Blóð fannst í Kia Rio bifreiðinni Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 20. janúar 2017 19:21 Þetta er fyrsta örugga vísbendingin um að Birna hafi verið í bílnum á einhverju tímabili, og styður við farsímagögn sem lögregla hefur skoðað undanfarna daga. Vísir Lögreglan hefur fundið blóð í Kia Rio bifreiðinni sem annar Grænlendinganna sem nú er í gæsluvarðhaldi var með á leigu. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu er talið að blóðið sé úr Birnu Brjánsdóttur. Það á þó eftir að staðfesta það endanlega með DNA rannsóknum en sýnið var sent til útlanda til nánari greiningar eftir að lögregla haldlagði bifreiðina síðast liðinn þriðjudag. Áður hafði Vísir greint frá því að gögn hefðu fundist í bílnum sem bentu til þess að misindisverk hefði verið framið.Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness en ákæruvaldið hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar og fer fram á gæsluvarðhald í fjórar vikur.Vísir/Anton BrinkBlóðsýni sent út til rannsóknar Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi, staðfestir við fréttastofu að blóðsýni hafi fundist í bílnum og það hafi verið sent út til rannsóknar. Þetta er besta vísbending lögreglu um að Birna hafi verið í bílnum á einhverju tímabili, og styður við farsímagögn sem lögregla hefur skoðað undanfarna daga. Mennirnir hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald, en ákæruvaldið kærði úrskurð héraðsdóms og fer fram á fjóra vikur. Þeir eru grunaðir um manndráp. Mennirnir voru yfirheyrðir við komuna til landsins á miðvikudagskvöld, aftur í gær og yfirheyrslum var framhaldið í dag. Grímur Grímsson, sem stýrir rannókninni á hvarfi Birnu, reiknar ekki með því að yfirheyrslum verði framhaldið um helgina nema nýjar vísbendingar komi fram.Víðtæk leit um helgina Birna hvarf í miðbænum á aðfaranótt síðasta laugardags og ekkert hefur spurst til hennar síðan. Framundan er ein stærsta leitaraðgerð ef ekki sú stærsta á suðvesturhorni landsins á morgun.Þá hefur lögregla lýst eftir ökumanni hvítrar bifreiðar á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði um klukkan 12:24 í hádeginu á laugardag. Sömuleiðis er óskað eftir því að eigendur bíla með myndavélabúnað, sem voru á ferðinni á suðvesturhorninu frá 7 til 11:30 á laugardagsmorgun, skoði upptökur í bílnum sínum. Í þeim tilgangi að athuga hvort rauðu Kia Rio bifreiðinni bregður fyrir. Birnu hefur verið saknað í tæpa viku en hún sást síðast á eftirlitsmyndavél á Laugavegi klukkan 05:25 að morgni laugardags. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16 Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45 Rauði bíllinn ekki á hafnarsvæðinu í um fjóra klukkutíma á laugardagsmorgun Lögregluna vantar upplýsingar um ferðir rauðu Kia Rio-bifreiðarinnar á milli klukkan 7 og 11:30. 20. janúar 2017 14:45 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Lögreglan hefur fundið blóð í Kia Rio bifreiðinni sem annar Grænlendinganna sem nú er í gæsluvarðhaldi var með á leigu. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum fréttastofu er talið að blóðið sé úr Birnu Brjánsdóttur. Það á þó eftir að staðfesta það endanlega með DNA rannsóknum en sýnið var sent til útlanda til nánari greiningar eftir að lögregla haldlagði bifreiðina síðast liðinn þriðjudag. Áður hafði Vísir greint frá því að gögn hefðu fundist í bílnum sem bentu til þess að misindisverk hefði verið framið.Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness en ákæruvaldið hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar og fer fram á gæsluvarðhald í fjórar vikur.Vísir/Anton BrinkBlóðsýni sent út til rannsóknar Einar Guðberg Jónsson, lögreglufulltrúi, staðfestir við fréttastofu að blóðsýni hafi fundist í bílnum og það hafi verið sent út til rannsóknar. Þetta er besta vísbending lögreglu um að Birna hafi verið í bílnum á einhverju tímabili, og styður við farsímagögn sem lögregla hefur skoðað undanfarna daga. Mennirnir hafa verið úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald, en ákæruvaldið kærði úrskurð héraðsdóms og fer fram á fjóra vikur. Þeir eru grunaðir um manndráp. Mennirnir voru yfirheyrðir við komuna til landsins á miðvikudagskvöld, aftur í gær og yfirheyrslum var framhaldið í dag. Grímur Grímsson, sem stýrir rannókninni á hvarfi Birnu, reiknar ekki með því að yfirheyrslum verði framhaldið um helgina nema nýjar vísbendingar komi fram.Víðtæk leit um helgina Birna hvarf í miðbænum á aðfaranótt síðasta laugardags og ekkert hefur spurst til hennar síðan. Framundan er ein stærsta leitaraðgerð ef ekki sú stærsta á suðvesturhorni landsins á morgun.Þá hefur lögregla lýst eftir ökumanni hvítrar bifreiðar á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði um klukkan 12:24 í hádeginu á laugardag. Sömuleiðis er óskað eftir því að eigendur bíla með myndavélabúnað, sem voru á ferðinni á suðvesturhorninu frá 7 til 11:30 á laugardagsmorgun, skoði upptökur í bílnum sínum. Í þeim tilgangi að athuga hvort rauðu Kia Rio bifreiðinni bregður fyrir. Birnu hefur verið saknað í tæpa viku en hún sást síðast á eftirlitsmyndavél á Laugavegi klukkan 05:25 að morgni laugardags.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49 Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16 Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45 Rauði bíllinn ekki á hafnarsvæðinu í um fjóra klukkutíma á laugardagsmorgun Lögregluna vantar upplýsingar um ferðir rauðu Kia Rio-bifreiðarinnar á milli klukkan 7 og 11:30. 20. janúar 2017 14:45 Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Viðskipti innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Þyrfti að tvöfalda hlutfall smærri íbúða til að anna eftirspurn Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
Líklegast að Birna hafi farið upp í rauða bílinn á Laugavegi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, segir lögregluna telja að hún hafi farið upp í rauða Kia Rio-bifreið við Laugaveg 31 aðfaranótt laugardags klukkan 05:25. 20. janúar 2017 08:49
Lögregla lýsir eftir ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við hvarf Birnu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af ökumanni hvíta bílsins, sem var ekið vestur Óseyrarbraut í Hafnarfirði laugardaginn 14. janúar kl. 12.24. 20. janúar 2017 16:16
Skipverjarnir höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð Grænlensku skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir hafa verið í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að eiga aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur höfðu um 100 klukkustundir til þess að samræma framburð, sé miðað við það að Birna hverfur snemma á laugardagsmorgun og mennirnir eru ekki handteknir fyrr en um borð í Polar Nanoq fyrr en í hádeginu á miðvikudegi. 20. janúar 2017 11:45
Rauði bíllinn ekki á hafnarsvæðinu í um fjóra klukkutíma á laugardagsmorgun Lögregluna vantar upplýsingar um ferðir rauðu Kia Rio-bifreiðarinnar á milli klukkan 7 og 11:30. 20. janúar 2017 14:45
Grunaðir um manndráp Tveir skipverjar á Polar Nanoq voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli 211.gr almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. 20. janúar 2017 00:45