Segja forsætisráðherra hafa svindlað og beitt blekkingum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 31. janúar 2017 20:17 Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja forsætisráðherra hafa svindlað og beitt blekkingum með því að birta ekki tvær skýrslur fyrir kosningar þótt þær hafi verið tilbúnar. Annars vegar er um að ræða skýrslu nefndar um eignir Íslendinga á aflandssvæðum sem var tilbúin í byrjun september í fyrra en var ekki birt fyrr en 6. janúar. Hins vegar er um að ræða skýrslu um leiðréttinguna sem var tilbúin um miðjan október en ekki birt fyrr en 18. janúar. Þetta gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar við upphaf þingfundar í dag. „Ráðherrann er uppvís að því í annað sinn að halda vísvitandi upplýsingum frá almenningi í aðdraganda kosninga sem er fráleitt að þingið sætti sig við, þessa framkomu, og að ráðherra viðhafi slíka leyndarhyggju ítrekað og ráðherra hafi í raun og veru, þáverandi fjármálaráðherra og núverandi forsætisráðherra, beitt þjóð og þing blekkingum. Þetta eru vinnubrögð fyrir neðan allar hellur, virðulegi forseti,” sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist líta á frestun á birtingu skýrslanna sem svindl. „Ég lít á þennan atburð sem svindl, ég lít á það þannig að hæstvirtur forsætisráðherra hafi snúið á þingið og þjóðina með því að fela þessar skýrslur á þeim tíma þegar á þeim þurfti að halda í aðdraganda kosninga og í stjórnarmyndunarviðræðum. Þetta er alvarlegt mál," sagði Oddný. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna sagði Alþingi hafa stjórnarksrárvarinn rétt til að fá upplýsingar frá ráðherrum. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt þegar ráðherra telur sig geta tekið sér sjálfdæmi og vald í sínar hendur framhjá stjórnarskrá og þingskaparlögum eins og hann eigi sjálfdæmi um það hvort hann svarar skýrslubeiðnum og þá hvenær.“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þingmenn hafa tekið ansi djúpt í árinni af hæpnu tilefni. „Þingmenn eiga rétt á því að koma á framfæri athugasemdum af þessu tagi. Hins vegar held ég að það væri gagnlegt ef við reyndum að finna farveg fyrir þá umræðu,“ sagði Birgir. Alþingi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja forsætisráðherra hafa svindlað og beitt blekkingum með því að birta ekki tvær skýrslur fyrir kosningar þótt þær hafi verið tilbúnar. Annars vegar er um að ræða skýrslu nefndar um eignir Íslendinga á aflandssvæðum sem var tilbúin í byrjun september í fyrra en var ekki birt fyrr en 6. janúar. Hins vegar er um að ræða skýrslu um leiðréttinguna sem var tilbúin um miðjan október en ekki birt fyrr en 18. janúar. Þetta gagnrýndu þingmenn stjórnarandstöðunnar við upphaf þingfundar í dag. „Ráðherrann er uppvís að því í annað sinn að halda vísvitandi upplýsingum frá almenningi í aðdraganda kosninga sem er fráleitt að þingið sætti sig við, þessa framkomu, og að ráðherra viðhafi slíka leyndarhyggju ítrekað og ráðherra hafi í raun og veru, þáverandi fjármálaráðherra og núverandi forsætisráðherra, beitt þjóð og þing blekkingum. Þetta eru vinnubrögð fyrir neðan allar hellur, virðulegi forseti,” sagði Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagðist líta á frestun á birtingu skýrslanna sem svindl. „Ég lít á þennan atburð sem svindl, ég lít á það þannig að hæstvirtur forsætisráðherra hafi snúið á þingið og þjóðina með því að fela þessar skýrslur á þeim tíma þegar á þeim þurfti að halda í aðdraganda kosninga og í stjórnarmyndunarviðræðum. Þetta er alvarlegt mál," sagði Oddný. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna sagði Alþingi hafa stjórnarksrárvarinn rétt til að fá upplýsingar frá ráðherrum. „Þetta er auðvitað grafalvarlegt þegar ráðherra telur sig geta tekið sér sjálfdæmi og vald í sínar hendur framhjá stjórnarskrá og þingskaparlögum eins og hann eigi sjálfdæmi um það hvort hann svarar skýrslubeiðnum og þá hvenær.“ Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði þingmenn hafa tekið ansi djúpt í árinni af hæpnu tilefni. „Þingmenn eiga rétt á því að koma á framfæri athugasemdum af þessu tagi. Hins vegar held ég að það væri gagnlegt ef við reyndum að finna farveg fyrir þá umræðu,“ sagði Birgir.
Alþingi Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira