Fái lengt fæðingarorlof fjarri fæðingardeildum Sveinn Arnarsson skrifar 7. febrúar 2017 07:00 Foreldrar geta þurft að bíða svo vikum skiptir fjarri heimabyggð eftir að barn komi í heiminn vísir/vilhelm Fulltrúar fimm flokka á þingi hafa lagt fram frumvarp þess efnis að lengja fæðingarorlof verðandi foreldra sem þurfa um langan veg að fara til að sækja sér fæðingarhjálp. Fæðingardeildum hefur fækkað gríðarlega hér á landi síðustu áratugina og enn fleiri foreldrar þurfa því að leggja í langferðir til að sækja sér aðstoð.Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins.vísir/pjetur„Réttlætismál fyrir börn,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins. Fulltrúar Framsóknar, Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks leggja fram frumvarpið. Verðandi foreldrar þurfa oft og tíðum að flytjast búferlum fyrir áætlaðan fæðingardag til að vera viss um að geta fætt með hjálp lækna. Dæmi eru um að foreldrar hafi þurft að bíða í rúman mánuð eftir fæðingu fjarri heimabyggð. „Þetta er að mestu leyti réttlæti fyrir það barn sem er að koma í heiminn, að það fái jafn langan tíma með foreldrum sínum og aðrir foreldrar sem búa nærri fæðingarstað. Foreldrar sem þurfa að taka fæðingarorlof áður en barn fæðist fá því minni tíma með barninu. Þessu þarf að breyta,“ segir Silja Dögg. „Það er von okkar sem flytjum málið að það verði að lögum á þessu þingi.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir frumvarpið góðra gjalda vert. „Það gefur kannski til kynna að þingheimur sé að vakna til vitundar um þann niðurskurð sem hefur átt sér stað í velferðarþjónustu á landsbyggðinni,“ segir Elliði. Bæjarstjórinn minnir á að fæðing barns sé stærsta stund í lífi hvers foreldris. „Hins vegar tekur frumvarpið eingöngu á mjög takmörkuðum hluta vandans. Frumvarpið bætir aldrei fyrir það fyrsta þá skerðingu sem fólgin er í því að þurfa að eiga barn fjarri stuðningsneti og ástvinum. Ofan á þetta bætist að íbúar einangraðra byggða, þar sem fæðingarþjónustu hefur verið hætt, búa ávallt við ákveðna hættu. Frumvarpið tekur ekki á því heldur,“ segir Elliði. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira
Fulltrúar fimm flokka á þingi hafa lagt fram frumvarp þess efnis að lengja fæðingarorlof verðandi foreldra sem þurfa um langan veg að fara til að sækja sér fæðingarhjálp. Fæðingardeildum hefur fækkað gríðarlega hér á landi síðustu áratugina og enn fleiri foreldrar þurfa því að leggja í langferðir til að sækja sér aðstoð.Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins.vísir/pjetur„Réttlætismál fyrir börn,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins. Fulltrúar Framsóknar, Pírata, Samfylkingar, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks leggja fram frumvarpið. Verðandi foreldrar þurfa oft og tíðum að flytjast búferlum fyrir áætlaðan fæðingardag til að vera viss um að geta fætt með hjálp lækna. Dæmi eru um að foreldrar hafi þurft að bíða í rúman mánuð eftir fæðingu fjarri heimabyggð. „Þetta er að mestu leyti réttlæti fyrir það barn sem er að koma í heiminn, að það fái jafn langan tíma með foreldrum sínum og aðrir foreldrar sem búa nærri fæðingarstað. Foreldrar sem þurfa að taka fæðingarorlof áður en barn fæðist fá því minni tíma með barninu. Þessu þarf að breyta,“ segir Silja Dögg. „Það er von okkar sem flytjum málið að það verði að lögum á þessu þingi.“ Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir frumvarpið góðra gjalda vert. „Það gefur kannski til kynna að þingheimur sé að vakna til vitundar um þann niðurskurð sem hefur átt sér stað í velferðarþjónustu á landsbyggðinni,“ segir Elliði. Bæjarstjórinn minnir á að fæðing barns sé stærsta stund í lífi hvers foreldris. „Hins vegar tekur frumvarpið eingöngu á mjög takmörkuðum hluta vandans. Frumvarpið bætir aldrei fyrir það fyrsta þá skerðingu sem fólgin er í því að þurfa að eiga barn fjarri stuðningsneti og ástvinum. Ofan á þetta bætist að íbúar einangraðra byggða, þar sem fæðingarþjónustu hefur verið hætt, búa ávallt við ákveðna hættu. Frumvarpið tekur ekki á því heldur,“ segir Elliði. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Fleiri fréttir ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Sjá meira