Vanvirðingin skein af Mikkel Hansen þegar Guðmundur tók leikhlé Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2017 13:45 Mikkel Hansen og Guðmundur Guðmundsson. Vísir/Samsett/Getty, AFP og EPA Handboltaspekingurinn Ásgeir Jónsson spjallaði um frammistöðu Dana og Þjóðverja á HM í Frakklandi í Akraborginni en bæði landsliðin féllu úr leik í sextán liða úrslitum. „Það vantaði eitthvað upp á andlegu hliðina hjá Dönum og ég held að allir þeir sem horfðu á leikinn hafi séð það,“ segir Ásgeir Jónsson. „Ungverjarnir, sem eru vissulega með gott lið, voru að galopna dönsku vörnina og þá sérstaklega undir lokin. Það var bara með ólíkindum,“ segir Ásgeir. „Maður fær það ekki á tilfinninguna að dönsku leikmennirnir væru ekki að leggja sig fram heldur fer það ekki á milli mála þegar þú sérð hvernig Mikkel Hansen ber sig inn á vellinum,“ segir Ásgeir. Hansen fór mikinn framan af leik en var nánast ósýnilegur í seinni hálfleiknum. „Hann er frábær handboltamaður en við vitum að hann og Guðmundur hafa eldað grátt silfur saman. Ég hef í það minnsta heyrt að Hansen hafi verið einn af þessum leikmönnum sem sátu þessa fundi á Ólympíuleikunum og öll þessi undarlega sena í kringum það. Vanvirðing sem skín af honum þegar Guðmundur er að taka leikhlé. Það er ekki hægt að líta framhjá því,“ segir Ásgeir. „Það sést mjög skýrt í þessum leik eins og Logi Geirs benti á í HM-stofunni, þegar Mikkel fórnar höndum þegar Guðmundur tekur leikhlé undir restina. Eins hvernig hann spilar síðustu tíu mínútur leiksins. Hann hreyfir sig varla í sókninni og hvað þá í vörninni. Hann er frábær leikmaður og getur nánast skorað þegar hann vill,“ segir Ásgeir en honum er tíðrætt um leikhléið á lokin. „Hollingin á liðinu þegar Guðmundur tekur þetta leikhlé í restina. Það leikur fýlan af mönnum sem eru ríkjandi Ólympíumeistarar og á stórmóti að berjast fyrir lífi sínu. Það var ekki löngun að finna í einu andliti í hópnum,“ sagði Ásgeir. „Ef þér er það illa við þjálfarann að þetta er lendingin á ögurstundu þá áttu bara að koma hreint fram og segja; Ég ætlað að afþakka þetta landsliðssæti núna. Þú getur ekki boðið stuðningsmönnunum. þjálfaranum og öðrum í liðinu upp á það að taka þátt ef þetta er nálgunin á verkefnið. Mér finnst það fyrir neðan allar hellur að fagmenn og landsliðsmenn láti svona,“ sagði Ásgeir. Er það þá kannski eina leiðin í stöðunni fyrir Guðmund Guðmundsson að hætta með landsliðið strax í stað þess að klára undankeppni EM í vor og sumar. „Mögulega væri það best fyrir Guðmund að hætta núna því það er augljóslega svo mikil kergja í hópnum. Hann virkar samt á mig sem maður sem vill klára það sem hann tekur sér fyrir hendur og prinsipp maður hvað það varðar.,“ segir Ásgeir. Það má finna allt viðtalið og það sem Ásgeir sagði um Dag Sigurðsson og þýska landsliðið í spilaranum hér fyrir ofan. Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Blaðamaður Extrabladet: Guðmundur á að segja af sér Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, á að segja af sér. Þetta segir Jan Jensen í pistli á vef Extrabladet. 22. janúar 2017 19:14 Væntanlegur eftirmaður Guðmundar vill vera vinur leikmanna Guðmundur Guðmundsson mun hætt með danska landsliðið eftir HM í Frakklandi á næsta ári en flest allt bendir til þess að Danir hafi þegar fundið eftirmann hans. 10. nóvember 2016 06:30 Sjokkerandi töp Guðmundar og Dags í gær í sögulegu ljósi Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. 23. janúar 2017 12:00 Gott fyrir Guðmund að hann gat tekið þessa ákvörðun sjálfur Einn þekktasti íþróttafréttamaður Danmerkur telur að Guðmundur Guðmundsson hafi verið kominn í ómögulega stöðu með danska landsliðinu og að hann hafi ekki átt annan góðan kost en að framlengja ekki samning sinn við danska handknattl 10. nóvember 2016 07:00 Guðmundur og Danir úr leik á HM Ungverjaland gerði sér lítið fyrir og sló Ólympíumeistara Danmerkur úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta í Frakklandi í dag. 22. janúar 2017 16:37 Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, bar sig vel eftir að hafa óvænt tapað gegn Katar í 16-liða úrslitum á HM. Þetta var síðasti leikur hans með þýska liðið. 22. janúar 2017 19:48 Mest lesið „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Handboltaspekingurinn Ásgeir Jónsson spjallaði um frammistöðu Dana og Þjóðverja á HM í Frakklandi í Akraborginni en bæði landsliðin féllu úr leik í sextán liða úrslitum. „Það vantaði eitthvað upp á andlegu hliðina hjá Dönum og ég held að allir þeir sem horfðu á leikinn hafi séð það,“ segir Ásgeir Jónsson. „Ungverjarnir, sem eru vissulega með gott lið, voru að galopna dönsku vörnina og þá sérstaklega undir lokin. Það var bara með ólíkindum,“ segir Ásgeir. „Maður fær það ekki á tilfinninguna að dönsku leikmennirnir væru ekki að leggja sig fram heldur fer það ekki á milli mála þegar þú sérð hvernig Mikkel Hansen ber sig inn á vellinum,“ segir Ásgeir. Hansen fór mikinn framan af leik en var nánast ósýnilegur í seinni hálfleiknum. „Hann er frábær handboltamaður en við vitum að hann og Guðmundur hafa eldað grátt silfur saman. Ég hef í það minnsta heyrt að Hansen hafi verið einn af þessum leikmönnum sem sátu þessa fundi á Ólympíuleikunum og öll þessi undarlega sena í kringum það. Vanvirðing sem skín af honum þegar Guðmundur er að taka leikhlé. Það er ekki hægt að líta framhjá því,“ segir Ásgeir. „Það sést mjög skýrt í þessum leik eins og Logi Geirs benti á í HM-stofunni, þegar Mikkel fórnar höndum þegar Guðmundur tekur leikhlé undir restina. Eins hvernig hann spilar síðustu tíu mínútur leiksins. Hann hreyfir sig varla í sókninni og hvað þá í vörninni. Hann er frábær leikmaður og getur nánast skorað þegar hann vill,“ segir Ásgeir en honum er tíðrætt um leikhléið á lokin. „Hollingin á liðinu þegar Guðmundur tekur þetta leikhlé í restina. Það leikur fýlan af mönnum sem eru ríkjandi Ólympíumeistarar og á stórmóti að berjast fyrir lífi sínu. Það var ekki löngun að finna í einu andliti í hópnum,“ sagði Ásgeir. „Ef þér er það illa við þjálfarann að þetta er lendingin á ögurstundu þá áttu bara að koma hreint fram og segja; Ég ætlað að afþakka þetta landsliðssæti núna. Þú getur ekki boðið stuðningsmönnunum. þjálfaranum og öðrum í liðinu upp á það að taka þátt ef þetta er nálgunin á verkefnið. Mér finnst það fyrir neðan allar hellur að fagmenn og landsliðsmenn láti svona,“ sagði Ásgeir. Er það þá kannski eina leiðin í stöðunni fyrir Guðmund Guðmundsson að hætta með landsliðið strax í stað þess að klára undankeppni EM í vor og sumar. „Mögulega væri það best fyrir Guðmund að hætta núna því það er augljóslega svo mikil kergja í hópnum. Hann virkar samt á mig sem maður sem vill klára það sem hann tekur sér fyrir hendur og prinsipp maður hvað það varðar.,“ segir Ásgeir. Það má finna allt viðtalið og það sem Ásgeir sagði um Dag Sigurðsson og þýska landsliðið í spilaranum hér fyrir ofan.
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Blaðamaður Extrabladet: Guðmundur á að segja af sér Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, á að segja af sér. Þetta segir Jan Jensen í pistli á vef Extrabladet. 22. janúar 2017 19:14 Væntanlegur eftirmaður Guðmundar vill vera vinur leikmanna Guðmundur Guðmundsson mun hætt með danska landsliðið eftir HM í Frakklandi á næsta ári en flest allt bendir til þess að Danir hafi þegar fundið eftirmann hans. 10. nóvember 2016 06:30 Sjokkerandi töp Guðmundar og Dags í gær í sögulegu ljósi Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. 23. janúar 2017 12:00 Gott fyrir Guðmund að hann gat tekið þessa ákvörðun sjálfur Einn þekktasti íþróttafréttamaður Danmerkur telur að Guðmundur Guðmundsson hafi verið kominn í ómögulega stöðu með danska landsliðinu og að hann hafi ekki átt annan góðan kost en að framlengja ekki samning sinn við danska handknattl 10. nóvember 2016 07:00 Guðmundur og Danir úr leik á HM Ungverjaland gerði sér lítið fyrir og sló Ólympíumeistara Danmerkur úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta í Frakklandi í dag. 22. janúar 2017 16:37 Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, bar sig vel eftir að hafa óvænt tapað gegn Katar í 16-liða úrslitum á HM. Þetta var síðasti leikur hans með þýska liðið. 22. janúar 2017 19:48 Mest lesið „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Blaðamaður Extrabladet: Guðmundur á að segja af sér Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, á að segja af sér. Þetta segir Jan Jensen í pistli á vef Extrabladet. 22. janúar 2017 19:14
Væntanlegur eftirmaður Guðmundar vill vera vinur leikmanna Guðmundur Guðmundsson mun hætt með danska landsliðið eftir HM í Frakklandi á næsta ári en flest allt bendir til þess að Danir hafi þegar fundið eftirmann hans. 10. nóvember 2016 06:30
Sjokkerandi töp Guðmundar og Dags í gær í sögulegu ljósi Heimsmeistarakeppnin endaði snögglega fyrir íslensku þjálfaranna Guðmund Guðmundsson og Dag Sigurðsson þegar landslið þeirra duttu óvænt út úr sextán liða úrslitum HM í handbolta í gær. 23. janúar 2017 12:00
Gott fyrir Guðmund að hann gat tekið þessa ákvörðun sjálfur Einn þekktasti íþróttafréttamaður Danmerkur telur að Guðmundur Guðmundsson hafi verið kominn í ómögulega stöðu með danska landsliðinu og að hann hafi ekki átt annan góðan kost en að framlengja ekki samning sinn við danska handknattl 10. nóvember 2016 07:00
Guðmundur og Danir úr leik á HM Ungverjaland gerði sér lítið fyrir og sló Ólympíumeistara Danmerkur úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta í Frakklandi í dag. 22. janúar 2017 16:37
Dagur: Sjokk fyrir okkur alla Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, bar sig vel eftir að hafa óvænt tapað gegn Katar í 16-liða úrslitum á HM. Þetta var síðasti leikur hans með þýska liðið. 22. janúar 2017 19:48