Byggja hótel á Sjallareitnum á Akureyri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2017 11:36 Byggt verður hótel á Sjallareitnum á Akureyri. Já Íslandshótel hafa samið við arkitektastofuna Kollgátu um hönnun á hóteli í miðbæ Akureyrar á reit sem kenndur er við Sjallann. Í tilkynningu frá Íslandshótelum kemur fram að hótel verði með allt að 120 herbergjum en hótelið verður rekið undir nafni Fosshótela. Við opnun hótelsins verða til 40 til 50 stöðugildi. Framkvæmdin fer fram í tveimur áföngum og er stefnt að því að þeim fyrri verði lokið árið 2018. Byrjað verður á því að byggja við Sjallann en húsið verður síðan rifið.Sjá einnig: Sjallinn á Akureyri verður rifinn „Eins og fram hefur komið þá keyptu Norðureignir ehf, sem er dótturfélag Íslandshótela, Sjallann og þann byggingrétt sem fylgir eigninni í fyrra. Unnið er að hönnun hótelsins í góðu samstarfi við bæjaryfirvöld og verða fyrstu drög kynnt fljótlega. Þar sem um mikilvæga byggingu er að ræða verður í hönnun hússins tekið mið af sögu Sjallans,“ segir í tilkynningu Íslandshótela en hana má sjá í heild sinni hér að neðan. Íslandshótel hafa samið við arkitektastofuna Kollgátu um hönnun á allt að 120 herbergja hóteli í miðbæ Akureyrar á reit sem kenndur er við Sjallann. Hótelið mun verða rekið undir nafni Fosshótela. Eins og fram hefur komið þá keyptu Norðureignir ehf, sem er dótturfélag Íslandshótela, Sjallann og þann byggingrétt sem fylgir eigninni í fyrra. Unnið er að hönnun hótelsins í góðu samstarfi við bæjaryfirvöld og verða fyrstu drög kynnt fljótlega. Þar sem um mikilvæga byggingu er að ræða verður í hönnun hússins tekið mið af sögu Sjallans. Það er mikill vaxtarbroddur í ferðamennsku á Norðurlandi en spáð hefur verið allt að 20% fjölgun ferðamanna á þessu ári. Íslandshótel taka þátt í uppbyggingunni á svæðinu og sem dæmi var Fosshótel Húsavík nýlega endurbætt verulega og er nú orðið að stærsta ráðstefnuhóteli Norðurlands. Þessi gríðarlega aukning ferðamanna fyrir Norðan hefur aðallega verið yfir sumartímann en vetrarferðamennskan hefur átt erfiðara uppdráttar. Líklegt er að auknar flugsamgöngur, opnun á Vaðlaheiðargöngunum og Demantshringnum árið 2018 muni verða til þess að Norðurlandið verði eftirsóttur kostur fyrir ferðamenn yfir verartímann. Íslandshótel eru að leggja sitt að mörkum til að efla Norðurlandið sem áfangastað allt árið. Fyrirhugað að hið nýja hótel verði að hluta skíðahótel sem mun án efa hafa jákvæð áhrif á vetrarferðir fyrir landssvæðið en Norðurlandið býður upp á mestan fjölda af skíðasvæðum á Íslandi. Framkvæmdin, sem verður í höndum Beka ehf, fer fram í tveimur áföngum þar sem þeim fyrri verður lokið 2018. Bygging hótelsins mun verða góð innspýting fyrir vinnumarkaðinn á Akureyri þar sem mikill fjöldi mun starfa við framkvæmdina sjálfa auk þess sem við opnun hótelsins munu verða til um 40-50 starfsgildi. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sjallinn á Akureyri verður rifinn en lokaballið hefur þó ekki verið haldið enn Íslandshótel búin að kaupa húsið. 27. júlí 2016 22:27 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Sjá meira
Íslandshótel hafa samið við arkitektastofuna Kollgátu um hönnun á hóteli í miðbæ Akureyrar á reit sem kenndur er við Sjallann. Í tilkynningu frá Íslandshótelum kemur fram að hótel verði með allt að 120 herbergjum en hótelið verður rekið undir nafni Fosshótela. Við opnun hótelsins verða til 40 til 50 stöðugildi. Framkvæmdin fer fram í tveimur áföngum og er stefnt að því að þeim fyrri verði lokið árið 2018. Byrjað verður á því að byggja við Sjallann en húsið verður síðan rifið.Sjá einnig: Sjallinn á Akureyri verður rifinn „Eins og fram hefur komið þá keyptu Norðureignir ehf, sem er dótturfélag Íslandshótela, Sjallann og þann byggingrétt sem fylgir eigninni í fyrra. Unnið er að hönnun hótelsins í góðu samstarfi við bæjaryfirvöld og verða fyrstu drög kynnt fljótlega. Þar sem um mikilvæga byggingu er að ræða verður í hönnun hússins tekið mið af sögu Sjallans,“ segir í tilkynningu Íslandshótela en hana má sjá í heild sinni hér að neðan. Íslandshótel hafa samið við arkitektastofuna Kollgátu um hönnun á allt að 120 herbergja hóteli í miðbæ Akureyrar á reit sem kenndur er við Sjallann. Hótelið mun verða rekið undir nafni Fosshótela. Eins og fram hefur komið þá keyptu Norðureignir ehf, sem er dótturfélag Íslandshótela, Sjallann og þann byggingrétt sem fylgir eigninni í fyrra. Unnið er að hönnun hótelsins í góðu samstarfi við bæjaryfirvöld og verða fyrstu drög kynnt fljótlega. Þar sem um mikilvæga byggingu er að ræða verður í hönnun hússins tekið mið af sögu Sjallans. Það er mikill vaxtarbroddur í ferðamennsku á Norðurlandi en spáð hefur verið allt að 20% fjölgun ferðamanna á þessu ári. Íslandshótel taka þátt í uppbyggingunni á svæðinu og sem dæmi var Fosshótel Húsavík nýlega endurbætt verulega og er nú orðið að stærsta ráðstefnuhóteli Norðurlands. Þessi gríðarlega aukning ferðamanna fyrir Norðan hefur aðallega verið yfir sumartímann en vetrarferðamennskan hefur átt erfiðara uppdráttar. Líklegt er að auknar flugsamgöngur, opnun á Vaðlaheiðargöngunum og Demantshringnum árið 2018 muni verða til þess að Norðurlandið verði eftirsóttur kostur fyrir ferðamenn yfir verartímann. Íslandshótel eru að leggja sitt að mörkum til að efla Norðurlandið sem áfangastað allt árið. Fyrirhugað að hið nýja hótel verði að hluta skíðahótel sem mun án efa hafa jákvæð áhrif á vetrarferðir fyrir landssvæðið en Norðurlandið býður upp á mestan fjölda af skíðasvæðum á Íslandi. Framkvæmdin, sem verður í höndum Beka ehf, fer fram í tveimur áföngum þar sem þeim fyrri verður lokið 2018. Bygging hótelsins mun verða góð innspýting fyrir vinnumarkaðinn á Akureyri þar sem mikill fjöldi mun starfa við framkvæmdina sjálfa auk þess sem við opnun hótelsins munu verða til um 40-50 starfsgildi.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sjallinn á Akureyri verður rifinn en lokaballið hefur þó ekki verið haldið enn Íslandshótel búin að kaupa húsið. 27. júlí 2016 22:27 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Sjá meira
Sjallinn á Akureyri verður rifinn en lokaballið hefur þó ekki verið haldið enn Íslandshótel búin að kaupa húsið. 27. júlí 2016 22:27