Verða stærri og sterkari í Mjölni Ólöf Skaftadóttir skrifar 18. febrúar 2017 07:00 Sunna Tsunami Davíðsdóttir og Áslaug takast á í hringnum, en þær eru báðar grjótharðir bardagakappar. Fréttablaðið/Vilhelm Maður er alveg í skýjunum yfir þessu öllu saman. Við erum svolítið að kveðja það gamla, sem var líka gott, en nú erum við að fagna því nýja. Nýrri og bjartri framtíð. Það er svo gott lið í Mjölni og svo góður andi – og það hefur bara að gera með fólkið. Ég held að andinn í nýja húsinu verði bara enn þá betri en á gamla staðnum,“ segir Sunna Tsunami Davíðsdóttir, bardagakappi í Mjölni, sem er full tilhlökkunar fyrir opnun nýs, stærra og betra íþróttahúss til að iðka blandaðar bardagalistir. Æfingar hefjast eftir dagskrá á mánudaginn næsta.Aðstaða í heimsklassa „Þetta breytir öllu fyrir okkur. Mjölnir er að verða stærri og sterkari,” segir Sunna og hlær og bætir við að það sé nú einmitt takmarkið með því að æfa í Mjölni, að verða stærri og sterkari. „Ég hugsa að það verði líka meira af því núna að við getum tekið á móti atvinnumönnum, sem vilja æfa hjá okkur. Það mun klárlega breyta mjög miklu fyrir sportið hér á landi. Þar munar mestu um fjölbreytni á æfingum, meiri og betri þekkingu og nýja æfingafélaga til að glíma við,” útskýrir Sunna. Hún segir nýju aðstöðuna frábæra. „Þetta verður í algjörum heimsklassa hérna í Öskjuhlíðinni og ég held að þegar við höfum þessa aðstöðu til að taka vel á móti atvinnufólki í sportinu þá mun því virkilega langa að koma og heimsækja okkur og staldra aðeins við. Íþróttamenn eiga eftir að verða sjúkir í að koma til okkar og við erum sjúk í að fá þau! Það er ekki ósvipað því þegar ég fór til Tælands og dvaldi þar, keppti og æfði og lærði heilmargt!”Fá smjörþefinn af MMA Í dag verður vegleg opnunarhátíð í Mjölnishöllinni nýju, í Öskjuhlíð, í húsnæðinu sem áður hýsti Keiluhöllina, á milli tvö og fjögur. Og partí um kvöldið, fyrir þá sem náð hafa aldri. „Ég ætla allavega klárlega ekki að láta mig vanta og vonandi koma sem flestir og kíkja á okkur,” segir Sunna. „Það verður góð kynning á sportinu, í öllum sölum húsnæðisins, þannig að það verður gaman fyrir fólk sem er forvitið um þetta allt saman að koma og fá smjörþefinn af því sem er að gerast hjá okkur.” Mikið verður um viðburði og nokkuð þétt dagskrá, meðal annars upphífingakeppni sem hefst klukkan þrjú. „Þetta verður mjög skemmtilegur dagur. Og partýið verður áreiðanlega ekki síðra!” MMA Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Maður er alveg í skýjunum yfir þessu öllu saman. Við erum svolítið að kveðja það gamla, sem var líka gott, en nú erum við að fagna því nýja. Nýrri og bjartri framtíð. Það er svo gott lið í Mjölni og svo góður andi – og það hefur bara að gera með fólkið. Ég held að andinn í nýja húsinu verði bara enn þá betri en á gamla staðnum,“ segir Sunna Tsunami Davíðsdóttir, bardagakappi í Mjölni, sem er full tilhlökkunar fyrir opnun nýs, stærra og betra íþróttahúss til að iðka blandaðar bardagalistir. Æfingar hefjast eftir dagskrá á mánudaginn næsta.Aðstaða í heimsklassa „Þetta breytir öllu fyrir okkur. Mjölnir er að verða stærri og sterkari,” segir Sunna og hlær og bætir við að það sé nú einmitt takmarkið með því að æfa í Mjölni, að verða stærri og sterkari. „Ég hugsa að það verði líka meira af því núna að við getum tekið á móti atvinnumönnum, sem vilja æfa hjá okkur. Það mun klárlega breyta mjög miklu fyrir sportið hér á landi. Þar munar mestu um fjölbreytni á æfingum, meiri og betri þekkingu og nýja æfingafélaga til að glíma við,” útskýrir Sunna. Hún segir nýju aðstöðuna frábæra. „Þetta verður í algjörum heimsklassa hérna í Öskjuhlíðinni og ég held að þegar við höfum þessa aðstöðu til að taka vel á móti atvinnufólki í sportinu þá mun því virkilega langa að koma og heimsækja okkur og staldra aðeins við. Íþróttamenn eiga eftir að verða sjúkir í að koma til okkar og við erum sjúk í að fá þau! Það er ekki ósvipað því þegar ég fór til Tælands og dvaldi þar, keppti og æfði og lærði heilmargt!”Fá smjörþefinn af MMA Í dag verður vegleg opnunarhátíð í Mjölnishöllinni nýju, í Öskjuhlíð, í húsnæðinu sem áður hýsti Keiluhöllina, á milli tvö og fjögur. Og partí um kvöldið, fyrir þá sem náð hafa aldri. „Ég ætla allavega klárlega ekki að láta mig vanta og vonandi koma sem flestir og kíkja á okkur,” segir Sunna. „Það verður góð kynning á sportinu, í öllum sölum húsnæðisins, þannig að það verður gaman fyrir fólk sem er forvitið um þetta allt saman að koma og fá smjörþefinn af því sem er að gerast hjá okkur.” Mikið verður um viðburði og nokkuð þétt dagskrá, meðal annars upphífingakeppni sem hefst klukkan þrjú. „Þetta verður mjög skemmtilegur dagur. Og partýið verður áreiðanlega ekki síðra!”
MMA Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira