Körfubolti

Durant og Westbrook borðuðu á sama stað í Oklahoma

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Durant og Westbrook er þeir voru góðir vinir.
Durant og Westbrook er þeir voru góðir vinir. vísir/getty
Kevin Durant er líklega hataðasti maðurinn í Oklahoma City eftir að hann yfirgaf NBA-liða Thunder og gekk í raðir Golden State Warriors.

Durant snéri aftur til Oklahoma um helgina með sínum nýju liðsfélögum. Hann reyndi að leigja besta steikarstað borgarinnar eftir leik þar sem hann ætlaði að fara með liðsfélögum sínum og borða í friði. Eigandinn hafnaði tilboði Durant þó svo hann hefði grætt vel á því.

„Ég íhugaði þetta tilboð en varð að segja nei. Ég get ekki lokað fyrir aðra því margir leikmenn Thunder koma eftir leik sem og stuðningsmenn. Það væri ekki sanngjarnt að loka á þá,“ sagði Dave Osborn, eigandi Mahogany Prime Steakhouse.







Russell Westbrook, aðalstjarna Thunder, borðar líka iðulega á þessum steikarstað. Hann er með sitt eigið herbergi á staðnum þar sem hann borðar í friði með vinum sínum.

Westbrook mætti eftir leik og Durant mætti líka þó svo hann hefði ekki fengið að leigja staðinn. Þeir áttu engin samskipti á staðnum. Þeir voru vanir að fara saman þarna á árum áður.
NBA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×