Segir að skipverjanum hefði mátt sleppa fyrr Snærós Sindradóttir skrifar 7. febrúar 2017 05:00 Einn sakborningur er enn í haldi grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Í fréttum RÚV segir að vatn hafi verið í lungum Birnu og hún fundist nakin. vísir/anton brink „Ég tel að það hefði mátt sleppa honum fyrr,“ segir Unnsteinn Elvarsson, verjandi skipverjans á Polar Nanoq sem sleppt var í síðustu viku. Maðurinn sat í einangrun í tvær vikur á grundvelli þess að Hæstiréttur dæmdi manninn til gæsluvarðhalds grunaðan um að bana Birnu Brjánsdóttur. Unnsteinn vill ekki dæma um hvenær lögreglu hefði átt að vera ljóst að maðurinn væri saklaus af ásökunum sem bornar voru á hann. „En hvað mig varðar þá tel ég að það hafi verið nokkuð snemma, bara alveg á fyrstu dögunum. Nánast eftir fyrstu skýrslutöku,“ segir Unnsteinn. Umbjóðandi hans hafi verið samkvæmur sjálfum sér frá upphafi. „Hann vissi auðvitað eitthvað en þessi bílferð er honum mjög óljós. Það liggur fyrir í málinu að hann var ofurölvi, það er engu logið um það. Það er hægt að fullyrða að hann hafi verið samvinnuþýður og viljað upplýsa um málið eins og honum var fremst mögulegt. Hann hringdi í mig tvisvar til þrisvar á dag til að tala um að hann væri að reyna að svara öllu til að hægt væri að upplýsa málið. Það skiptir hann öllu að málið leysist eins fljótt og hægt er.“ Einangrunarvistin mun hafa reynst skipverjanum verulega þungbær. Unnsteinn vill ekki gera of mikið úr því. Mestu skipti að niðurstaða fáist í málið. Ef hann hafi enn stöðu sakbornings svo kalla megi hann fyrir dóm síðar meir til að bera vitni þá sé það óþarfi, umbjóðandi hans hafi ítrekað sagst mundu sjálfviljugur koma til að bera vitni. „Svo er það hinn vinkillinn í þessu máli. Með mynd- og nafnbirtingu er æra hans farin,“ segir Unnsteinn. Unnsteinn segir enga ákvörðun hafa verið tekna um mögulegt bótamál gegn íslenska ríkinu. „Það er ekki viðeigandi og ekki tímabært á meðan málið er í rannsókn og verður ekki skoðað fyrr en því lýkur.“ Fréttastofa hafði samband við Grím Grímsson vegna málsins en hann vildi ekki gefa upp hvers vegna nákvæmlega skipverjinn hefði enn stöðu sakbornings.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Sakaði þann sem er í haldi um nauðgun Lögreglan hefur farið yfir sakaferil mannsins sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Hann var sýknaður af nauðgun á Grænlandi fyrir fjórum árum. Konan sem kærði manninn þá segir mál Birnu hafa haft mikil áhrif á sig. 7. febrúar 2017 05:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
„Ég tel að það hefði mátt sleppa honum fyrr,“ segir Unnsteinn Elvarsson, verjandi skipverjans á Polar Nanoq sem sleppt var í síðustu viku. Maðurinn sat í einangrun í tvær vikur á grundvelli þess að Hæstiréttur dæmdi manninn til gæsluvarðhalds grunaðan um að bana Birnu Brjánsdóttur. Unnsteinn vill ekki dæma um hvenær lögreglu hefði átt að vera ljóst að maðurinn væri saklaus af ásökunum sem bornar voru á hann. „En hvað mig varðar þá tel ég að það hafi verið nokkuð snemma, bara alveg á fyrstu dögunum. Nánast eftir fyrstu skýrslutöku,“ segir Unnsteinn. Umbjóðandi hans hafi verið samkvæmur sjálfum sér frá upphafi. „Hann vissi auðvitað eitthvað en þessi bílferð er honum mjög óljós. Það liggur fyrir í málinu að hann var ofurölvi, það er engu logið um það. Það er hægt að fullyrða að hann hafi verið samvinnuþýður og viljað upplýsa um málið eins og honum var fremst mögulegt. Hann hringdi í mig tvisvar til þrisvar á dag til að tala um að hann væri að reyna að svara öllu til að hægt væri að upplýsa málið. Það skiptir hann öllu að málið leysist eins fljótt og hægt er.“ Einangrunarvistin mun hafa reynst skipverjanum verulega þungbær. Unnsteinn vill ekki gera of mikið úr því. Mestu skipti að niðurstaða fáist í málið. Ef hann hafi enn stöðu sakbornings svo kalla megi hann fyrir dóm síðar meir til að bera vitni þá sé það óþarfi, umbjóðandi hans hafi ítrekað sagst mundu sjálfviljugur koma til að bera vitni. „Svo er það hinn vinkillinn í þessu máli. Með mynd- og nafnbirtingu er æra hans farin,“ segir Unnsteinn. Unnsteinn segir enga ákvörðun hafa verið tekna um mögulegt bótamál gegn íslenska ríkinu. „Það er ekki viðeigandi og ekki tímabært á meðan málið er í rannsókn og verður ekki skoðað fyrr en því lýkur.“ Fréttastofa hafði samband við Grím Grímsson vegna málsins en hann vildi ekki gefa upp hvers vegna nákvæmlega skipverjinn hefði enn stöðu sakbornings.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Sakaði þann sem er í haldi um nauðgun Lögreglan hefur farið yfir sakaferil mannsins sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Hann var sýknaður af nauðgun á Grænlandi fyrir fjórum árum. Konan sem kærði manninn þá segir mál Birnu hafa haft mikil áhrif á sig. 7. febrúar 2017 05:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30
Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06
Sakaði þann sem er í haldi um nauðgun Lögreglan hefur farið yfir sakaferil mannsins sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Hann var sýknaður af nauðgun á Grænlandi fyrir fjórum árum. Konan sem kærði manninn þá segir mál Birnu hafa haft mikil áhrif á sig. 7. febrúar 2017 05:00