Birna var á lífi við komuna á bryggjuna Snærós Sindradóttir skrifar 6. febrúar 2017 04:00 Björgunarsveitarfólk leitaði á sunnanverðum Reykjanesskaganum í gær að fatnaði og farsíma Birnu. Ekki er áætlað að halda leit áfram í dag. Fréttablaðið/GunnarAtli Birna Brjánsdóttir var á lífi um borð í rauða Kia Rio bílnum, þegar hann kom til Hafnarfjarðarhafnar að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins. Rannsókn lögreglu miðast við að henni hafi ekki verið unnið mein fyrr en eftir að skipverjinn, sem sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur grunaður um aðild að málinu, var farinn um borð í togarann Polar Nanoq. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögregla gangi nú út frá því að Birnu hafi verið unninn mestur miski á bryggjusporðinum við Hafnarfjarðarhöfn á milli 6.10 og 7 að morgni þegar Thomas Møller Olsen var einn með henni í bílnum. Sjá einnig: Stúlkan sem snerti streng í brjósti þjóðarinnarEins og áður hefur verið greint frá í fjölmiðlum kom bílaleigubíllinn sem hann hafði til umráða að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex um morguninn. Í upptökum eftirlitsmyndavéla á svæðinu sjást skipverjarnir tveir koma út úr bílnum, ræðast við í stutta stund, áður en Nikolaj fer um borð í skipið en Thomas Møller keyrir að enda bryggjunnar og er þar í um 50 mínútur. Þá ók bíllinn burt af hafnarsvæðinu en lögregla hefur reynt að rekja ferðir hans til 11.30 um morguninn. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að eftir að skipverjinn, sem nú hefur verið látinn laus, hóf að greina frá málavöxtum um morguninn hafi lögreglu orðið ljóst að saga hans stóðst og ekki séð ástæðu til að draga í efa að hann hafi ekkert með morðið á Birnu að gera. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að líklega hafi Birnu verið kastað af brúnni á Vogsósi, sex kílómetrum frá Selvogsvita þar sem hún fannst látin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. 5. febrúar 2017 18:30 Samdi lag til minningar um Birnu Tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson samdi lag til minningar um Birnu Brjánsdóttur eftir ljóði Friðriks Erlingssonar. 5. febrúar 2017 16:54 Hafa ekki fundið muni sem tengjast Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir björgunarsveitafólk ekki hafa fundið muni á Reykjanesi í dag, sem tengjast rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur, nú þegar tekið er að rökkva, en leit verður ekki haldið áfram á morgun, nema eitthvað nýtt komi upp. 5. febrúar 2017 17:33 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Sjá meira
Birna Brjánsdóttir var á lífi um borð í rauða Kia Rio bílnum, þegar hann kom til Hafnarfjarðarhafnar að morgni laugardagsins 14. janúar síðastliðins. Rannsókn lögreglu miðast við að henni hafi ekki verið unnið mein fyrr en eftir að skipverjinn, sem sat í gæsluvarðhaldi í tvær vikur grunaður um aðild að málinu, var farinn um borð í togarann Polar Nanoq. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögregla gangi nú út frá því að Birnu hafi verið unninn mestur miski á bryggjusporðinum við Hafnarfjarðarhöfn á milli 6.10 og 7 að morgni þegar Thomas Møller Olsen var einn með henni í bílnum. Sjá einnig: Stúlkan sem snerti streng í brjósti þjóðarinnarEins og áður hefur verið greint frá í fjölmiðlum kom bílaleigubíllinn sem hann hafði til umráða að Hafnarfjarðarhöfn klukkan rúmlega sex um morguninn. Í upptökum eftirlitsmyndavéla á svæðinu sjást skipverjarnir tveir koma út úr bílnum, ræðast við í stutta stund, áður en Nikolaj fer um borð í skipið en Thomas Møller keyrir að enda bryggjunnar og er þar í um 50 mínútur. Þá ók bíllinn burt af hafnarsvæðinu en lögregla hefur reynt að rekja ferðir hans til 11.30 um morguninn. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að eftir að skipverjinn, sem nú hefur verið látinn laus, hóf að greina frá málavöxtum um morguninn hafi lögreglu orðið ljóst að saga hans stóðst og ekki séð ástæðu til að draga í efa að hann hafi ekkert með morðið á Birnu að gera. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var greint frá því að líklega hafi Birnu verið kastað af brúnni á Vogsósi, sex kílómetrum frá Selvogsvita þar sem hún fannst látin.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. 5. febrúar 2017 18:30 Samdi lag til minningar um Birnu Tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson samdi lag til minningar um Birnu Brjánsdóttur eftir ljóði Friðriks Erlingssonar. 5. febrúar 2017 16:54 Hafa ekki fundið muni sem tengjast Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir björgunarsveitafólk ekki hafa fundið muni á Reykjanesi í dag, sem tengjast rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur, nú þegar tekið er að rökkva, en leit verður ekki haldið áfram á morgun, nema eitthvað nýtt komi upp. 5. febrúar 2017 17:33 Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Fleiri fréttir „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Sjá meira
Líklegt að lík Birnu hafi verið sett í Vogsós Umfangsmikil leit fór fram í dag, meðal annars að farsíma og fatnaði Birnu. 5. febrúar 2017 18:30
Samdi lag til minningar um Birnu Tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson samdi lag til minningar um Birnu Brjánsdóttur eftir ljóði Friðriks Erlingssonar. 5. febrúar 2017 16:54
Hafa ekki fundið muni sem tengjast Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn, segir björgunarsveitafólk ekki hafa fundið muni á Reykjanesi í dag, sem tengjast rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur, nú þegar tekið er að rökkva, en leit verður ekki haldið áfram á morgun, nema eitthvað nýtt komi upp. 5. febrúar 2017 17:33