Hinir grunuðu gætu mætt hörku á Hrauninu Snærós Sindradóttir skrifar 24. janúar 2017 11:00 Mennirnir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald á fimmtudag VÍSIR/Anton Brink Uppi eru áhyggjur um velferð og öryggi gæsluvarðhaldsfanganna tveggja, sem grunaðir eru um að bana Birnu Brjánsdóttur. Hæstiréttur féllst ekki á ýtrustu kröfur lögreglu um gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur og dæmdi mennina til tveggja vikna gæsluvarðhalds. Gæsluvarðhaldið afplána mennirnir í einangrun og fá í henni útivist einu sinni á dag í einrúmi. Heimildir Fréttablaðsins herma að fangelsisyfirvöld hafi áhyggjur af því hvað gerist þegar einangrun mannanna ljúki. Stemningin innan fangelsisins bendi til þess að ekki verði hægt að vista mennina á meðal annarra afplánunarfanga því nokkurrar reiði gæti á meðal íslenskra fanga. Þeir hafi fylgst vel með fréttum undanfarið og ljóst sé að öryggi grænlensku fanganna sé stefnt í voða.Páll Winkel fangelsismálastjóri. Vísir/Anton BrinkFari svo að mennirnir hljóti dóm hér á landi geta þeir óskað eftir því að fá að afplána í heimalandinu. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun gengur afgreiðsla slíkra óska oftast hratt fyrir sig og þær eru iðulega samþykktar. „Útlendingar sem afplána að fullu á Íslandi eiga möguleika á reynslulausn eftir að hafa afplánað helming dómsins ef ákvörðun um brottvísun þeirra liggur fyrir,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Upplýsingar Fréttablaðsins úr röðum lögreglunnar segja að ákvörðun Hæstaréttar um tveggja vikna gæsluvarðhald, í stað fjögurra, sé eflaust byggð á því hversu íþyngjandi einangrunarvist er. Undir þetta tekur Páll, „Menn taka þessu mjög misjafnlega. Það sem menn eiga þó sameiginlegt er að vera mjög langt niðri [á meðan á einangrun stendur]. Við þurfum bara að passa upp á grunnþarfir.“ Birna Brjánsdóttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Uppi eru áhyggjur um velferð og öryggi gæsluvarðhaldsfanganna tveggja, sem grunaðir eru um að bana Birnu Brjánsdóttur. Hæstiréttur féllst ekki á ýtrustu kröfur lögreglu um gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur og dæmdi mennina til tveggja vikna gæsluvarðhalds. Gæsluvarðhaldið afplána mennirnir í einangrun og fá í henni útivist einu sinni á dag í einrúmi. Heimildir Fréttablaðsins herma að fangelsisyfirvöld hafi áhyggjur af því hvað gerist þegar einangrun mannanna ljúki. Stemningin innan fangelsisins bendi til þess að ekki verði hægt að vista mennina á meðal annarra afplánunarfanga því nokkurrar reiði gæti á meðal íslenskra fanga. Þeir hafi fylgst vel með fréttum undanfarið og ljóst sé að öryggi grænlensku fanganna sé stefnt í voða.Páll Winkel fangelsismálastjóri. Vísir/Anton BrinkFari svo að mennirnir hljóti dóm hér á landi geta þeir óskað eftir því að fá að afplána í heimalandinu. Samkvæmt upplýsingum frá Fangelsismálastofnun gengur afgreiðsla slíkra óska oftast hratt fyrir sig og þær eru iðulega samþykktar. „Útlendingar sem afplána að fullu á Íslandi eiga möguleika á reynslulausn eftir að hafa afplánað helming dómsins ef ákvörðun um brottvísun þeirra liggur fyrir,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Upplýsingar Fréttablaðsins úr röðum lögreglunnar segja að ákvörðun Hæstaréttar um tveggja vikna gæsluvarðhald, í stað fjögurra, sé eflaust byggð á því hversu íþyngjandi einangrunarvist er. Undir þetta tekur Páll, „Menn taka þessu mjög misjafnlega. Það sem menn eiga þó sameiginlegt er að vera mjög langt niðri [á meðan á einangrun stendur]. Við þurfum bara að passa upp á grunnþarfir.“
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira