Líkið krufið síðar í dag Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. janúar 2017 11:15 Selvogsviti á sunnanverðu Reykjanesi, þar sem líkið fannst. Vísir/Getty Líkið sem fannst við Selvogsvita í hádeginu í gær verður krufið seinni partinn í dag. Að krufningu lokinni ætti að vera hægt að segja til með vissu hvort um lík Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið í rúma viku, sé að ræða. Vísir greindi frá því í gær að austurrískur réttarmeinalæknir væri á leið til landsins en hann mun annast rannsóknina á líkinu. Hann er væntanlegur um hádegi en hann starfar bæði hér og erlendis við réttarmeinarannsóknir. Vonast er til að hann gæti fundið svörin við fjölda útistandandi spurninga; eins og hvort um Birnu sé að ræða, hver dánarorsök hennar var, hvenær hún lést og hvort dauða hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Lögreglan gengur þó út frá því að Birnu hafi verið ráðinn bani í rauðu Kia Rio bifreiðinni, ekki síst í ljósi blóðs úr Birnu sem fannst í bílnum. Sjá einnig: Mörgum spurningum ósvarað: Austurrískur sérfræðingur á leið til landsinsEkki verður þó fyllilega úr því skorið fyrr en eftir krufningu á líkinu og ítarlegri rannsókn á áverkunum. Grímur Grímsson segir að mennirnir tveir sem grunaðir eru um aðild á málinu verði annað hvort yfirheyrðir í kvöld eða á morgun. Hvort það verði gert á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, þar sem þeir voru yfirheyrðir fyrir helgi, eða á Litla-Hrauni, þar sem þeir eru nú í einangrun, hefur ekki verið ákveðið. „Það getur hvort tveggja verið, það er yfirheyrslubúnaður á Litla Hrauni og svo auðvitað hér [í borginni],“ segir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu. Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í liðinni viku. Búið er að kæra þann úrskurð en ekki liggur fyrir hvort að Hæstiréttur fallist á að framlengja gæsluvarðhaldið um tvær vikur til viðbótar eins og farið hefur verið fram á. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginum. 23. janúar 2017 10:00 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Líkið sem fannst við Selvogsvita í hádeginu í gær verður krufið seinni partinn í dag. Að krufningu lokinni ætti að vera hægt að segja til með vissu hvort um lík Birnu Brjánsdóttur, sem saknað hefur verið í rúma viku, sé að ræða. Vísir greindi frá því í gær að austurrískur réttarmeinalæknir væri á leið til landsins en hann mun annast rannsóknina á líkinu. Hann er væntanlegur um hádegi en hann starfar bæði hér og erlendis við réttarmeinarannsóknir. Vonast er til að hann gæti fundið svörin við fjölda útistandandi spurninga; eins og hvort um Birnu sé að ræða, hver dánarorsök hennar var, hvenær hún lést og hvort dauða hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Lögreglan gengur þó út frá því að Birnu hafi verið ráðinn bani í rauðu Kia Rio bifreiðinni, ekki síst í ljósi blóðs úr Birnu sem fannst í bílnum. Sjá einnig: Mörgum spurningum ósvarað: Austurrískur sérfræðingur á leið til landsinsEkki verður þó fyllilega úr því skorið fyrr en eftir krufningu á líkinu og ítarlegri rannsókn á áverkunum. Grímur Grímsson segir að mennirnir tveir sem grunaðir eru um aðild á málinu verði annað hvort yfirheyrðir í kvöld eða á morgun. Hvort það verði gert á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, þar sem þeir voru yfirheyrðir fyrir helgi, eða á Litla-Hrauni, þar sem þeir eru nú í einangrun, hefur ekki verið ákveðið. „Það getur hvort tveggja verið, það er yfirheyrslubúnaður á Litla Hrauni og svo auðvitað hér [í borginni],“ segir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu. Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í liðinni viku. Búið er að kæra þann úrskurð en ekki liggur fyrir hvort að Hæstiréttur fallist á að framlengja gæsluvarðhaldið um tvær vikur til viðbótar eins og farið hefur verið fram á.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00 Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginum. 23. janúar 2017 10:00 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Þjóðin syrgir Birnu: „Birna er ég og allar vinkonur mínar“ Íslendingar minnast Birnu Brjánsdóttur um allt land. 23. janúar 2017 11:00
Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginum. 23. janúar 2017 10:00
Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30