Óli Björn segir Bjarna Ben hafa sýnt af sér klaufaskap Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2017 19:04 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hafi verið klaufaskapur hjá Bjarna Benediktssyni að birta ekki skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fyrir kosningar. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna voru meðal gesta í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í dag. Þar voru þau meðal annars spurð út í skoðun þeirra á því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafnaði boði efnahags og viðskiptanefndar Alþingis um að mæta á fund nefndarinnar til að ræða skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum en Óli Björn er varaformaður nefndarinnar.Var það rétt ákvörðun að þínu mati hjá Bjarna að mæta ekki?„Já, já það þjónaði engum tilgangi að fyrrverandi fjármálaráðherra og núverandi forsætisráðherra hefði mætt á þann fund. Það hefði ekki skilað neinu,“ sagði Óli Björn.Rósa Björk BrynjólfsdóttirVísir/StefánSkýrslan um aflandsfélögin var tilbúin all nokkru fyrir kosningar en Bjarni gerði hana ekki opinbera fyrr en nokkru eftir kosningar. Óli Björn sagði Bjarna væri búinn að svara fyrir málið í fjölmiðlum og þingmenn gætu rætt við forsætisráðherra á Alþingi.En hvað finnst þér um það að hann hafi ekki skilað þessari skýrslu?„Ég held að það hafi verið fremur klaufaskapur að gera það. En það er nú ekki í fyrsta skipti sem starfshópar skila skýrslum.“Ég á við að hún skyldi ekki hafa verið gerð opinber strax strax?„Ég skil hvað þú átt við, ég er að segja það,“ sagði Óli Björn. Rósa Björk segir óklókt hjá forsætisráðherra að mæta ekki fyrir þingnefndina. „Þetta bætist við það að skýrslan, hann ákvað að leyna henni fram yfir kosningar. Sem er líka í besta falli óklókt og þegar verið er að tala um klaufaskap; þetta hefur ekkert með klaufaskap að gera. Þetta var í raun og veru gjörð Bjarna Benediktssonar til að leyna almenning upplýsingum,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Víglínuna í heild sinni má sjá hér að ofan. Alþingi Víglínan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hafi verið klaufaskapur hjá Bjarna Benediktssyni að birta ekki skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fyrir kosningar. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna voru meðal gesta í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í dag. Þar voru þau meðal annars spurð út í skoðun þeirra á því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafnaði boði efnahags og viðskiptanefndar Alþingis um að mæta á fund nefndarinnar til að ræða skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum en Óli Björn er varaformaður nefndarinnar.Var það rétt ákvörðun að þínu mati hjá Bjarna að mæta ekki?„Já, já það þjónaði engum tilgangi að fyrrverandi fjármálaráðherra og núverandi forsætisráðherra hefði mætt á þann fund. Það hefði ekki skilað neinu,“ sagði Óli Björn.Rósa Björk BrynjólfsdóttirVísir/StefánSkýrslan um aflandsfélögin var tilbúin all nokkru fyrir kosningar en Bjarni gerði hana ekki opinbera fyrr en nokkru eftir kosningar. Óli Björn sagði Bjarna væri búinn að svara fyrir málið í fjölmiðlum og þingmenn gætu rætt við forsætisráðherra á Alþingi.En hvað finnst þér um það að hann hafi ekki skilað þessari skýrslu?„Ég held að það hafi verið fremur klaufaskapur að gera það. En það er nú ekki í fyrsta skipti sem starfshópar skila skýrslum.“Ég á við að hún skyldi ekki hafa verið gerð opinber strax strax?„Ég skil hvað þú átt við, ég er að segja það,“ sagði Óli Björn. Rósa Björk segir óklókt hjá forsætisráðherra að mæta ekki fyrir þingnefndina. „Þetta bætist við það að skýrslan, hann ákvað að leyna henni fram yfir kosningar. Sem er líka í besta falli óklókt og þegar verið er að tala um klaufaskap; þetta hefur ekkert með klaufaskap að gera. Þetta var í raun og veru gjörð Bjarna Benediktssonar til að leyna almenning upplýsingum,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir. Víglínuna í heild sinni má sjá hér að ofan.
Alþingi Víglínan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Sjá meira