Grænlendingar miður sín Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. janúar 2017 19:00 Fréttir af hvarfi Birnu Brjánsdóttur eru mest lesnu fréttirnar í grænlenskum fjölmiðlum þessa dagana en einnig áberandi í Færeyjum og öðrum Norðurlöndum. Ingibjörg Björnsdóttir, sem býr á Grænlandi og starfar þar sem hjúkrunarfræðingur, segir grænlensku þjóðina slegna yfir hvarfi Birnu og miður sín yfir því að Grænlendingar séu viðriðnir málið. „Grænlendingar hafa oft átt erfitt uppdráttar í öðrum löndum og ekki alltaf verið litið á þá sem jafningja, sérstaklega meðal Dana og Íslendingar hafa ekki alltaf horft hýru augu til Grænlands, en það hefur verið batnandi viðhorf til þeirra. Og fólk er miður sín að þetta gæti haft áhrif á þeirra stöðu í norrænu samhengi,” segir Ingibjörg. Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. „Mig langar bara að biðja fólk um að gæta sín og muna að þótt grænlenskir ríkisborgarar séu grunaðir um refsiverða háttsemi þá er grænlenska þjóðin ekki grunuð um það og er vinaþjóð okkar,” segir Grímur Grímsson, stjórnandi rannsóknarinnar. Hrafn Jökulsson hefur lengi unnið að sterkari tengslum á milli grænlensku og íslensku þjóðarinnar. Hann segir Grænlendinga stolta af vináttunni við Íslendinga og að fyrst og fremst hafi allir áhyggjur af hvarfi Birnu. „En varðandi viðbrögð einstaka fólks í garð Grænlendinga þá eru þau auðvitað sorgleg. Því við dæmum ekki þjóðir út frá meintu athæfi eða afbrotum einstaklinga. Þannig viljum við Íslendingar ekki láta dæma okkur. Ég man ekki betur en að Íslendingum hafi verið hent út úr búðum í Kaupmannahöfn út af einu hruni og okkur ofbauð það og blöskraði, eðlilega,” segir Hrafn. Hrafn bendir á að sjálfstraust Grænlendinga sé enn brotið eftir niðurlægingu Dana og lítið þurfi til þess að því sé hnekkt. „Þeim finnst líklega hálfu sárara en öðrum að upplifa þetta frá Íslendingum en nokkurri annarri þjóð. Þeir eru ekki undir það búnir og þeir eiga það ekki skilið,” segir Hrafn og að hann voni að þessi leiðinlega umræða fjari út og allir átti sig á að þessi harmleikur snúist ekki um þjóðerni. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Skipstjóri Regina C segir úlfalda gerðan úr mýflugu Jóan Pauli segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. 19. janúar 2017 19:24 Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16 Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Fréttir af hvarfi Birnu Brjánsdóttur eru mest lesnu fréttirnar í grænlenskum fjölmiðlum þessa dagana en einnig áberandi í Færeyjum og öðrum Norðurlöndum. Ingibjörg Björnsdóttir, sem býr á Grænlandi og starfar þar sem hjúkrunarfræðingur, segir grænlensku þjóðina slegna yfir hvarfi Birnu og miður sín yfir því að Grænlendingar séu viðriðnir málið. „Grænlendingar hafa oft átt erfitt uppdráttar í öðrum löndum og ekki alltaf verið litið á þá sem jafningja, sérstaklega meðal Dana og Íslendingar hafa ekki alltaf horft hýru augu til Grænlands, en það hefur verið batnandi viðhorf til þeirra. Og fólk er miður sín að þetta gæti haft áhrif á þeirra stöðu í norrænu samhengi,” segir Ingibjörg. Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. „Mig langar bara að biðja fólk um að gæta sín og muna að þótt grænlenskir ríkisborgarar séu grunaðir um refsiverða háttsemi þá er grænlenska þjóðin ekki grunuð um það og er vinaþjóð okkar,” segir Grímur Grímsson, stjórnandi rannsóknarinnar. Hrafn Jökulsson hefur lengi unnið að sterkari tengslum á milli grænlensku og íslensku þjóðarinnar. Hann segir Grænlendinga stolta af vináttunni við Íslendinga og að fyrst og fremst hafi allir áhyggjur af hvarfi Birnu. „En varðandi viðbrögð einstaka fólks í garð Grænlendinga þá eru þau auðvitað sorgleg. Því við dæmum ekki þjóðir út frá meintu athæfi eða afbrotum einstaklinga. Þannig viljum við Íslendingar ekki láta dæma okkur. Ég man ekki betur en að Íslendingum hafi verið hent út úr búðum í Kaupmannahöfn út af einu hruni og okkur ofbauð það og blöskraði, eðlilega,” segir Hrafn. Hrafn bendir á að sjálfstraust Grænlendinga sé enn brotið eftir niðurlægingu Dana og lítið þurfi til þess að því sé hnekkt. „Þeim finnst líklega hálfu sárara en öðrum að upplifa þetta frá Íslendingum en nokkurri annarri þjóð. Þeir eru ekki undir það búnir og þeir eiga það ekki skilið,” segir Hrafn og að hann voni að þessi leiðinlega umræða fjari út og allir átti sig á að þessi harmleikur snúist ekki um þjóðerni.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Skipstjóri Regina C segir úlfalda gerðan úr mýflugu Jóan Pauli segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. 19. janúar 2017 19:24 Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16 Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49
Skipstjóri Regina C segir úlfalda gerðan úr mýflugu Jóan Pauli segir það ekki rétt að verið sé að senda grænlenska skipverja heim fyrr en ætlað var vegna þess að þeir hafi orðið fyrir aðkasti Íslendinga. 19. janúar 2017 19:24
Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16
Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45