Andri Snær segir sögu hælisleitanda sem vísað var úr landi: „Við erum líka Trump“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2017 17:34 Amir Shokrgozar og Andri Snær Magnason. Vísir/Skjáskot/Anton Brink Andri Snær Magnason, rithöfundur, segir sögu Amir Shokrgozar á Facebook síðu sinni, en Amir var sendur úr landi á fimmtudag. Andri segir að hann muni ekki mæla styggðaryrði um Donald Trump, fyrr en Amir sé kominn í fang kærasta síns á Íslandi. Andri er nú staddur í Mílano og hitti hann Amir í dag.Flúði heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar„Amir er blíður og brothættur ungur maður sem flúði heimaland sitt Íran vegna kynhneigðar sinnar en þar geta samkynhneigðir sætt dauðarefsingu.“ Andri segir frá því að Amir hafi flúið í gegnum Tyrkland til Grikklands og Ítalíu fyrir átta árum, en þar mátti hann að sögn Andra þola skelfilegt ofbeldi í flóttamannabúðum. „Amir komst til Svíþjóðar, en þar sem fingraför hans voru tekin á Ítalíu þótti ólíklegt að hann fengi hæli,“ segir í færslu Andra, en frá Svíþjóð komst Amir til Íslands, þar sem hann hefur dvalist síðastliðin tvö ár.Hefur verið virkur þátttakandi í íslensku samfélagi„Amir hefur verið virkur þátttakandi í samfélaginu, hann hefur lært íslensku, hann á íslenskan unnusta og tengdamóður sem lítur á hann sem eigin son og syrgir brottvísu hans.“ Andri bendir á að Amir hafi verið sjálfboðaliði hjá Samtökunum 78, Rauða krossinum, að hann hafi verið virkur í bænahóp Toshiki Toma, að hann sé liðtækur hárgreiðslumaður og með menntun til að sinna umönnunarstörfum. „Það vantar 4000 manns í vinnu á Íslandi, segir hann, af hverju má ég ekki vinna?“ Í færslunni kemur fram að yfirvofandi brottvísun lagðist þungt á Amir, sem vistaður var í tvær nætur á geðdeild, samkvæmt læknisráði, en Amir var handtekinn við útskrift. „Lögreglan beitti hann óþörfu harðræði, gleraugun brotnuðu, hann er marinn á höfði og upphandlegg. Hann var fluttur í járnum úr landi.“ Amir hafi verið gefin óþarfa olnbogaskot þótt hann væri bundinn og sleppt peningalausum með óhlaðinn síma, án húsaskjóls, í landi þar sem hann var beittur ofbeldi í flóttamannabúðum, þar sem innviðir í flóttamannamálum eru sprungnir.„Við erum nefnilega líka Trump“Amir var veitt húsaskjól af stúlku sem er félagi í No Borders og leitað er leiða til að mál hans fái hraða og sanngjarna meðferð. „Ég mun ekki mæla styggðaryrði um Trump fyrr en Amir er kominn í fang kærasta síns, við erum nefnilega líka Trump,“ segir í færslu Andra sem bendir á að vinir Amír hafa stofnað reikning til að hjálpa honum: 526-14-403211. Kt. 040986-2869. Donald Trump Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Búið að laga bilunina sem olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira
Andri Snær Magnason, rithöfundur, segir sögu Amir Shokrgozar á Facebook síðu sinni, en Amir var sendur úr landi á fimmtudag. Andri segir að hann muni ekki mæla styggðaryrði um Donald Trump, fyrr en Amir sé kominn í fang kærasta síns á Íslandi. Andri er nú staddur í Mílano og hitti hann Amir í dag.Flúði heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar„Amir er blíður og brothættur ungur maður sem flúði heimaland sitt Íran vegna kynhneigðar sinnar en þar geta samkynhneigðir sætt dauðarefsingu.“ Andri segir frá því að Amir hafi flúið í gegnum Tyrkland til Grikklands og Ítalíu fyrir átta árum, en þar mátti hann að sögn Andra þola skelfilegt ofbeldi í flóttamannabúðum. „Amir komst til Svíþjóðar, en þar sem fingraför hans voru tekin á Ítalíu þótti ólíklegt að hann fengi hæli,“ segir í færslu Andra, en frá Svíþjóð komst Amir til Íslands, þar sem hann hefur dvalist síðastliðin tvö ár.Hefur verið virkur þátttakandi í íslensku samfélagi„Amir hefur verið virkur þátttakandi í samfélaginu, hann hefur lært íslensku, hann á íslenskan unnusta og tengdamóður sem lítur á hann sem eigin son og syrgir brottvísu hans.“ Andri bendir á að Amir hafi verið sjálfboðaliði hjá Samtökunum 78, Rauða krossinum, að hann hafi verið virkur í bænahóp Toshiki Toma, að hann sé liðtækur hárgreiðslumaður og með menntun til að sinna umönnunarstörfum. „Það vantar 4000 manns í vinnu á Íslandi, segir hann, af hverju má ég ekki vinna?“ Í færslunni kemur fram að yfirvofandi brottvísun lagðist þungt á Amir, sem vistaður var í tvær nætur á geðdeild, samkvæmt læknisráði, en Amir var handtekinn við útskrift. „Lögreglan beitti hann óþörfu harðræði, gleraugun brotnuðu, hann er marinn á höfði og upphandlegg. Hann var fluttur í járnum úr landi.“ Amir hafi verið gefin óþarfa olnbogaskot þótt hann væri bundinn og sleppt peningalausum með óhlaðinn síma, án húsaskjóls, í landi þar sem hann var beittur ofbeldi í flóttamannabúðum, þar sem innviðir í flóttamannamálum eru sprungnir.„Við erum nefnilega líka Trump“Amir var veitt húsaskjól af stúlku sem er félagi í No Borders og leitað er leiða til að mál hans fái hraða og sanngjarna meðferð. „Ég mun ekki mæla styggðaryrði um Trump fyrr en Amir er kominn í fang kærasta síns, við erum nefnilega líka Trump,“ segir í færslu Andra sem bendir á að vinir Amír hafa stofnað reikning til að hjálpa honum: 526-14-403211. Kt. 040986-2869.
Donald Trump Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Búið að laga bilunina sem olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjá meira