Fara ekki fram á farbann yfir skipverjanum sem verður sleppt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2017 11:59 Mennirnir eru báðir skipverjar á togaranum Polar Nanoq. Þeir voru handteknir um borð fyrir rúmum tveimur vikum. Vísir/Anton Brink Lögreglan mun ekki fara fram á farbann yfir skipverjanum sem þeir sleppa úr gæsluvarðhaldi í dag en maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur sem hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og fannst látin átta dögum síðar í fjörunni við Selvogsvita. Þrátt fyrir að hvorki sé farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum né farbann, en hann er grænlenskur, hefur hann enn réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Aðspurður hvers vegna ekki sé farið fram á farbann yfir honum segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, að mat lögreglu hafi verið að ekki sé þörf á því. Lögreglan mun hins vegar fara fram á áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald yfir hinum manninum sem einnig er grunaður í málinu og er farið fram á að hann sæti enn einangrun. „Hlutdeild hvors um sig hefur skýrst töluvert og þetta er niðurstaðan,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Mennirnir tveir, sem báðir eru skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq, hafa setið í gæsluvarðhaldi og sætt einangrun í tvær vikur. Unnsteinn Elvarsson, verjandi mannsins sem verður sleppt úr haldi í dag, vill ekki tjá sig um málið við fréttastofu að öðru leyti en því að einangrunin hafi reynst skjólstæðingi sínum erfið og hann muni mögulega aldrei jafna sig á henni. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Öðrum skipverjanum sleppt úr haldi Lögreglan mun ekki fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir báðum skipverjunum sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, heldur aðeins öðrum þeirra. 2. febrúar 2017 11:14 Ákveða síðar í dag hvort farið verið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur í í dag. 2. febrúar 2017 08:08 Mál Birnu Brjánsdóttur vekur heimsathygli Fjölmiðlar úti í heimi hafa mikinn áhuga á máli Birnu Brjánsdóttur. Kynningarfulltrúi lögreglunnar hefur ekki kynnst jafn viðamiklum áhuga. Oftast er dregið fram að á Ísland sé friðsælt, hér sé enginn her og lögreglan gangi um óvop 2. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Lögreglan mun ekki fara fram á farbann yfir skipverjanum sem þeir sleppa úr gæsluvarðhaldi í dag en maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur sem hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og fannst látin átta dögum síðar í fjörunni við Selvogsvita. Þrátt fyrir að hvorki sé farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum né farbann, en hann er grænlenskur, hefur hann enn réttarstöðu grunaðs manns í málinu. Aðspurður hvers vegna ekki sé farið fram á farbann yfir honum segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, að mat lögreglu hafi verið að ekki sé þörf á því. Lögreglan mun hins vegar fara fram á áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald yfir hinum manninum sem einnig er grunaður í málinu og er farið fram á að hann sæti enn einangrun. „Hlutdeild hvors um sig hefur skýrst töluvert og þetta er niðurstaðan,“ segir Grímur í samtali við Vísi. Mennirnir tveir, sem báðir eru skipverjar á grænlenska togaranum Polar Nanoq, hafa setið í gæsluvarðhaldi og sætt einangrun í tvær vikur. Unnsteinn Elvarsson, verjandi mannsins sem verður sleppt úr haldi í dag, vill ekki tjá sig um málið við fréttastofu að öðru leyti en því að einangrunin hafi reynst skjólstæðingi sínum erfið og hann muni mögulega aldrei jafna sig á henni.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Öðrum skipverjanum sleppt úr haldi Lögreglan mun ekki fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir báðum skipverjunum sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, heldur aðeins öðrum þeirra. 2. febrúar 2017 11:14 Ákveða síðar í dag hvort farið verið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur í í dag. 2. febrúar 2017 08:08 Mál Birnu Brjánsdóttur vekur heimsathygli Fjölmiðlar úti í heimi hafa mikinn áhuga á máli Birnu Brjánsdóttur. Kynningarfulltrúi lögreglunnar hefur ekki kynnst jafn viðamiklum áhuga. Oftast er dregið fram að á Ísland sé friðsælt, hér sé enginn her og lögreglan gangi um óvop 2. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
Öðrum skipverjanum sleppt úr haldi Lögreglan mun ekki fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir báðum skipverjunum sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, heldur aðeins öðrum þeirra. 2. febrúar 2017 11:14
Ákveða síðar í dag hvort farið verið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn rennur í í dag. 2. febrúar 2017 08:08
Mál Birnu Brjánsdóttur vekur heimsathygli Fjölmiðlar úti í heimi hafa mikinn áhuga á máli Birnu Brjánsdóttur. Kynningarfulltrúi lögreglunnar hefur ekki kynnst jafn viðamiklum áhuga. Oftast er dregið fram að á Ísland sé friðsælt, hér sé enginn her og lögreglan gangi um óvop 2. febrúar 2017 07:00