„Alltaf einhverjar mögulegar vísbendingar sem detta inn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2017 14:26 Frá leitinni að Birnu í dag. vísir Hjálmar Örn Guðmarsson í aðgerðastjórn Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu segir að leit að Birnu Brjánsdóttur hafi gengið þokkalega það sem af er degi. Hún hefur hins vegar ekki enn skilað þeim árangri að hægt sé að þrengja leitarsvæðið en nú eru leitarhópar úti um allt Reykjanes og í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. „Það er mjög mikið af sveitum úti, yfir 500 einstaklingar sem eru úti að leita eða sinna þjónustu í húsi. Það er í raun öllu tjaldað til hvað varðar mannskap, bíla, fjórhjól, hunda og svo framvegis,“ segir Hjálmar í samtali við Vísi en björgunarsveitarmenn af öllu landinu koma að leitinni.Tímafrekt og krefst mikillar einbeitingar Þrátt fyrir að ekki hafi verið hægt að þrengja leitarsvæðið hafa leitarmenn fundið ýmislegt. Ekki er þó hægt að fullyrða að neitt af því tengist hvarfi Birnu. „Í svona leit þá eru alltaf einhverjar mögulegar vísbendingar sem detta inn, það er að segja hlutir sem finnast. Svo er það bara kannað hjá lögreglu hvort það megi rekja til hennar og ef svo er talið þá er haldið áfram með. Að öðru leyti er það sett til hliðar og haldið áfram. Þannig að í sumum tilfellum getur þetta verið seinlegt ferli ef við erum að vinna á svæði þar sem getur verið mikið af upplýsingum. Þetta er því tímafrekt og krefst mikillar einbeitingar,“ segir Hjálmar.Þjóðin stendur öll á bak við leitina að Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að leitað verði fram í myrkur og staðan þá metin. Ef leitin skilar ekki árangri í dag verður áfram leitað á morgun. Hann segir lögregluna gríðarlega þakkláta fyrir starf björgunarsveitanna í tengslum við hvarf Birnu. „Við höfum hingað til verið með um 300 manns í stórum leitum þannig að þetta er næstum því tvöfalt fleiri en það nú. Við hérna á höfuðborgarsvæðinu erum gríðarlega þakklát fyrir þennan stuðning og þetta viðbragð. Það sýnir sig síðan hvað þjóðin stendur öll á bak við þessa leit að það eru ógrynni af fyrirtæki og einstaklingum sem eru að koma og gefa mat fyrir leitarliðið, og við erum að fá beiðnir frá fólki um að aðstoða á einhvern hátt þó að það sé ekki endilega að leita. Maður er bara hrærður fyrir allan þennan stuðning sem maður er að fá,“ segir Ásgeir. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11 Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50 Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Björgunarsveitarfólk eru um 500 talsins. Lagt verður áherslu á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst of fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. 21. janúar 2017 10:01 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Hjálmar Örn Guðmarsson í aðgerðastjórn Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu segir að leit að Birnu Brjánsdóttur hafi gengið þokkalega það sem af er degi. Hún hefur hins vegar ekki enn skilað þeim árangri að hægt sé að þrengja leitarsvæðið en nú eru leitarhópar úti um allt Reykjanes og í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. „Það er mjög mikið af sveitum úti, yfir 500 einstaklingar sem eru úti að leita eða sinna þjónustu í húsi. Það er í raun öllu tjaldað til hvað varðar mannskap, bíla, fjórhjól, hunda og svo framvegis,“ segir Hjálmar í samtali við Vísi en björgunarsveitarmenn af öllu landinu koma að leitinni.Tímafrekt og krefst mikillar einbeitingar Þrátt fyrir að ekki hafi verið hægt að þrengja leitarsvæðið hafa leitarmenn fundið ýmislegt. Ekki er þó hægt að fullyrða að neitt af því tengist hvarfi Birnu. „Í svona leit þá eru alltaf einhverjar mögulegar vísbendingar sem detta inn, það er að segja hlutir sem finnast. Svo er það bara kannað hjá lögreglu hvort það megi rekja til hennar og ef svo er talið þá er haldið áfram með. Að öðru leyti er það sett til hliðar og haldið áfram. Þannig að í sumum tilfellum getur þetta verið seinlegt ferli ef við erum að vinna á svæði þar sem getur verið mikið af upplýsingum. Þetta er því tímafrekt og krefst mikillar einbeitingar,“ segir Hjálmar.Þjóðin stendur öll á bak við leitina að Birnu Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að leitað verði fram í myrkur og staðan þá metin. Ef leitin skilar ekki árangri í dag verður áfram leitað á morgun. Hann segir lögregluna gríðarlega þakkláta fyrir starf björgunarsveitanna í tengslum við hvarf Birnu. „Við höfum hingað til verið með um 300 manns í stórum leitum þannig að þetta er næstum því tvöfalt fleiri en það nú. Við hérna á höfuðborgarsvæðinu erum gríðarlega þakklát fyrir þennan stuðning og þetta viðbragð. Það sýnir sig síðan hvað þjóðin stendur öll á bak við þessa leit að það eru ógrynni af fyrirtæki og einstaklingum sem eru að koma og gefa mat fyrir leitarliðið, og við erum að fá beiðnir frá fólki um að aðstoða á einhvern hátt þó að það sé ekki endilega að leita. Maður er bara hrærður fyrir allan þennan stuðning sem maður er að fá,“ segir Ásgeir.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11 Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50 Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Björgunarsveitarfólk eru um 500 talsins. Lagt verður áherslu á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst of fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. 21. janúar 2017 10:01 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Umfangsmesta leit sögunnar: Fimm hundruð björgunarsveitarmenn leita að Birnu Alls munu um 500 björgunarsveitarmenn af öllu landinu taka þátt í leitinni að Birnu Brjánsdóttur í dag. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg kemur fram að þetta sé umfangsmesta leit sem félagið hefur skipulagt. 21. janúar 2017 08:11
Leyfir sér að vera vongóður um að Birna finnist í dag Grímur Grímsson, sem stýrir rannsókn lögreglunnar á hvarfi Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað í heila viku, kveðst vongóður um að umfangsmikil leit sem hófst í morgun og standa mun í allan dag skili því að Birna finnist. 21. janúar 2017 11:50
Leitin að Birnu: Stefna á að leysa 2000 verkefni um helgina Þorsteinn G. Gunnarsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir þetta umfangsmestu leit sem Landsbjörg hefur farið í. Björgunarsveitarfólk eru um 500 talsins. Lagt verður áherslu á svæði frá Borgarnesi að Selfossi og allan Reykjanesskagann. Áherslan er fyrst of fremst lögð á vegi og vegaslóða á þessu svæði. 21. janúar 2017 10:01