Guðni Th. Jóhannesson sendi í dag foreldrum Birnu Brjánsdóttur innilegar samúðarkveðjur. Hann segir minninguna um Birnu, unga og bjarta stúlku sem tekin var í blóma lífsins, muni ætíð lifa með íslenskri þjóð.
Hann segijst jafnframt vilja koma á framfæri þökkum til björgunarsveita, lögreglu og annarra sem leituðu Birnu. „Í samstöðu og einhug eigum við Íslendingar mikinn styrk,“ segir í tilkynningu frá embætti forseta Íslands.
Tilkynninguna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
Ég hef í dag sent foreldrum Birnu Brjánsdóttur innilegar samúðarkveðjur. Orð fá ekki linað hina miklu sorg en minningin um Birnu, þessa ungu og björtu stúlku, sem var tekin frá okkur í blóma lífsins, mun ætíð lifa með íslenskri þjóð.
Um leið vil ég koma á framfæri þökkum til björgunarsveitarfólks, lögreglu og annarra sem leituðu að Birnu og rannsökuðu hvarf hennar. Í samstöðu og einhug eigum við Íslendingar mikinn styrk.
Forsetinn sendir samúðarkveðju til fjölskyldu Birnu: „Orð fá ekki linað hina miklu sorg“
Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
