„Þetta er búið að taka á“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. febrúar 2017 11:56 Frá undirrituninni. vísir/ásgeir Sjómenn fá endurgjaldslaust fæði, samkvæmt samkomulagi sem samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að í nótt. Nýr samningur, sem gilda á til ársloka 2019, verður kynntur sjómönnum í dag og munu þeir í kjölfarið greiða atkvæði um hann, en gert er ráð fyrir að niðurstöður úr atkvæðagreiðslu muni liggja fyrir á sunnudagskvöld. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir það mikinn létti að samningar hafi tekist. „Þetta er búið að taka á, það verður að viðurkennast,“ segir hann í samtali við Vísi. Valmundur segist telja að lagasetning hafi verið handan við hornið. „Það var alveg ljóst af hálfu ríkisvaldsins að við þetta væri ekki unað lengur.“ Aðspurður segist hann binda miklar vonir við að nýgerður samningur verði samþykktur, en sjómenn hafa fellt síðustu tvo kjarasamninga. „Ég vona að hann verði samþykktur. Ég held hann sé góður við okkur,“ segir Valmundur, en sjómannasambönd munu halda kynningarfundi fyrir félagsmenn sína í dag. Sjómenn munu hefja störf strax annað kvöld, verði samningarnir samþykktir. Verkfall sjómanna hefur staðið yfir í tíu vikur en samninganefndir þeirra og Samtaka fyrirtækja sjávarútvegi náðu loks samkomulagi eftir fund sem stóð fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara. Búist var við útspili stjórnvalda vegna kröfu sjómanna um skattfrjálsa fæðispeninga og ekki var talið að samkomulag næðist án aðkomu yfirvalda. Það tókst þó um síðir. Jens Garðar Helgason, formaður SFS, segist létt. „Þetta er búin að vera mikil spenna undanfarna sólarhringa og erfiður tími síðastliðnar vikur tíu vikur. Ég get ekki sagt annað en að síðustu klukkustundir og síðustu dagar að þetta er oft búið að vera tæpt, hef oft haldið að menn séu að fara að ganga út, en ég get ekki sagt annað en að við erum gríðarlega ánægð beggja megin við borðið. Þetta er mjög góður samningur fyrir sjómenn,“ sagði Jens þegar fréttastofa náði af honum rétt eftir undirritunina í nótt. Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09 Sjómannadeilan leyst Sjómenn og útgerðarmenn skrifa undir nýjan kjarasamning. 18. febrúar 2017 02:15 Þorgerður Katrín boðar útspil ráðherra í dag nái deiluaðilar ekki saman "Við höfum ekki mikinn tíma áður en kemur að ögurstundu,“ segir sjávarútvegsráðherra. Ekki sé tilefni til að dvelja við hlutina nú þegar sjómenn hafa verið í verkfalli í níu vikur. 17. febrúar 2017 12:37 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Sjómenn fá endurgjaldslaust fæði, samkvæmt samkomulagi sem samninganefndir sjómanna og útvegsmanna komust að í nótt. Nýr samningur, sem gilda á til ársloka 2019, verður kynntur sjómönnum í dag og munu þeir í kjölfarið greiða atkvæði um hann, en gert er ráð fyrir að niðurstöður úr atkvæðagreiðslu muni liggja fyrir á sunnudagskvöld. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir það mikinn létti að samningar hafi tekist. „Þetta er búið að taka á, það verður að viðurkennast,“ segir hann í samtali við Vísi. Valmundur segist telja að lagasetning hafi verið handan við hornið. „Það var alveg ljóst af hálfu ríkisvaldsins að við þetta væri ekki unað lengur.“ Aðspurður segist hann binda miklar vonir við að nýgerður samningur verði samþykktur, en sjómenn hafa fellt síðustu tvo kjarasamninga. „Ég vona að hann verði samþykktur. Ég held hann sé góður við okkur,“ segir Valmundur, en sjómannasambönd munu halda kynningarfundi fyrir félagsmenn sína í dag. Sjómenn munu hefja störf strax annað kvöld, verði samningarnir samþykktir. Verkfall sjómanna hefur staðið yfir í tíu vikur en samninganefndir þeirra og Samtaka fyrirtækja sjávarútvegi náðu loks samkomulagi eftir fund sem stóð fram á nótt í húsakynnum ríkissáttasemjara. Búist var við útspili stjórnvalda vegna kröfu sjómanna um skattfrjálsa fæðispeninga og ekki var talið að samkomulag næðist án aðkomu yfirvalda. Það tókst þó um síðir. Jens Garðar Helgason, formaður SFS, segist létt. „Þetta er búin að vera mikil spenna undanfarna sólarhringa og erfiður tími síðastliðnar vikur tíu vikur. Ég get ekki sagt annað en að síðustu klukkustundir og síðustu dagar að þetta er oft búið að vera tæpt, hef oft haldið að menn séu að fara að ganga út, en ég get ekki sagt annað en að við erum gríðarlega ánægð beggja megin við borðið. Þetta er mjög góður samningur fyrir sjómenn,“ sagði Jens þegar fréttastofa náði af honum rétt eftir undirritunina í nótt.
Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09 Sjómannadeilan leyst Sjómenn og útgerðarmenn skrifa undir nýjan kjarasamning. 18. febrúar 2017 02:15 Þorgerður Katrín boðar útspil ráðherra í dag nái deiluaðilar ekki saman "Við höfum ekki mikinn tíma áður en kemur að ögurstundu,“ segir sjávarútvegsráðherra. Ekki sé tilefni til að dvelja við hlutina nú þegar sjómenn hafa verið í verkfalli í níu vikur. 17. febrúar 2017 12:37 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Verkföll sjómanna nær undantekningarlaust stöðvuð með lagasetningu Aðeins einu sinni hafa sjómenn og útvegsmenn samið sín á milli án inngripa stjórnvalda síðustu tvo áratugi. 17. febrúar 2017 15:09
Þorgerður Katrín boðar útspil ráðherra í dag nái deiluaðilar ekki saman "Við höfum ekki mikinn tíma áður en kemur að ögurstundu,“ segir sjávarútvegsráðherra. Ekki sé tilefni til að dvelja við hlutina nú þegar sjómenn hafa verið í verkfalli í níu vikur. 17. febrúar 2017 12:37