Sérhagsmunaliðið Steingrímur J. Sigfússon skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Í kosningabaráttunni síðastliðið haust og oft endranær í stjórnmálumræðunni krýna margir sig iðulega með slagorðum sem eiga að undirstrika gæði eða yfirburði hlutaðeigandi sem fulltrúa almennings. Einna vinsælast er að segja að viðkomandi sé; „fulltrúi almannahagsmuna og gegn sérhagsmunum“. Síðan hljómar auðvitað vel að vera „umbótasinnaður“, vilja „kerfisbreytingar“ vera „faglegur“, afburða „frjálslyndur“ og þar fram eftir götunum. Ef þú vilt vera alveg klár á hlutunum og hafa umbúðirnar eins söluvænar og nokkur kostur er þá er vænlegt að slá þessu öllu saman og segjast vera; „umbótasinnaður, frjálslyndur, faglegur, lýðræðislegur, kerfisbreytinga-miðjuflokkur eða miðjumaður“. En hvað stendur stjórnmálamaður eða flokkur raunverulega fyrir og hvenær og hvernig birtist það? Jú, það birtist í verkunum. Verkin sýna merkin eins og sagt er. Það birtist í afstöðu til mála, t.d. þegar þingmenn greiða atkvæði og þegar þingmenn flytja mál. Tökum sem dæmi þingmannahópinn sem enn á ný flytur þingmálið um brennivín í búðir og þá sem hyggjast styðja það. Gæti vera þingmanna í þeim hópi, eða eftir atvikum afstaða flokka, að því marki sem þeir skipa sér í fylkingar með eða á móti, verið betri mælikvarði en fallegar nafngiftir sem menn velja sér sjálfum. Lítum aðeins nánar á það.1. Byggir frumvarpið um brennivín í búðir á faglegi nálgun? Nei, varla verður það sagt þegar allir helstu fagaðilar sem gerst til þekkja, uppeldis-, fræðslu-, forvarna- og heilbrigðisfagfólk með landlækni í broddi fylkingar leggjast alfarið gegn málinu.2. Byggir málið á sterkum lýðræðislegum grunni? Er ástæða til að ætla að meirihluti kjósenda, uppspretta valdsins, vilji þessa breytingu? Svarið er nei. Allar nýlegustu mælingar hafa sýnt að meirihluti landsmanna er á móti málinu. Fólk vill þetta almennt ekki.3. Er þetta augljóst, jákvætt kerfisbreytinga-umbótamál og í hverju felast þá umbæturnar? Engar umbætur eru sjáanlegar. Er ekki staðreyndin sú að fyrirkomulagið í dag er skilvirkt og tryggir jafnræði í þeim skilningi að varan stendur landsmönnum til boða á sama verði hvar sem er á landinu? Almenningur er ánægður með þjónustuna samanber ítrekaðar mælingar samkvæmt svonefndri ánægjuvog.4. Er eitthvað sérstaklega frjálslynt við það að hundsa lýðheilsurök? Svari því hver fyrir sig.5. Er þetta mál í þágu almannahagsmuna og gegn sérhagsmunum? Nei, svo vill til að það er akkúrat öfugt. Almenningur biður ekki um þessar breytingar og þvert á móti er almenn hneykslun í samfélaginu á því að þetta skuli vera í þvílíkum forgangi sem raun ber vitni hjá þeim sem að málinu standa. Það eru eigendur stórverslunarinnar í landinu sem vilja þessar breytingar. Það eru þeirra hagsmunir sem drífa þetta mál áfram og það er þeirra sérhagsmunum sem hér er verið að þjóna. Aðstandendur málsins eru því sérhagsmunalið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttunni síðastliðið haust og oft endranær í stjórnmálumræðunni krýna margir sig iðulega með slagorðum sem eiga að undirstrika gæði eða yfirburði hlutaðeigandi sem fulltrúa almennings. Einna vinsælast er að segja að viðkomandi sé; „fulltrúi almannahagsmuna og gegn sérhagsmunum“. Síðan hljómar auðvitað vel að vera „umbótasinnaður“, vilja „kerfisbreytingar“ vera „faglegur“, afburða „frjálslyndur“ og þar fram eftir götunum. Ef þú vilt vera alveg klár á hlutunum og hafa umbúðirnar eins söluvænar og nokkur kostur er þá er vænlegt að slá þessu öllu saman og segjast vera; „umbótasinnaður, frjálslyndur, faglegur, lýðræðislegur, kerfisbreytinga-miðjuflokkur eða miðjumaður“. En hvað stendur stjórnmálamaður eða flokkur raunverulega fyrir og hvenær og hvernig birtist það? Jú, það birtist í verkunum. Verkin sýna merkin eins og sagt er. Það birtist í afstöðu til mála, t.d. þegar þingmenn greiða atkvæði og þegar þingmenn flytja mál. Tökum sem dæmi þingmannahópinn sem enn á ný flytur þingmálið um brennivín í búðir og þá sem hyggjast styðja það. Gæti vera þingmanna í þeim hópi, eða eftir atvikum afstaða flokka, að því marki sem þeir skipa sér í fylkingar með eða á móti, verið betri mælikvarði en fallegar nafngiftir sem menn velja sér sjálfum. Lítum aðeins nánar á það.1. Byggir frumvarpið um brennivín í búðir á faglegi nálgun? Nei, varla verður það sagt þegar allir helstu fagaðilar sem gerst til þekkja, uppeldis-, fræðslu-, forvarna- og heilbrigðisfagfólk með landlækni í broddi fylkingar leggjast alfarið gegn málinu.2. Byggir málið á sterkum lýðræðislegum grunni? Er ástæða til að ætla að meirihluti kjósenda, uppspretta valdsins, vilji þessa breytingu? Svarið er nei. Allar nýlegustu mælingar hafa sýnt að meirihluti landsmanna er á móti málinu. Fólk vill þetta almennt ekki.3. Er þetta augljóst, jákvætt kerfisbreytinga-umbótamál og í hverju felast þá umbæturnar? Engar umbætur eru sjáanlegar. Er ekki staðreyndin sú að fyrirkomulagið í dag er skilvirkt og tryggir jafnræði í þeim skilningi að varan stendur landsmönnum til boða á sama verði hvar sem er á landinu? Almenningur er ánægður með þjónustuna samanber ítrekaðar mælingar samkvæmt svonefndri ánægjuvog.4. Er eitthvað sérstaklega frjálslynt við það að hundsa lýðheilsurök? Svari því hver fyrir sig.5. Er þetta mál í þágu almannahagsmuna og gegn sérhagsmunum? Nei, svo vill til að það er akkúrat öfugt. Almenningur biður ekki um þessar breytingar og þvert á móti er almenn hneykslun í samfélaginu á því að þetta skuli vera í þvílíkum forgangi sem raun ber vitni hjá þeim sem að málinu standa. Það eru eigendur stórverslunarinnar í landinu sem vilja þessar breytingar. Það eru þeirra hagsmunir sem drífa þetta mál áfram og það er þeirra sérhagsmunum sem hér er verið að þjóna. Aðstandendur málsins eru því sérhagsmunalið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun