Þingfulltrúar á 71. ársþingi KSÍ munu á morgun kjósa á milli Björns Einarssonar, 47 ára formanns Víkings og framkvæmdastjóra TVG-Zimsen annarsvegar og Guðna Bergssonar, 51 árs lögmanns, fyrrverandi landsliðsfyrirliða og atvinnumanns í fótbolta til fjölda ára.
Ian Wright, fyrrum leikmaður Crystal Palace og Arsenal, sendi kveðju sínar til Guðna á Twitter-síðu sinni í kvöld.
Ian Wright spilaði sex ár með Crystal Palace en þekktastur er hann þó fyrir sjö tímabil sín með Arsenal.
Ian Wright skoraði 185 mörk í 288 leikjum með Arsenal og endaði ferill sinn sem markahæsti leikmaður félagsins. Thierry Henry tók seinna metið af honum en Wright er enn næstmarkahæsti leikmaður félagsins.
Wright varð enskur meistari með Arsenal 1998, tvisvar sinnum bikarmeistari (1993 og 1998) og vann einni Evrópukeppni bikarhafa með félaginu árið 1994. Hann varð sex sinnum markahæsti leikmaður Arsenal á tímabili.
Guðni Bergsson fékk nokkrum sinnum það hlutverk að dekka Ian Wright á sínum tíma en Guðni spilaði í ensku úrvalsdeildinni með bæði Tottenham og Bolton.
Just wanna say all the best to @gudnibergs in his attempt at becoming chairman of the Icelandic FA.
— Ian Wright (@IanWright0) February 10, 2017