Ein stærsta fimleikastjarna sögunnar seldi Ólympíuverðlaunin sín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2017 08:00 Olga Korbut með verðlaun á ÓL 1972. Vísir/Getty Olga Korbut heillaði allan heiminn upp úr skónum á Ólympíuleikunum í München 1972 en nú er öldin önnur hjá einni af mestu fimleikastjörnum sögunnar. Olga hélt uppboð þar sem hún seldi verðlaun frá frábærum ferli sínum í fimleikunum en hún var súperstjarna í fimleikaheiminum á áttunda áratugnum. Olga Korbut keppti á sínum tíma fyrir Sovétríkin en hún er fædd í Hvíta-Rússlandi. Hún vann fern verðlaun á Ólympíuleikunum í München og önnur tvenn verðlaun á Ólympíuleikunum í Montreal fjórum árum síðar. Olga hefur upplifað erfiða tíma í fjárhagslega á síðustu árum en hún fékk ríkulega borgað fyrir verðlaunasafnið sitt. Rússneski vefurinn Gazeta.ru sló upp fyrirsögininni: „Medalíurnar björguðu Korbut frá hungri“ BBC segir frá. Olga var sautján ára á Ólympíuleikunum í München 1972 og fékk þá viðurnefnið Spörfuglinn frá Minsk. Brosið hennar bræddi hjörtu allra sem á horfðu og sjarmi hennar átti mikinn þátt í að gera hana að Ólympíugoðsögn. Ekki spillti frammistaðan heldur fyrir en hún vann þrjú gull og eitt silfur í München. Fjórum árum síðan fylgdi hún þessi eftir með því að vinna gull og silfur. Olga Korbut seldi þó ekki öll verðlaunin sín því hún hélt meðal annars eftir einum gullverðlaunum sínum frá Ólympíuleikunum í München 1972. Korbut fékk alls 183 þúsund dollara fyrir verðlaunin sín, tæpar tuttugu milljónir íslenskra króna, þar af fékk hún 66 þúsund dollara fyrir gullið sem hún vann með sovéska liðinu í liðakeppninni á ÓL í München 1972 en það eru rúmar sjö milljónir íslenskra króna. Olga Korbut flutti til bandaríkjanna árið 1991 þegar Sovétríkin leystust upp en hún býr núna í Arizona. Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Sá illa en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sjá meira
Olga Korbut heillaði allan heiminn upp úr skónum á Ólympíuleikunum í München 1972 en nú er öldin önnur hjá einni af mestu fimleikastjörnum sögunnar. Olga hélt uppboð þar sem hún seldi verðlaun frá frábærum ferli sínum í fimleikunum en hún var súperstjarna í fimleikaheiminum á áttunda áratugnum. Olga Korbut keppti á sínum tíma fyrir Sovétríkin en hún er fædd í Hvíta-Rússlandi. Hún vann fern verðlaun á Ólympíuleikunum í München og önnur tvenn verðlaun á Ólympíuleikunum í Montreal fjórum árum síðar. Olga hefur upplifað erfiða tíma í fjárhagslega á síðustu árum en hún fékk ríkulega borgað fyrir verðlaunasafnið sitt. Rússneski vefurinn Gazeta.ru sló upp fyrirsögininni: „Medalíurnar björguðu Korbut frá hungri“ BBC segir frá. Olga var sautján ára á Ólympíuleikunum í München 1972 og fékk þá viðurnefnið Spörfuglinn frá Minsk. Brosið hennar bræddi hjörtu allra sem á horfðu og sjarmi hennar átti mikinn þátt í að gera hana að Ólympíugoðsögn. Ekki spillti frammistaðan heldur fyrir en hún vann þrjú gull og eitt silfur í München. Fjórum árum síðan fylgdi hún þessi eftir með því að vinna gull og silfur. Olga Korbut seldi þó ekki öll verðlaunin sín því hún hélt meðal annars eftir einum gullverðlaunum sínum frá Ólympíuleikunum í München 1972. Korbut fékk alls 183 þúsund dollara fyrir verðlaunin sín, tæpar tuttugu milljónir íslenskra króna, þar af fékk hún 66 þúsund dollara fyrir gullið sem hún vann með sovéska liðinu í liðakeppninni á ÓL í München 1972 en það eru rúmar sjö milljónir íslenskra króna. Olga Korbut flutti til bandaríkjanna árið 1991 þegar Sovétríkin leystust upp en hún býr núna í Arizona.
Fimleikar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Fleiri fréttir Sá illa en varði samt tvö víti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sjá meira