Ekki útilokað að það komi fram játning frá skipverjanum Snærós Sindradóttir skrifar 10. febrúar 2017 07:00 Grímur Grímsson stýrir rannsókn á morðinu á Birnu. vísir/anton brink Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bíður enn niðurstöðu úr rannsókn á lífsýnum af fatnaði og öðrum munum sem hald var lagt á í tengslum við hvarfið á Birnu Brjánsdóttur. Sýnin voru send utan til rannsóknar fyrir þremur vikum. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Kári Stefánsson, hefur talað fyrir því að slíkar rannsóknir ætti að gera hér á landi enda sé bæði þekking og tækjabúnaður til staðar svo hægt væri að reka slíka rannsóknarstofu. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að vissulega væri betra ef niðurstöður lífsýna lægju fyrir í málinu. „Það væri heppilegt að geta gert þetta eins hratt og mögulegt er. Hins vegar vil ég benda á að við fengum mjög hraða afgreiðslu á fyrstu sýnum. Ég tek samt alveg undir að það væri mjög heppilegt ef hægt væri að gera þetta á Íslandi. Að ég tali nú ekki um ef þekkingin er fyrir hendi, að þá sé reynt að koma málum þannig fyrir að þetta sé hægt.“ Lögreglan er búin að fara yfir öll sönnunargögn í málinu og undirbýr nú gagnapakka sem hægt verður að senda til héraðssaksóknara. Skipverjinn, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur grunaður um að hafa banað Birnu, hefur ekki játað aðild að málinu. „Mér finnst ekkert útilokað að það komi einhvern tímann fram játning. Kannski ber manni að tala varlega um þetta en við trúum því að gögn málsins bendi til þess að maðurinn sem við höfum í haldi hafi gerst sekur um þetta ódæði. Engu að síður getum við ekki heimtað játningu. Það er réttur hvers grunaðs manns að tjá sig ekki,“ segir Grímur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sakar ráðherra um blaður um rannsóknir á lífsýnum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, ekki fara með rétt mál varðandi hugsanlega aðkomu ÍE að greiningu lífsýna fyrir lögregluna. 7. febrúar 2017 07:00 Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að skipverjarnir tveir af Polar Nanoq, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu, verði yfirheyrðir á morgun frekar en í dag. 30. janúar 2017 10:20 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu bíður enn niðurstöðu úr rannsókn á lífsýnum af fatnaði og öðrum munum sem hald var lagt á í tengslum við hvarfið á Birnu Brjánsdóttur. Sýnin voru send utan til rannsóknar fyrir þremur vikum. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Kári Stefánsson, hefur talað fyrir því að slíkar rannsóknir ætti að gera hér á landi enda sé bæði þekking og tækjabúnaður til staðar svo hægt væri að reka slíka rannsóknarstofu. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að vissulega væri betra ef niðurstöður lífsýna lægju fyrir í málinu. „Það væri heppilegt að geta gert þetta eins hratt og mögulegt er. Hins vegar vil ég benda á að við fengum mjög hraða afgreiðslu á fyrstu sýnum. Ég tek samt alveg undir að það væri mjög heppilegt ef hægt væri að gera þetta á Íslandi. Að ég tali nú ekki um ef þekkingin er fyrir hendi, að þá sé reynt að koma málum þannig fyrir að þetta sé hægt.“ Lögreglan er búin að fara yfir öll sönnunargögn í málinu og undirbýr nú gagnapakka sem hægt verður að senda til héraðssaksóknara. Skipverjinn, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi í þrjár vikur grunaður um að hafa banað Birnu, hefur ekki játað aðild að málinu. „Mér finnst ekkert útilokað að það komi einhvern tímann fram játning. Kannski ber manni að tala varlega um þetta en við trúum því að gögn málsins bendi til þess að maðurinn sem við höfum í haldi hafi gerst sekur um þetta ódæði. Engu að síður getum við ekki heimtað játningu. Það er réttur hvers grunaðs manns að tjá sig ekki,“ segir Grímur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Sakar ráðherra um blaður um rannsóknir á lífsýnum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, ekki fara með rétt mál varðandi hugsanlega aðkomu ÍE að greiningu lífsýna fyrir lögregluna. 7. febrúar 2017 07:00 Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að skipverjarnir tveir af Polar Nanoq, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu, verði yfirheyrðir á morgun frekar en í dag. 30. janúar 2017 10:20 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Sakar ráðherra um blaður um rannsóknir á lífsýnum Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Sigríði Á. Andersen, dómsmálaráðherra, ekki fara með rétt mál varðandi hugsanlega aðkomu ÍE að greiningu lífsýna fyrir lögregluna. 7. febrúar 2017 07:00
Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að skipverjarnir tveir af Polar Nanoq, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu, verði yfirheyrðir á morgun frekar en í dag. 30. janúar 2017 10:20