Breyting á ákvörðun kjararáðs forsenda endurskoðunar kjarasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2017 13:29 Formaður VR segir að endurskoða þurfi ákvörðun kjararáðs um hækkun launa æðstu embættismanna áður en endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði lýkur eftir þrjár vikur. Þá þurfi stjórnvöld að standa við framlög vegna bygginga íbúðarhúsnæðis á vegum verkalýðshreyfingarinnar. Nú stendur yfir vinna við endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði en samkvæmt ákvæði í þeim á þeirri endurskoðun að vera lokið fyrir 28. febrúar. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR segir að nú sé beðið tölulegra upplýsinga um þróunina á vinnumarkaði undanfarin misseri sem væntanlega berist um miðjan mánuðinn. „Það þarf að meta þá stöðu varðandi aðra hópa á vinnumarkaði varðandi launaþróunina,“ segir Ólafía. Í öðru lagi þurfi stjórnvöld að staðfesta fjármögnun 18 prósenta stofnframlags vegna bygginga íbúða á vegum Íbúðafélags verkalýðshreyfingarinnar. Í þriðja lagi dugi viðbrögð forsætisnefndar Alþings við hækkun kjararáðs á launum æðstu embættismanna ekki til að sætta verkalýðshreyfingarinnar. Þá ákvörðun verði að endurskoða. „Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg. Vegna þess að almennt úti í hópunum okkar er fólk ósátt við þessa niðurstöðu. Þá þarf að finna leiðir til að leysa það,“ segir formaður VR. Stjórnvöld þurfi að ganga í að breyta þessari niðurstöðu kjararáðs sem allra fyrst. Forsendur SALEK samkomulagsins um aukinn kaupmátt virðist vera að ganga eftir og vonandi standi stjórnvöld við fjármögnun stofnframlaga til byggingar íbúða. Hins vegar sé enn verið að skoða launaþróun einstakra hópa og hvernig þær rúmast innan samkomulagsins. „Það er alveg skýrt í okkar huga varðandi alla aðkomu okkar að SALEK samkomulaginu að við munum ekki halda áfram á þeirri vegferð með því að tala endalaust við okkur sjálf. Við þurfum að fá aðra með okkur í vegferðina,“ segir Ólafía. Ef aðrir hópar ætli að skýla sér að bak við annað eins og kjararáð geti verkalýðshreyfingin ekki haldið áfram á vegferð SALEK. Kjaramál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði Sjá meira
Formaður VR segir að endurskoða þurfi ákvörðun kjararáðs um hækkun launa æðstu embættismanna áður en endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði lýkur eftir þrjár vikur. Þá þurfi stjórnvöld að standa við framlög vegna bygginga íbúðarhúsnæðis á vegum verkalýðshreyfingarinnar. Nú stendur yfir vinna við endurskoðun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði en samkvæmt ákvæði í þeim á þeirri endurskoðun að vera lokið fyrir 28. febrúar. Ólafía B. Rafnsdóttir formaður VR segir að nú sé beðið tölulegra upplýsinga um þróunina á vinnumarkaði undanfarin misseri sem væntanlega berist um miðjan mánuðinn. „Það þarf að meta þá stöðu varðandi aðra hópa á vinnumarkaði varðandi launaþróunina,“ segir Ólafía. Í öðru lagi þurfi stjórnvöld að staðfesta fjármögnun 18 prósenta stofnframlags vegna bygginga íbúða á vegum Íbúðafélags verkalýðshreyfingarinnar. Í þriðja lagi dugi viðbrögð forsætisnefndar Alþings við hækkun kjararáðs á launum æðstu embættismanna ekki til að sætta verkalýðshreyfingarinnar. Þá ákvörðun verði að endurskoða. „Það þarf að gerast með einhverjum hætti. Við teljum að það sem forsætisnefnd hefur lagt til sé ekki nóg. Vegna þess að almennt úti í hópunum okkar er fólk ósátt við þessa niðurstöðu. Þá þarf að finna leiðir til að leysa það,“ segir formaður VR. Stjórnvöld þurfi að ganga í að breyta þessari niðurstöðu kjararáðs sem allra fyrst. Forsendur SALEK samkomulagsins um aukinn kaupmátt virðist vera að ganga eftir og vonandi standi stjórnvöld við fjármögnun stofnframlaga til byggingar íbúða. Hins vegar sé enn verið að skoða launaþróun einstakra hópa og hvernig þær rúmast innan samkomulagsins. „Það er alveg skýrt í okkar huga varðandi alla aðkomu okkar að SALEK samkomulaginu að við munum ekki halda áfram á þeirri vegferð með því að tala endalaust við okkur sjálf. Við þurfum að fá aðra með okkur í vegferðina,“ segir Ólafía. Ef aðrir hópar ætli að skýla sér að bak við annað eins og kjararáð geti verkalýðshreyfingin ekki haldið áfram á vegferð SALEK.
Kjaramál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði Sjá meira