Togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur fyrir hassfundinn Svavar Hávarðsson skrifar 24. janúar 2017 07:00 Ógerlegt er að leita í öllum skipum sem koma í íslenska höfn – enda tíma- og mannfrek aðgerð. vísir/anton brink Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. Það voru tollverðir sem síðar fundu fíkniefnin um borð í skipinu við leit að sönnunargögnum vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Eins og komið hefur fram fundust um tuttugu kíló af hassi í Polar Nanoq. Skipverjinn sem talinn er tengjast fíkniefnafundinum var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Þá hafa fregnir borist af því að Samtök atvinnulífsins á Grænlandi hafi beðið íslensk stjórnvöld um að kanna möguleikana á að auka eftirlit með grænlenskum skipum á Íslandi, og þannig verði hægt að draga úr smygli ef lögregla myndi framkvæma fleiri leitir í skipum þar sem hún gerir ekki boð á undan sér. Snorri Olsen tollstjóri segir að ekkert slíkt erindi hafi komið inn á hans borð. Ágætt samstarf sé þegar við grænlensk tollayfirvöld. „Ég hef rætt við tollstjórann á Grænlandi eftir að þetta mál kom upp – um okkar samstarf. Við munum í framhaldinu funda, þar sem farið verður yfir þetta mál og önnur,“ segir Snorri og staðfestir að öll útlensk skip séu tollafgreidd í fyrstu höfn við komuna til landsins. Þau eru líka tollafgreidd út úr landinu þegar dvöl þeirra lýkur. Þetta var gert í tilfelli Polar Nanoq, en Snorri útskýrir að tollafgreiðsla þýði ekki að leit sé gerð í skipinu undir formerkjum eftirlits. Munur sé gerður á þessu tvennu. „Það er skylt að afgreiða öll skip þar sem leyft er að skipverjar og farþegar megi fara í land, en ef ekkert sérstakt tilefni er til eftirlits þá er aðeins um slíka afgreiðslu að ræða,“ segir Snorri en þessi afgreiðsla kom til áður en í ljós kom að skipverjar Polar Nanoq reyndust viðriðnir hvarf Birnu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Grænlenski togarinn Polar Nanoq var tollafgreiddur eins og önnur útlensk skip sem koma til hafnar á Íslandi. Ekki var um sérstakt tolleftirlit að ræða eða leit í skipinu. Það voru tollverðir sem síðar fundu fíkniefnin um borð í skipinu við leit að sönnunargögnum vegna hvarfs Birnu Brjánsdóttur. Eins og komið hefur fram fundust um tuttugu kíló af hassi í Polar Nanoq. Skipverjinn sem talinn er tengjast fíkniefnafundinum var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins. Þá hafa fregnir borist af því að Samtök atvinnulífsins á Grænlandi hafi beðið íslensk stjórnvöld um að kanna möguleikana á að auka eftirlit með grænlenskum skipum á Íslandi, og þannig verði hægt að draga úr smygli ef lögregla myndi framkvæma fleiri leitir í skipum þar sem hún gerir ekki boð á undan sér. Snorri Olsen tollstjóri segir að ekkert slíkt erindi hafi komið inn á hans borð. Ágætt samstarf sé þegar við grænlensk tollayfirvöld. „Ég hef rætt við tollstjórann á Grænlandi eftir að þetta mál kom upp – um okkar samstarf. Við munum í framhaldinu funda, þar sem farið verður yfir þetta mál og önnur,“ segir Snorri og staðfestir að öll útlensk skip séu tollafgreidd í fyrstu höfn við komuna til landsins. Þau eru líka tollafgreidd út úr landinu þegar dvöl þeirra lýkur. Þetta var gert í tilfelli Polar Nanoq, en Snorri útskýrir að tollafgreiðsla þýði ekki að leit sé gerð í skipinu undir formerkjum eftirlits. Munur sé gerður á þessu tvennu. „Það er skylt að afgreiða öll skip þar sem leyft er að skipverjar og farþegar megi fara í land, en ef ekkert sérstakt tilefni er til eftirlits þá er aðeins um slíka afgreiðslu að ræða,“ segir Snorri en þessi afgreiðsla kom til áður en í ljós kom að skipverjar Polar Nanoq reyndust viðriðnir hvarf Birnu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent