Yrsa Sigurðardóttir: „Ljóstýra myndi þannig brjótast út úr þessum myrka harmleik“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 5. febrúar 2017 09:56 Þúsundir minntust Birnu Brjánsdóttur Vísir/Ernir Yrsa Sigurðardóttir tjáir sig um mál Birnu Brjánsdóttur í viðtali við The Guardian. Í viðtalinu útskýrir Yrsa fyrir blaðamönnum Guardian að Birna hafi verið einskonar tákngervingur margra sem hér búa þar sem margir hafi getað sett sig í hennar spor. Hún hafi verið saklaus stúlka sem hafi verið í blóma lífsins. Von allra hafi verið sterk og íbúar hafi beðið með öndina í hálsinum eftir fregnum af Birnu. Saga hennar hafi því snert streng í hjörtum landsmanna.Skárra af tvennu illu Yrsa tekur fram að einum hafi verið sleppt úr haldi og telur að það geri málið, sem sé algjör harmleikur, aðeins skárra. „Ef tvær manneskjur hefðu planað og átt hlut í svona atburði, hefði það verið hræðilegra,“ ( „Two people plotting together would have been more evil,“) segir Yrsa. Þetta hafi því verið skárra af tvennu illu. Hún leggur jafnframt áherslu á að Grænlendingar hafi stutt Íslendinga í þessu máli og að ekki sé hægt að kenna heilli þjóð um illvirki einstaklinga. „Vonandi mun þetta verða til þess að eitthvað verði gert varðandi framkomu í garð kvenna og glæpatíðnina í Grænlandi. Ljóstýra myndi þannig brjótast út úr þessum myrka harmleik, “ segir Yrsa.Yrsa Sigurðardóttir, glæpasagnahöfundurMynd/Sigurjón RagnarOfbeldismál algeng í Grænlandi Fjallað er um mál Birnu Brjánsdóttur á vefmiðlinum nánast í heild sinni og lögð er áhersla á þá samstöðu sem ríkt hefur á meðal Íslendinga síðan Birna hvarf. Sérstaklega er tekið fram að mál sem þetta sé mjög óalgengt hér á landi og að land og þjóð hafi sameinast í sorg. Málið er rakið og aðstæður hér heima við bornar saman við aðstæður í Grænlandi en þar eru ofbeldismál algengari en hér heima og mikið er um misnotkun á áfengi. Tekið er fram að í vikunni áður en Birna fannst látin hafi þrjár grænlenskar konur látið lífið í litlu þorpi á austanverðu Grænlandi. Ein hafði verið myrt og tvær tekið sitt eigið líf. Ástæðuna fyrir hárri ofbeldistíðni er mikil neysla áfengis samkvæmt Walter Tunowsky, blaðamanni hjá grænlenska blaðinu Sermitsiaq sem fjallaði um mál Birnu. „Þetta er algengt hjá þjóðum sem lent hafa í því að menning þeirra hefur nánast verið þurrkuð út á stuttum tíma,“ segir hann og nefnir að oftast sé um ofbeldismál að ræða þar sem ekki fer á milli mála hver gerandinn er. Því sé mál líkt og Birnu óalgengt tilfelli. Tunowsky var einn þeirra sem stóð að kertafleytingu til minningar um Birnu fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk sem og í öðrum bæjum í Grænlandi. „Eftir því sem fleiri sönnunargögn komu í ljós, því meiri samkennd mátti finna í garð Íslendinga,“ segir Tunowsky að lokum. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Yrsa Sigurðardóttir tjáir sig um mál Birnu Brjánsdóttur í viðtali við The Guardian. Í viðtalinu útskýrir Yrsa fyrir blaðamönnum Guardian að Birna hafi verið einskonar tákngervingur margra sem hér búa þar sem margir hafi getað sett sig í hennar spor. Hún hafi verið saklaus stúlka sem hafi verið í blóma lífsins. Von allra hafi verið sterk og íbúar hafi beðið með öndina í hálsinum eftir fregnum af Birnu. Saga hennar hafi því snert streng í hjörtum landsmanna.Skárra af tvennu illu Yrsa tekur fram að einum hafi verið sleppt úr haldi og telur að það geri málið, sem sé algjör harmleikur, aðeins skárra. „Ef tvær manneskjur hefðu planað og átt hlut í svona atburði, hefði það verið hræðilegra,“ ( „Two people plotting together would have been more evil,“) segir Yrsa. Þetta hafi því verið skárra af tvennu illu. Hún leggur jafnframt áherslu á að Grænlendingar hafi stutt Íslendinga í þessu máli og að ekki sé hægt að kenna heilli þjóð um illvirki einstaklinga. „Vonandi mun þetta verða til þess að eitthvað verði gert varðandi framkomu í garð kvenna og glæpatíðnina í Grænlandi. Ljóstýra myndi þannig brjótast út úr þessum myrka harmleik, “ segir Yrsa.Yrsa Sigurðardóttir, glæpasagnahöfundurMynd/Sigurjón RagnarOfbeldismál algeng í Grænlandi Fjallað er um mál Birnu Brjánsdóttur á vefmiðlinum nánast í heild sinni og lögð er áhersla á þá samstöðu sem ríkt hefur á meðal Íslendinga síðan Birna hvarf. Sérstaklega er tekið fram að mál sem þetta sé mjög óalgengt hér á landi og að land og þjóð hafi sameinast í sorg. Málið er rakið og aðstæður hér heima við bornar saman við aðstæður í Grænlandi en þar eru ofbeldismál algengari en hér heima og mikið er um misnotkun á áfengi. Tekið er fram að í vikunni áður en Birna fannst látin hafi þrjár grænlenskar konur látið lífið í litlu þorpi á austanverðu Grænlandi. Ein hafði verið myrt og tvær tekið sitt eigið líf. Ástæðuna fyrir hárri ofbeldistíðni er mikil neysla áfengis samkvæmt Walter Tunowsky, blaðamanni hjá grænlenska blaðinu Sermitsiaq sem fjallaði um mál Birnu. „Þetta er algengt hjá þjóðum sem lent hafa í því að menning þeirra hefur nánast verið þurrkuð út á stuttum tíma,“ segir hann og nefnir að oftast sé um ofbeldismál að ræða þar sem ekki fer á milli mála hver gerandinn er. Því sé mál líkt og Birnu óalgengt tilfelli. Tunowsky var einn þeirra sem stóð að kertafleytingu til minningar um Birnu fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk sem og í öðrum bæjum í Grænlandi. „Eftir því sem fleiri sönnunargögn komu í ljós, því meiri samkennd mátti finna í garð Íslendinga,“ segir Tunowsky að lokum.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels