„Sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2017 16:34 Bryndís Hlöðversdóttir mun lögum samkvæmt boða þau Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur og Valmund Valmundsson til sáttafundar innan tveggja vikna. Vísir „Þetta er nú bara brýning um það að deilan er í hörðum hnút og verkefnin eru við samningaborðið,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari um ástæðu þess að fulltrúar samninganefnda sjómanna og útgerðarmanna voru settir í fjölmiðlabann eftir að sáttafundi þeirra var slitið í húsakynnum ríkissáttasemjara fyrr í dag. Fundurinn var boðaður klukkan eitt en sameiginlegum fundi deiluaðila var slitið á þriðja tímanum. Á fundinum brýndi Bryndís fyrir deiluaðilum að tjá sig ekki um viðræðurnar á opinberum vettvangi. „Það er einfaldlega þannig að í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur segir að það sé háð trúnaði það sem fram fer á samningafundum þar til samningurinn hefur verið samþykktur. Það er þess vegna sem staðan er sem hún er,“ segir Bryndís í samtali við Vísi. „Þegar deila er komin í harðan hnút þá er nú sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum.“ Hún segir þetta vera merki um að deilan sé flókin en verkfall sjómanna hefur staðið yfir í sjö vikur. „Það efast engin um það. Við vitum að þegar verkfall hefur staðið yfir í svona langan tíma þá er deilan augljóslega í hnút. Það er ekkert nýtt í sjálfu sér sem verður til þess að þetta er ákveðið. Deilan er viðkvæm og búin að vera það um skeið og er í hörðum hnút. Verkefnið er það að setjast niður og tala saman við samningaborðið,“ segir Bryndís. Hún segist enga lausn sjá í sjónmáli. Ég sé hana ekki en það er á ábyrgð deiluaðila að reyna að finna hana og þau munu halda áfram að leita leiða.“ Ekki er búið að boða nýjan sáttafund en Bryndís mun gera það lögum samkvæmt innan hálfs mánaðar. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
„Þetta er nú bara brýning um það að deilan er í hörðum hnút og verkefnin eru við samningaborðið,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari um ástæðu þess að fulltrúar samninganefnda sjómanna og útgerðarmanna voru settir í fjölmiðlabann eftir að sáttafundi þeirra var slitið í húsakynnum ríkissáttasemjara fyrr í dag. Fundurinn var boðaður klukkan eitt en sameiginlegum fundi deiluaðila var slitið á þriðja tímanum. Á fundinum brýndi Bryndís fyrir deiluaðilum að tjá sig ekki um viðræðurnar á opinberum vettvangi. „Það er einfaldlega þannig að í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur segir að það sé háð trúnaði það sem fram fer á samningafundum þar til samningurinn hefur verið samþykktur. Það er þess vegna sem staðan er sem hún er,“ segir Bryndís í samtali við Vísi. „Þegar deila er komin í harðan hnút þá er nú sjaldnast til þess fallið að stuðla að lausnum þegar tekist er á um málið fyrir opnum tjöldum.“ Hún segir þetta vera merki um að deilan sé flókin en verkfall sjómanna hefur staðið yfir í sjö vikur. „Það efast engin um það. Við vitum að þegar verkfall hefur staðið yfir í svona langan tíma þá er deilan augljóslega í hnút. Það er ekkert nýtt í sjálfu sér sem verður til þess að þetta er ákveðið. Deilan er viðkvæm og búin að vera það um skeið og er í hörðum hnút. Verkefnið er það að setjast niður og tala saman við samningaborðið,“ segir Bryndís. Hún segist enga lausn sjá í sjónmáli. Ég sé hana ekki en það er á ábyrgð deiluaðila að reyna að finna hana og þau munu halda áfram að leita leiða.“ Ekki er búið að boða nýjan sáttafund en Bryndís mun gera það lögum samkvæmt innan hálfs mánaðar.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32 Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Kortleggja áhrif sjómannaverkfallsins: „Kvótinn er þarna enn þá“ Sjávarútvegsráðherra segir hins vegar meginmálið að leysa deiluna sem fyrst. 2. febrúar 2017 14:32
Fundi sjómanna og útgerðarmanna slitið: Deiluaðilar settir í fjölmiðlabann Fundurinn stóð yfir í um einn og hálfan klukkutíma. 3. febrúar 2017 15:15