Rætt verður um komandi forsetatíð Donalds Trump í Víglínunni í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 á eftir Bylgjufréttum klukkan 12:20. Gestir þáttarins verða þau Smári McCarthy, þingmaður Pírata, Nichole Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar og Friðjón Friðjónsson almannatengill.
Þá verður farið yfir stöðuna í pólitíkinni hér heima en Alþingi kemur saman á ný í næstu viku. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokks koma í þáttinn til að ræða þessi mál og önnur.
Umsjónarmaður er Höskuldur Kári Schram.

