„Maður verður að vona það besta“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 22. janúar 2017 20:00 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. VÍSIR/SKJÁSKOT Íslenskur veðurfræðingur og sérfæðingur í loftslagsmálum segir að alþjóðasamfélagið verði að vona það besta og treysta á að alþjóðasamningar hefti stefnu Donalds Trump í að draga úr öllum áætlunum og fjárútlátum í málaflokka tengdum aðgerðaáætlunum í loftslagsmálum. Íslendingar séu í aðstöðu til að láta til sín taka.Heimsíðu Hvíta hússins var umturnað strax eftir að Donald Trump tók við forsetaembætti á föstudag. Athygli vakti að starfsáætlun Hvíta hússins gegn loftslagsbreytingum var skipt út fyrir orkuáætlunina America First Energy Plan sem sögð er hafa hag Bandaríkjanna að leiðarljósi. Þar segir meðal annars að Trump ætli að draga úr öllum áætlunum og fjárútlátum í óþarfa málaflokka á borð við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Trump sagði á heimasíðu sinni fyrir kosningar að hann ætlaði sér einnig að draga Bandaríkin út úr Parísarsáttmálanum og stöðva allar greiðslur til loftslagsaðgerða á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þetta þarf kannski ekki að koma neinum á óvart þar sem Trump hefur farið mikinn í ummælum sínum um loftslagsbreytingar í viðtölum og á samskiptamiðlum undanfarna mánuði og ár. En hvað þýðir þessa breytta stefna Bandaríkjamanna í loftslagsmálum fyrir Parísarsáttmálann og alþjóðasamfélagið? „Maður verður að treysta því að forsetinn hafi ekki öll völd og ríkisstjórn hans. Að þingið geti gripið í taumanna. Maður verður að vera bjartsýnn hvað það varðar. Og að aðlþjóðasamningar hefti Bandaríkjamenn að einhverju leyti og skuldbindingar þar í þessum málum,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og sérfræðingur í loftslagsmálum. Hann telur að Íslendingar geti haft heilmikil áhrif í þessu samhengi. „Íslendingar eiga auðvitað að láta til sín taka til dæmis innan Norðurskautsráðsins, þar sem við vinnum bæði með Bandaríkjamönnum og Rússum, og láta rödd okkar heyrast hvað þetta varðar. Maður verður í raun og veru bara að vona það besta. Maður verður að vona það að þó svo að bandaríkjaforseti sé á þessari skoðun, þá er hann ekki einráður í landinu. Að það séu skynsöm öfl sem haldi þessari ágætu þjóð á þokkalegu spori hvað þetta varðar,“segir Einar. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin og Kína fullgilda Parísarsamninginn um loftslagsmál Fréttirnar eru taldar þrýsta verulega á önnur ríki að fullgilda samninginn. 3. september 2016 10:36 Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30 Ríkisstjórn Obama gefst ekki upp í loftslagsmálum John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta muni nýta allar leiðir til að innleiða Parísarsáttmálann sem fyrst áður en Donald Trump tekur við sem forseti Bandaríkjanna 13. nóvember 2016 14:07 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Íslenskur veðurfræðingur og sérfæðingur í loftslagsmálum segir að alþjóðasamfélagið verði að vona það besta og treysta á að alþjóðasamningar hefti stefnu Donalds Trump í að draga úr öllum áætlunum og fjárútlátum í málaflokka tengdum aðgerðaáætlunum í loftslagsmálum. Íslendingar séu í aðstöðu til að láta til sín taka.Heimsíðu Hvíta hússins var umturnað strax eftir að Donald Trump tók við forsetaembætti á föstudag. Athygli vakti að starfsáætlun Hvíta hússins gegn loftslagsbreytingum var skipt út fyrir orkuáætlunina America First Energy Plan sem sögð er hafa hag Bandaríkjanna að leiðarljósi. Þar segir meðal annars að Trump ætli að draga úr öllum áætlunum og fjárútlátum í óþarfa málaflokka á borð við aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Trump sagði á heimasíðu sinni fyrir kosningar að hann ætlaði sér einnig að draga Bandaríkin út úr Parísarsáttmálanum og stöðva allar greiðslur til loftslagsaðgerða á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þetta þarf kannski ekki að koma neinum á óvart þar sem Trump hefur farið mikinn í ummælum sínum um loftslagsbreytingar í viðtölum og á samskiptamiðlum undanfarna mánuði og ár. En hvað þýðir þessa breytta stefna Bandaríkjamanna í loftslagsmálum fyrir Parísarsáttmálann og alþjóðasamfélagið? „Maður verður að treysta því að forsetinn hafi ekki öll völd og ríkisstjórn hans. Að þingið geti gripið í taumanna. Maður verður að vera bjartsýnn hvað það varðar. Og að aðlþjóðasamningar hefti Bandaríkjamenn að einhverju leyti og skuldbindingar þar í þessum málum,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og sérfræðingur í loftslagsmálum. Hann telur að Íslendingar geti haft heilmikil áhrif í þessu samhengi. „Íslendingar eiga auðvitað að láta til sín taka til dæmis innan Norðurskautsráðsins, þar sem við vinnum bæði með Bandaríkjamönnum og Rússum, og láta rödd okkar heyrast hvað þetta varðar. Maður verður í raun og veru bara að vona það besta. Maður verður að vona það að þó svo að bandaríkjaforseti sé á þessari skoðun, þá er hann ekki einráður í landinu. Að það séu skynsöm öfl sem haldi þessari ágætu þjóð á þokkalegu spori hvað þetta varðar,“segir Einar.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin og Kína fullgilda Parísarsamninginn um loftslagsmál Fréttirnar eru taldar þrýsta verulega á önnur ríki að fullgilda samninginn. 3. september 2016 10:36 Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30 Ríkisstjórn Obama gefst ekki upp í loftslagsmálum John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta muni nýta allar leiðir til að innleiða Parísarsáttmálann sem fyrst áður en Donald Trump tekur við sem forseti Bandaríkjanna 13. nóvember 2016 14:07 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Bandaríkin og Kína fullgilda Parísarsamninginn um loftslagsmál Fréttirnar eru taldar þrýsta verulega á önnur ríki að fullgilda samninginn. 3. september 2016 10:36
Trump fundaði með Gore um loftslagsmál Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjannai, fundaði í dag með Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna og dóttur hans Ivönku Trump, um aðgerðir í loftslagsmálum. 5. desember 2016 23:30
Ríkisstjórn Obama gefst ekki upp í loftslagsmálum John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna sagði að ríkisstjórn Barack Obama Bandaríkjaforseta muni nýta allar leiðir til að innleiða Parísarsáttmálann sem fyrst áður en Donald Trump tekur við sem forseti Bandaríkjanna 13. nóvember 2016 14:07
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum