Skipverjinn ekki verið yfirheyrður í rúma viku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. febrúar 2017 14:52 Maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi var leiddur fyrir dómara á fimmtudaginn í liðinni viku. Vísir/GVA Skipverjinn af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur hefur ekkert verið yfirheyrður frá því á miðvikudaginn í seinustu viku. Þetta segir Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, í samtali við Vísi. Aðspurður hvers vegna maðurinn hefur ekki verið yfirheyrður segir hann lögregluna ekki hafa talið þörf á því. Þá segir hann ekkert hafa verið ákveðið varðandi það hvenær maðurinn verði næst yfirheyrður en hann var á fimmtudaginn í liðinni viku úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. Maðurinn hefur nú alls verið í varðhaldi og einangrun í fimm vikur vegna málsins en auk hans er kollegi hans af Polar Nanoq einnig með réttarstöðu sakbornings. Hann var í haldi í tvær vikur en var svo látinn laus. Ekki var farið fram á farbann yfir honum og er hann því nú kominn heim til sín á Grænlandi. Að sögn Einars bíður lögreglan enn eftir niðurstöðum úr fleiri lífsýnum sem send voru erlendis til rannsóknar en niðurstöður komu fyrr í þessari viku úr nokkrum þeirra. Lögreglan hefur hins vegar ekkert viljað tjá sig um hvað niðurstöðurnar sýna. Þá bíður lögreglan enn eftir lokaskýrslu krufningar sem gerð var á líki Birnu en gert er ráð fyrir því að rannsókn ljúki eftir um þrjár vikur. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum farnar að berast lögreglunni Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru erlendis vegna rannsóknarinnar á máli Birnu Brjánsdóttur eru teknar að berast lögreglu hér á landi. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, í samtali við Vísi. 20. febrúar 2017 11:20 Einhverjir dagar í að skipverjinn verði yfirheyrður á ný Maðurinn er grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 16. febrúar 2017 21:35 Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldið yfir skipverjanum Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir skipverjanum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 20. febrúar 2017 14:34 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Skipverjinn af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur hefur ekkert verið yfirheyrður frá því á miðvikudaginn í seinustu viku. Þetta segir Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, í samtali við Vísi. Aðspurður hvers vegna maðurinn hefur ekki verið yfirheyrður segir hann lögregluna ekki hafa talið þörf á því. Þá segir hann ekkert hafa verið ákveðið varðandi það hvenær maðurinn verði næst yfirheyrður en hann var á fimmtudaginn í liðinni viku úrskurðaður í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. Maðurinn hefur nú alls verið í varðhaldi og einangrun í fimm vikur vegna málsins en auk hans er kollegi hans af Polar Nanoq einnig með réttarstöðu sakbornings. Hann var í haldi í tvær vikur en var svo látinn laus. Ekki var farið fram á farbann yfir honum og er hann því nú kominn heim til sín á Grænlandi. Að sögn Einars bíður lögreglan enn eftir niðurstöðum úr fleiri lífsýnum sem send voru erlendis til rannsóknar en niðurstöður komu fyrr í þessari viku úr nokkrum þeirra. Lögreglan hefur hins vegar ekkert viljað tjá sig um hvað niðurstöðurnar sýna. Þá bíður lögreglan enn eftir lokaskýrslu krufningar sem gerð var á líki Birnu en gert er ráð fyrir því að rannsókn ljúki eftir um þrjár vikur.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum farnar að berast lögreglunni Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru erlendis vegna rannsóknarinnar á máli Birnu Brjánsdóttur eru teknar að berast lögreglu hér á landi. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, í samtali við Vísi. 20. febrúar 2017 11:20 Einhverjir dagar í að skipverjinn verði yfirheyrður á ný Maðurinn er grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 16. febrúar 2017 21:35 Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldið yfir skipverjanum Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir skipverjanum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 20. febrúar 2017 14:34 Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum farnar að berast lögreglunni Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru erlendis vegna rannsóknarinnar á máli Birnu Brjánsdóttur eru teknar að berast lögreglu hér á landi. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, í samtali við Vísi. 20. febrúar 2017 11:20
Einhverjir dagar í að skipverjinn verði yfirheyrður á ný Maðurinn er grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 16. febrúar 2017 21:35
Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldið yfir skipverjanum Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir skipverjanum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 20. febrúar 2017 14:34