Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2017 10:20 Frá blaðamannafundi lögreglunnar þegar tilkynnt var um að lík Birnu hefði fundist. Grímur Grímsson fer fyrir rannsókn málsins. Vísir/Anton Brink Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að skipverjarnir tveir af Polar Nanoq, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu, verði yfirheyrðir á morgun frekar en í dag. Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani en lík hennar fannst við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn. Grímur segir fátt nýtt hafa komið fram í rannsókninni um helgina. Þannig sé lögreglan engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á milli klukkan 7 og 11:30 laugardaginn 14. janúar en Birna hvarf þá um nóttina.Sjá einnig: Telja að bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra um morguninn Þá segir Grímur að ekki liggi fyrir hvar lík Birnu hefur verið sett í sjó. Fram kom fyrir helgi að lögreglan hafi þó ákveðnar hugmyndir um það en Grímur vill ekki tjá sig frekar um það. Lögreglan hefur ekki viljað gefa upp dánarorsök Birnu en hefur þó staðfest að réttarmeinafræðileg rannsókn hafi leitt í ljós að henni hafi verið ráðinn bani. Grímur segir að lögreglan telji sig nú vita hvernig Birnu var ráðinn bani en hann vill ekki fara nánar út í það, til að mynda hvort að vopni hafi verið beitt. Aðspurður segir hann að endanleg krufninsskýrsla liggi í fyrsta lagi fyrir í dag en það geti þó verið síðar. Þá hefur lögreglan ekki fengið niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru út til rannsóknar en meðal annars var um að ræða lífsýni sem tekin voru úr Polar Nanoq. Gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur rennur út á fimmtudag. Grímur segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald en það verði gert þegar nær dregur síðar í vikunni. Mennirnir voru úrskurðaðir í varðhald þann 19. janúar og hafa setið í einangrun síðan. Þeir neita báðir sök. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útför Birnu fer fram á föstudaginn Útförin verður frá Hallgrímskirkju og hefst klukkan 15. 30. janúar 2017 10:03 Endurtekið hvött til að leggja aftur fram kæru á hendur skipverjanum fyrir kynferðisbrot Grænlensk kona á þrítugsaldri segir mál Birnu Brjánsdóttur hafa haft mikil áhrif á sig. 30. janúar 2017 09:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að skipverjarnir tveir af Polar Nanoq, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu, verði yfirheyrðir á morgun frekar en í dag. Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani en lík hennar fannst við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn. Grímur segir fátt nýtt hafa komið fram í rannsókninni um helgina. Þannig sé lögreglan engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins á milli klukkan 7 og 11:30 laugardaginn 14. janúar en Birna hvarf þá um nóttina.Sjá einnig: Telja að bílnum hafi verið ekið allt að 150 kílómetra um morguninn Þá segir Grímur að ekki liggi fyrir hvar lík Birnu hefur verið sett í sjó. Fram kom fyrir helgi að lögreglan hafi þó ákveðnar hugmyndir um það en Grímur vill ekki tjá sig frekar um það. Lögreglan hefur ekki viljað gefa upp dánarorsök Birnu en hefur þó staðfest að réttarmeinafræðileg rannsókn hafi leitt í ljós að henni hafi verið ráðinn bani. Grímur segir að lögreglan telji sig nú vita hvernig Birnu var ráðinn bani en hann vill ekki fara nánar út í það, til að mynda hvort að vopni hafi verið beitt. Aðspurður segir hann að endanleg krufninsskýrsla liggi í fyrsta lagi fyrir í dag en það geti þó verið síðar. Þá hefur lögreglan ekki fengið niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru út til rannsóknar en meðal annars var um að ræða lífsýni sem tekin voru úr Polar Nanoq. Gæsluvarðhald yfir skipverjunum tveimur rennur út á fimmtudag. Grímur segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald en það verði gert þegar nær dregur síðar í vikunni. Mennirnir voru úrskurðaðir í varðhald þann 19. janúar og hafa setið í einangrun síðan. Þeir neita báðir sök.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útför Birnu fer fram á föstudaginn Útförin verður frá Hallgrímskirkju og hefst klukkan 15. 30. janúar 2017 10:03 Endurtekið hvött til að leggja aftur fram kæru á hendur skipverjanum fyrir kynferðisbrot Grænlensk kona á þrítugsaldri segir mál Birnu Brjánsdóttur hafa haft mikil áhrif á sig. 30. janúar 2017 09:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Útför Birnu fer fram á föstudaginn Útförin verður frá Hallgrímskirkju og hefst klukkan 15. 30. janúar 2017 10:03
Endurtekið hvött til að leggja aftur fram kæru á hendur skipverjanum fyrir kynferðisbrot Grænlensk kona á þrítugsaldri segir mál Birnu Brjánsdóttur hafa haft mikil áhrif á sig. 30. janúar 2017 09:30