Utanríkisráðherra Grænlands hættir við Noregsför vegna hvarfs Birnu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. janúar 2017 06:15 Vittus Qujaukitsoq, ráðherra utanríkismála í grænlensku heimastjórninni. Vísir Vittus Qujaukitsoq, ráðherra utanríkismála í grænlensku heimastjórninni, hefur hætt við fyrirhugaða þátttöku sína í norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontier sem hefjast átti um helgina í Noregi. Hann mun þess í stað einbeita sér að máli grænlensku sjómannanna sem handteknir hafa verið í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur.Þetta kemur fram á grænlenska fréttamiðlinum KNR. Þar er greint frá því að nítján af 28 skipverjum Polar Nanoq séu grænlenskir. Margir áhyggjufullir aðstandendur þeirra hafi því leitað til utanríkisráðuneytis Grænlands til þess að fá aðstoð og upplýsingar um framvindu mála. Samkvæmt upplýsingum KNR mun utanríkisráðuneyti Grænlands starfa náið með íslenskum yfirvöldum, danska sendiráðinu á Íslandi og Polar Seafood, útgerð Polar Nanoq, vegna málsins. Í það minnsta tveir grænlenskir sjómenn eru nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um aðild að hvarfi Birnu. Tveir skipverjar til viðbótar voru einnig handteknir en öðrum þeirra hefur verið sleppt úr haldi. Hinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi sem fannst um borð í Polar Nanoq. Í frétt KNR segir að þeir sem hafi verið handteknir, sem og vitni í málinu, eigi rétt á því að fá aðstoð frá sendiráði sínu, í þessu tilviki danska sendiráðinu í Reykjavík. Áhöfn grænlenska togarans Polar Nanoq er nú stödd á hóteli í Reykjavík þar sem henni hefur verið boðin áfallahjálp frá Rauða krossi Íslands og aðstoð túlks.Þá hefur grænlenska utanríkisráðuneytið komið upp upplýsinganúmeri þar sem aðstandendur áhafnar Polar Nanoq geta komist í samband við utanríkisráðuneytið til að fá upplýsingar um framvindu mála. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Sjá meira
Vittus Qujaukitsoq, ráðherra utanríkismála í grænlensku heimastjórninni, hefur hætt við fyrirhugaða þátttöku sína í norðurslóðaráðstefnunni Arctic Frontier sem hefjast átti um helgina í Noregi. Hann mun þess í stað einbeita sér að máli grænlensku sjómannanna sem handteknir hafa verið í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur.Þetta kemur fram á grænlenska fréttamiðlinum KNR. Þar er greint frá því að nítján af 28 skipverjum Polar Nanoq séu grænlenskir. Margir áhyggjufullir aðstandendur þeirra hafi því leitað til utanríkisráðuneytis Grænlands til þess að fá aðstoð og upplýsingar um framvindu mála. Samkvæmt upplýsingum KNR mun utanríkisráðuneyti Grænlands starfa náið með íslenskum yfirvöldum, danska sendiráðinu á Íslandi og Polar Seafood, útgerð Polar Nanoq, vegna málsins. Í það minnsta tveir grænlenskir sjómenn eru nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um aðild að hvarfi Birnu. Tveir skipverjar til viðbótar voru einnig handteknir en öðrum þeirra hefur verið sleppt úr haldi. Hinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi sem fannst um borð í Polar Nanoq. Í frétt KNR segir að þeir sem hafi verið handteknir, sem og vitni í málinu, eigi rétt á því að fá aðstoð frá sendiráði sínu, í þessu tilviki danska sendiráðinu í Reykjavík. Áhöfn grænlenska togarans Polar Nanoq er nú stödd á hóteli í Reykjavík þar sem henni hefur verið boðin áfallahjálp frá Rauða krossi Íslands og aðstoð túlks.Þá hefur grænlenska utanríkisráðuneytið komið upp upplýsinganúmeri þar sem aðstandendur áhafnar Polar Nanoq geta komist í samband við utanríkisráðuneytið til að fá upplýsingar um framvindu mála.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11 Mest lesið „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Sjá meira
Þungt yfir áhöfn Polar Nanoq sem hefur verið boðin áfallahjálp Dvelja á hóteli í Reykjavík en útgerðarstjóri vonast til að skipið geti haldið á veiðar sem fyrst. 19. janúar 2017 20:16
Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45
Þriðji skipverjinn í gæsluvarðhald grunaður um smygl á 20 kílóum af hassi Maðurinn verður í einangrun til mánudags. 20. janúar 2017 01:11