af þessum 72 milljörðum af skattfé[...]Þau tíu prósent Íslendinga sem mestar eignir eiga, sem að meðaltali eiga 82,6 milljónir króna í hreinni eign, fengu tæpa tíu milljarða úr ríkissjóði í gegnum leiðréttinguna,“ sagði Katrín. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði aðgerðir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir hafi ekki dugað til að lækka gífurlegar skuldir heimilanna. En þvert á spár hafi leiðréttingin og séreignarsparnaðarleiðin ekki ýtt undir verðbólgu eins og margir andstæðingar málsins hafi boðað. Katrín Jakobsdóttir formaður VGvísir/daníelLeiðréttingin ekki hugsuð sem tekjujöfnun„Þetta var aldrei hugsað sem tekjujöfnunaraðgerð. Þetta hlaut að vera aðgerð sem var beint að þeim sem skulduðu, áttu heimili og svo framvegis. Með nákvæmlega sama hætti höfum við ekki verið að velta því mikið fyrir okkur hvert hinar sérstöku vaxtabætur norrænu velferðarstjórnar þess tíma rötuðu. Auðvitað rötuðu þær ekki til annarra en þeirra sem voru að greiða vexti vegna húsnæðislána,“ sagði Bjarni. Þá var sérstök umræða um aflandsskýrsluna svo kölluðu; eða nánar tiltekið hvers vegna fjármálaráðherrann fyrrverandi og núverandi forsætisráðherra skilaði skýrslunni ekki fyrr. Skýrslan var tilbúin 5. október, áður en þing lauk störfum fyrir kosningar en var ekki birt fyrr en eftir kosningar eða þremur mánuðum síðar. Þetta segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata grafalvarlegt. „Síðan þessi feluleikur með skýrsluna komst upp hefur ítrekað verið tönnlast á því að skýrslunni hafi verið skilað til þingsins. Já skýrslunni var skilað, að lokum. Eftir að það komst upp að ráðherra sat á skýrslunni. Það jafnast á við að skila þýfinu eftir að stuldurinn kemst upp. Það afsakar ekki þjófnaðinn. Skaðinn er skeður. það er búið að kaupa miða og fara í frí til Panama,“ sagði Björn Leví. Hann endaði ræðu sína með áskorun til forsætisráðherra. „Því bið ég um þessar sérstöku umræður svo forsætisráðherra geti útskýrt mistök sín. Beðist afsökunar og sagt af sér,“ sagði þingmaður Pírata. Forsætisráðherra sagði farveg til þess í þinginu að bera upp vantraust á einstaka ráðherra. Skýrslan hafi verið unnin að hans frumkvæði. Því hafi hann ekki brotið neinar siðareglur og engin lög eða reglur hafi verið brotnar og ekkert mál varðandi ráðherrann hafi verið til skoðunar. Auðvitað á allt annað við þegar menn hafa brotið af sér. En þegar þannig háttar til, þegar menn hafa ekkert að fela, er þessi spurning jafngild þeirri hvort að fjármálaráðherra sem telur fram til skatts á Íslandi geti látið taka saman skýrslur úr tekjuskattskerfinu. Þetta jafngildir þeirri spurningu. En háttvirtur þingmaður, hann býr náttúrlega bara í þeim hugarheimi að hér hafi lög verið brotin og þar af leiðandi hljóti ráðherrann að hafa verið vanhæfur,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Tengdar fréttir Langflestir þingmenn með einhver hliðarverkefni Heimildarmynd, vefsíðugerð og kennsla er á meðal verkefna sem þingmenn taka að sér samhliða þingmennskunni. 21. febrúar 2017 14:07 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Sjá meira
Langflestir þingmenn með einhver hliðarverkefni Heimildarmynd, vefsíðugerð og kennsla er á meðal verkefna sem þingmenn taka að sér samhliða þingmennskunni. 21. febrúar 2017 14:07