Ferðamenn hætt komnir í Reynisfjöru: „Þetta er næstum því daglegur viðburður“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. janúar 2017 21:45 Aldan kom mjög skyndilega og hrifsaði manninn með sér. Tveir ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru í dag þegar alda kom skyndilega að landi. Annar þeirra lenti í öldunni en kom sér að landi með herkjum. Hinn lá í flæðamálinu en brást snaggaralega við. Leiðsögumaðurinn Teitur Þorkelsson var staddur með hóp í fjörunni og tók myndskeiðið sem sjá má hér að neðan. Hann segist hafa verið í Reynisfjöru í um klukkutíma í dag og að minnsta kosti fimm ferðamenn hafi blotnað eftir að hafa lent í öldu. „Þetta er næstum því daglegur viðburður,“ segir Teitur sem kemur reglulega í Reynisfjöru með hópa. Hann leggur sjálfur áherslu á að fræða sína hópa vel um hætturnar sem leynast í fjörunni.Það er ýmislegt gert fyrir hina fullkomnu mynd.Mynd/Teitur Þorkelsson„Maður tekur alltaf ræðuna og varar fólk við. Svo þarf maður að fylgjast með þeim því að þetta getur komið úr öllum áttum. Maður varar fólk við og segir þeim hryllingssögur,“ segir Teitur. Það er hans upplifun að ferðamenn sem séu á eigin vegum séu líklegri til þess að gera sér ekki grein fyrir þeim hættum sem eru fyrir hendi í Reynisfjöru. Sjá einnig: Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“Þýsk kona lést fyrr í mánuðinum í Kirkjufjöru skammt frá Reynisfjöru. Stór alda féll á hana og fjölskyldu hennar. Móðirin lenti í briminu og fer út með soginu. Sett hafa verið upp skilti til þess að vara þá sem koma í Reynisfjöru við þeim hættum sem eru fyrir hendi og að mati Teits er allur gangur á því hvort að ferðamenn skoði skiltin eða ekki. „Það eru mörg skilti á leiðinni niður og svo eru margir sem skoða þetta ekki. Ég sá fólk skoða skiltin þar sem meðal annars stendur recent tourist death en það eru alltaf einhverjir sem skoða þetta ekki neitt.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir erfitt að meta hvort að viðvörunarskiltin geri sitt gagn Víðir Reynisson lögreglufulltrúi og verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi segir það mjög spennandi að sjá niðurstöður rannsóknar sem þær Þórdís Pétursdóttir og Sigurlaug Rúnarsdóttir nemendur í ferðamálafræði við Háskóla Íslands vinna að en lokaverkefni þeirra í náminu snýr að öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. 18. október 2016 15:08 Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30 Konan fannst klukkustund eftir að tilkynning barst Fjölskyldan hennar komst af sjálfsdáðum í land. 10. janúar 2017 15:28 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Tveir ferðamenn voru hætt komnir í Reynisfjöru í dag þegar alda kom skyndilega að landi. Annar þeirra lenti í öldunni en kom sér að landi með herkjum. Hinn lá í flæðamálinu en brást snaggaralega við. Leiðsögumaðurinn Teitur Þorkelsson var staddur með hóp í fjörunni og tók myndskeiðið sem sjá má hér að neðan. Hann segist hafa verið í Reynisfjöru í um klukkutíma í dag og að minnsta kosti fimm ferðamenn hafi blotnað eftir að hafa lent í öldu. „Þetta er næstum því daglegur viðburður,“ segir Teitur sem kemur reglulega í Reynisfjöru með hópa. Hann leggur sjálfur áherslu á að fræða sína hópa vel um hætturnar sem leynast í fjörunni.Það er ýmislegt gert fyrir hina fullkomnu mynd.Mynd/Teitur Þorkelsson„Maður tekur alltaf ræðuna og varar fólk við. Svo þarf maður að fylgjast með þeim því að þetta getur komið úr öllum áttum. Maður varar fólk við og segir þeim hryllingssögur,“ segir Teitur. Það er hans upplifun að ferðamenn sem séu á eigin vegum séu líklegri til þess að gera sér ekki grein fyrir þeim hættum sem eru fyrir hendi í Reynisfjöru. Sjá einnig: Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“Þýsk kona lést fyrr í mánuðinum í Kirkjufjöru skammt frá Reynisfjöru. Stór alda féll á hana og fjölskyldu hennar. Móðirin lenti í briminu og fer út með soginu. Sett hafa verið upp skilti til þess að vara þá sem koma í Reynisfjöru við þeim hættum sem eru fyrir hendi og að mati Teits er allur gangur á því hvort að ferðamenn skoði skiltin eða ekki. „Það eru mörg skilti á leiðinni niður og svo eru margir sem skoða þetta ekki. Ég sá fólk skoða skiltin þar sem meðal annars stendur recent tourist death en það eru alltaf einhverjir sem skoða þetta ekki neitt.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Segir erfitt að meta hvort að viðvörunarskiltin geri sitt gagn Víðir Reynisson lögreglufulltrúi og verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi segir það mjög spennandi að sjá niðurstöður rannsóknar sem þær Þórdís Pétursdóttir og Sigurlaug Rúnarsdóttir nemendur í ferðamálafræði við Háskóla Íslands vinna að en lokaverkefni þeirra í náminu snýr að öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. 18. október 2016 15:08 Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30 Konan fannst klukkustund eftir að tilkynning barst Fjölskyldan hennar komst af sjálfsdáðum í land. 10. janúar 2017 15:28 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Segir erfitt að meta hvort að viðvörunarskiltin geri sitt gagn Víðir Reynisson lögreglufulltrúi og verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi segir það mjög spennandi að sjá niðurstöður rannsóknar sem þær Þórdís Pétursdóttir og Sigurlaug Rúnarsdóttir nemendur í ferðamálafræði við Háskóla Íslands vinna að en lokaverkefni þeirra í náminu snýr að öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. 18. október 2016 15:08
Þrjú banaslys í Reynisfjöru á áratug: „Einhver þarf að bera ábyrgð á staðnum“ Þrjú banaslys hafa orðið í Reynisfjöru og nærliggjandi fjörum síðastliðinn áratug. 9. janúar 2017 19:30
Konan fannst klukkustund eftir að tilkynning barst Fjölskyldan hennar komst af sjálfsdáðum í land. 10. janúar 2017 15:28