Einstaklingarnir hans Bjarna Ögmundur Jónasson skrifar 24. janúar 2017 07:00 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að einstaklingum sé treystandi fyrir náttúruperlum. Nú er ég einstaklingur og velti ég því fyrir mér hvort orðunum væri beint til mín og allra hinna einstaklinganna sem höfum malbikað vegina á Íslandi, gert bílastæðin við Geysi, Gullfoss og Kerið og að Sólheimajökli aka menn á vegum sem lagðir eru fyrir peningana okkar. Og af þessu erum við stolt. Fyrir bragðið getur fólk ekið um landið og notið náttúrunnar, óháð efnahag. Í uppvexti barna minna fórum við á hverju einasta ári hringinn, heilan eða hálfan, komum aftur og aftur til að skoða náttúrudjásnin, fræðast um þau og njóta þeirra, gera þau samofin sjálfsvitund okkar.Hvað með þig lesandi góður? En ég þykist vita að það séu allt aðrir einstaklingar sem forsætisráðherrann á við, þeir einstaklingar sem hann segist treysta svo vel. Einstaklingarnir hans Bjarna Benediktssonar vilja nefnilega breyta öllu þessu. Þeir eru staðráðnir í að fénýta náttúruna í eigin þágu og síðan hafa þeir fengið ferðamálaráðherra í lið með sér, auk forsætisráðherrans, sem telur þetta geysilega eftirsóknarvert því með þessu móti megi stýra aðgangi okkar að náttúrunni. Sem sagt efnahagurinn ráði því hver fái að skoða hvað í landinu okkar. Þetta er allt annað tal en við heyrum frá Landvernd og öðrum ámóta sem vilja friðlýsa og takmarka aðgengi tímabundið af verndarástæðum.Almenningur vill eitt, hagsmunaaðilar annað En halda þau virkilega að þau komist upp með þetta? Ætlar þú, lesandi góður, að láta þetta fólk stela af okkur landinu, rukka okkur fyrir að horfa á sköpunarverkið og njóta náttúrunnar nema gegn gjaldi – ofan í þeirra vasa? Nú má vel vera að takmarka þurfi aðgang að Íslandi yfirleitt. Hægur vandinn væri að gera það í Leifsstöð. Hætta að stækka þjónustusvæðið sjálfkrafa þegar flugfélögin krefjast þess; segja þeim einfaldlega að þau geti flogið á Egilsstaði eða Akureyri eða þá Ísafjörð. Fullbókað sé í Leifsstöð. Síðan hélt ég að allur almenningur væri sammála um að skattleggja túrismann í flugstöðvunum eða á hótelunum. Nei, handlangarar flugfélaganna og hótelanna í Stjórnarráði Íslands hlusta ekki á neitt slíkt enda varðstöðumenn hagsmuna, telja hins vegar í lagi að skattleggja íslensk börn! Og vegfarendur. Síðan þykist þetta fólk vera svo mikið á móti sköttum og hvers kyns gjaldtöku. Fólk eigi einvörðungu að greiða fyrir veitta þjónustu.Hvaða einstaklingum á að taka mark á? Auðvitað mátti búast við þessu. Þetta er fólkið sem vill einkavæðingu. En það breytir því ekki að manni verður illt að sjá landeigendur mætta í fjölmiðlana með vatn í munni. Og þegar eru þeir farnir að læsa hellum og setja upp rukkunarskúra. Þetta þurfum við að stöðva; við sem ekki teljumst vera einstaklingar samkvæmt orðabók nýrrar ríkisstjórnar, en höfum þó byggt upp þetta land. Um þetta ætla ég ekki að hafa fleiri orð á þessu stigi að öðru leyti en að segja það skýrt og skilmerkilega að hér eru ráðherrar og ríkisstjórn komin í stríð við fjöldann allan af fólki sem telur sig vera einstaklinga sem þurfi að taka mark á; einstaklinga af holdi og blóði, ekkert síður alvöru einstaklinga en þá sem nú munda posavélarnar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að einstaklingum sé treystandi fyrir náttúruperlum. Nú er ég einstaklingur og velti ég því fyrir mér hvort orðunum væri beint til mín og allra hinna einstaklinganna sem höfum malbikað vegina á Íslandi, gert bílastæðin við Geysi, Gullfoss og Kerið og að Sólheimajökli aka menn á vegum sem lagðir eru fyrir peningana okkar. Og af þessu erum við stolt. Fyrir bragðið getur fólk ekið um landið og notið náttúrunnar, óháð efnahag. Í uppvexti barna minna fórum við á hverju einasta ári hringinn, heilan eða hálfan, komum aftur og aftur til að skoða náttúrudjásnin, fræðast um þau og njóta þeirra, gera þau samofin sjálfsvitund okkar.Hvað með þig lesandi góður? En ég þykist vita að það séu allt aðrir einstaklingar sem forsætisráðherrann á við, þeir einstaklingar sem hann segist treysta svo vel. Einstaklingarnir hans Bjarna Benediktssonar vilja nefnilega breyta öllu þessu. Þeir eru staðráðnir í að fénýta náttúruna í eigin þágu og síðan hafa þeir fengið ferðamálaráðherra í lið með sér, auk forsætisráðherrans, sem telur þetta geysilega eftirsóknarvert því með þessu móti megi stýra aðgangi okkar að náttúrunni. Sem sagt efnahagurinn ráði því hver fái að skoða hvað í landinu okkar. Þetta er allt annað tal en við heyrum frá Landvernd og öðrum ámóta sem vilja friðlýsa og takmarka aðgengi tímabundið af verndarástæðum.Almenningur vill eitt, hagsmunaaðilar annað En halda þau virkilega að þau komist upp með þetta? Ætlar þú, lesandi góður, að láta þetta fólk stela af okkur landinu, rukka okkur fyrir að horfa á sköpunarverkið og njóta náttúrunnar nema gegn gjaldi – ofan í þeirra vasa? Nú má vel vera að takmarka þurfi aðgang að Íslandi yfirleitt. Hægur vandinn væri að gera það í Leifsstöð. Hætta að stækka þjónustusvæðið sjálfkrafa þegar flugfélögin krefjast þess; segja þeim einfaldlega að þau geti flogið á Egilsstaði eða Akureyri eða þá Ísafjörð. Fullbókað sé í Leifsstöð. Síðan hélt ég að allur almenningur væri sammála um að skattleggja túrismann í flugstöðvunum eða á hótelunum. Nei, handlangarar flugfélaganna og hótelanna í Stjórnarráði Íslands hlusta ekki á neitt slíkt enda varðstöðumenn hagsmuna, telja hins vegar í lagi að skattleggja íslensk börn! Og vegfarendur. Síðan þykist þetta fólk vera svo mikið á móti sköttum og hvers kyns gjaldtöku. Fólk eigi einvörðungu að greiða fyrir veitta þjónustu.Hvaða einstaklingum á að taka mark á? Auðvitað mátti búast við þessu. Þetta er fólkið sem vill einkavæðingu. En það breytir því ekki að manni verður illt að sjá landeigendur mætta í fjölmiðlana með vatn í munni. Og þegar eru þeir farnir að læsa hellum og setja upp rukkunarskúra. Þetta þurfum við að stöðva; við sem ekki teljumst vera einstaklingar samkvæmt orðabók nýrrar ríkisstjórnar, en höfum þó byggt upp þetta land. Um þetta ætla ég ekki að hafa fleiri orð á þessu stigi að öðru leyti en að segja það skýrt og skilmerkilega að hér eru ráðherrar og ríkisstjórn komin í stríð við fjöldann allan af fólki sem telur sig vera einstaklinga sem þurfi að taka mark á; einstaklinga af holdi og blóði, ekkert síður alvöru einstaklinga en þá sem nú munda posavélarnar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar