„Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2017 16:34 Bryndís Hlöðversdóttir mun lögum samkvæmt boða þau Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur og Valmund Valmundsson til sáttafundar innan tveggja vikna. Vísir „Þetta er nú bara brýning um það að deilan er í hörðum hnút og verkefnin eru við samningaborðið,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari um ástæðu þess að fulltrúar samninganefnda sjómanna og útgerðarmanna voru settir í fjölmiðlabann eftir að sáttafundi þeirra var slitið í húsakynnum ríkissáttasemjara fyrr í dag. Fundurinn var boðaður klukkan eitt en sameiginlegum fundi deiluaðila var slitið á þriðja tímanum. Á fundinum brýndi Bryndís fyrir deiluaðilum að tjá sig ekki um viðræðurnar á opinberum vettvangi. „Það er einfaldlega þannig að í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur segir að það sé háð trúnaði það sem fram fer á samningafundum þar til samningurinn hefur verið samþykktur. Það er þess vegna sem staðan er sem hún er,“ segir Bryndís í samtali við Vísi. „Þegar deila er komin í harðan hnút þá er nú sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum.“ Hún segir þetta vera merki um að deilan sé flókin en verkfall sjómanna hefur staðið yfir í sjö vikur. „Það efast engin um það. Við vitum að þegar verkfall hefur staðið yfir í svona langan tíma þá er deilan augljóslega í hnút. Það er ekkert nýtt í sjálfu sér sem verður til þess að þetta er ákveðið. Deilan er viðkvæm og búin að vera það um skeið og er í hörðum hnút. Verkefnið er það að setjast niður og tala saman við samningaborðið,“ segir Bryndís. Hún segist enga lausn sjá í sjónmáli. Ég sé hana ekki en það er á ábyrgð deiluaðila að reyna að finna hana og þau munu halda áfram að leita leiða.“ Ekki er búið að boða nýjan sáttafund en Bryndís mun gera það lögum samkvæmt innan hálfs mánaðar. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Sjá meira
„Þetta er nú bara brýning um það að deilan er í hörðum hnút og verkefnin eru við samningaborðið,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari um ástæðu þess að fulltrúar samninganefnda sjómanna og útgerðarmanna voru settir í fjölmiðlabann eftir að sáttafundi þeirra var slitið í húsakynnum ríkissáttasemjara fyrr í dag. Fundurinn var boðaður klukkan eitt en sameiginlegum fundi deiluaðila var slitið á þriðja tímanum. Á fundinum brýndi Bryndís fyrir deiluaðilum að tjá sig ekki um viðræðurnar á opinberum vettvangi. „Það er einfaldlega þannig að í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur segir að það sé háð trúnaði það sem fram fer á samningafundum þar til samningurinn hefur verið samþykktur. Það er þess vegna sem staðan er sem hún er,“ segir Bryndís í samtali við Vísi. „Þegar deila er komin í harðan hnút þá er nú sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum.“ Hún segir þetta vera merki um að deilan sé flókin en verkfall sjómanna hefur staðið yfir í sjö vikur. „Það efast engin um það. Við vitum að þegar verkfall hefur staðið yfir í svona langan tíma þá er deilan augljóslega í hnút. Það er ekkert nýtt í sjálfu sér sem verður til þess að þetta er ákveðið. Deilan er viðkvæm og búin að vera það um skeið og er í hörðum hnút. Verkefnið er það að setjast niður og tala saman við samningaborðið,“ segir Bryndís. Hún segist enga lausn sjá í sjónmáli. Ég sé hana ekki en það er á ábyrgð deiluaðila að reyna að finna hana og þau munu halda áfram að leita leiða.“ Ekki er búið að boða nýjan sáttafund en Bryndís mun gera það lögum samkvæmt innan hálfs mánaðar.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Sjá meira
Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32
Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15