Öðrum skipverjanum sleppt úr haldi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2017 11:14 Mennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi í tvær vikur en öðrum þeirra verður sleppt í dag. VÍSIR/Anton Brink Lögreglan mun ekki fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir báðum skipverjunum sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, heldur aðeins öðrum þeirra. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, en manninum sem verður sleppt í dag hefur þó enn réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Lögreglan telur hins vegar ekki þörf á að hafa hann lengur í gæsluvarðhaldi. Ekki liggur fyrir hversu langt varðhald farið verður fram á yfir hinum manninum en samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun hann vera sá sem sést aka burt af hafnarsvæði Hafnarfjarðarhafnar um klukkan sjö laugardagsmorguninn 14. janúar þegar Birna hvarf. Hinn maðurinn hafði skömmu áður farið aftur um borð í togarann Polar Nanoq. Mennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi í tvær vikur og sætt einangrun á Litla-Hrauni á meðan en varðhaldið rennur út klukkan 16 í dag. Þeir eru grunaðir um manndráp en játning í málinu liggur ekki fyrir. Birna sást seinast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05.25 aðfaranótt laugardagsins. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Staðfest hefur verið að henni var ráðinn bani en lögreglan hefur ekki viljað tjá sig nánar um dánarorsökina. Jarðarför Birnu fer fram frá Hallgrímskirkju á morgun klukkan 15. Fjölskylda hennar afþakkar blóm og kransa en bendir þeim sem vilja minnast hennar á að styrkja Slysvarnafélagið Landsbjörg. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ákveða síðar í dag hvort farið verið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur í í dag. 2. febrúar 2017 08:08 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Lögreglan mun ekki fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir báðum skipverjunum sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, heldur aðeins öðrum þeirra. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, en manninum sem verður sleppt í dag hefur þó enn réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Lögreglan telur hins vegar ekki þörf á að hafa hann lengur í gæsluvarðhaldi. Ekki liggur fyrir hversu langt varðhald farið verður fram á yfir hinum manninum en samkvæmt upplýsingum fréttastofu mun hann vera sá sem sést aka burt af hafnarsvæði Hafnarfjarðarhafnar um klukkan sjö laugardagsmorguninn 14. janúar þegar Birna hvarf. Hinn maðurinn hafði skömmu áður farið aftur um borð í togarann Polar Nanoq. Mennirnir hafa setið í gæsluvarðhaldi í tvær vikur og sætt einangrun á Litla-Hrauni á meðan en varðhaldið rennur út klukkan 16 í dag. Þeir eru grunaðir um manndráp en játning í málinu liggur ekki fyrir. Birna sást seinast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05.25 aðfaranótt laugardagsins. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Staðfest hefur verið að henni var ráðinn bani en lögreglan hefur ekki viljað tjá sig nánar um dánarorsökina. Jarðarför Birnu fer fram frá Hallgrímskirkju á morgun klukkan 15. Fjölskylda hennar afþakkar blóm og kransa en bendir þeim sem vilja minnast hennar á að styrkja Slysvarnafélagið Landsbjörg.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Ákveða síðar í dag hvort farið verið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur í í dag. 2. febrúar 2017 08:08 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ákveða síðar í dag hvort farið verið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur í í dag. 2. febrúar 2017 08:08