Konan fannst klukkustund eftir að tilkynning barst Birgir Olgeirsson skrifar 10. janúar 2017 15:28 Frá Kirkjufjöru. Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á tildrögum banaslyss við Dyrhólaey í gær stendur enn yfir. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að fyrir liggur að mikið brim og sog var við ströndina þegar slysið átti sér stað. Aldan var breytileg þannig að hún náði á stundum tiltölulega skammt upp í fjöruna en síðan komu stærri fyllur sem lömdu á klettum eyjarinnar. Konan sem lést hafði farið ásamt eiginmanni sínu, syni á þrítugsaldri og fjórtán ára dóttur niður í svokallaða Kirkjufjöru austast á Dyrhólaey þegar stór alda felldi soninn og tók hann með sér. Móðirin lenti einnig í briminu og fer út með soginu. Sonurinn komst af sjálfsdáðum í land, ásamt föður sínum og systur í öruggt skjól. Öll fjölskyldan mun með einum eða öðrum hætti hafa lent í briminu en mis mikið þó.Konan fannst klukkutíma eftir að tilkynning barst Björgunarsveitir, sjúkralið og lögregla voru kölluð í Reynisfjöru en þess er getið í tilkynningu frá lögreglunni að samkvæmt landakorti nær Reynisfjara allt frá Reynisfjalli og vestur að Dyrhólaós. Um klukkustund eftir að tilkynning barst um slysið sást hvar konan rak á land í fjöruna skammt austan við Dyrahólaós. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flutti hana á sjúkrahús í Reykjavík en þá höfðu lífgunartilraunir áhafnar þyrlunnar ekki borið árangur og var hún úrskurðuð látin fljótlega eftir komu á slysadeild.Njóta aðstoðar sendiráðs Eiginmaður konunnar og börn voru flutt með sjúkrabifreið á slysadeild í Reykjavík en voru útskrifuð í gærkvöldi og aðstoðaði lögregla þau við að komast í náttstað. Þau njóta aðstoðar sendiráðs síns. Lögreglan segir að við Dyrhólaey séu skilti á þremur tungumálum auk íslensku sem vara meðal annars við hættu af sjógangi. Göngustígar eru víðast afmarkaðir með keðjum. Áfram er unnið að rannsókn málsins. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kirkjufjara lokuð en ekkert eftirlit Umhverfisstofnun vinnur nú að varanlegri lokun Kirkjufjöru. 10. janúar 2017 14:16 Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Allt tiltækt lið lögreglu og björgunarsveita á Suðurlandi, auk þyrlu og björgunarskipsins Þórs, var kallað út um klukkan 13 í dag eftir að tilkynnt var um að konan hefði farið í sjóinn. 9. janúar 2017 18:30 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar á Suðurlandi á tildrögum banaslyss við Dyrhólaey í gær stendur enn yfir. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að fyrir liggur að mikið brim og sog var við ströndina þegar slysið átti sér stað. Aldan var breytileg þannig að hún náði á stundum tiltölulega skammt upp í fjöruna en síðan komu stærri fyllur sem lömdu á klettum eyjarinnar. Konan sem lést hafði farið ásamt eiginmanni sínu, syni á þrítugsaldri og fjórtán ára dóttur niður í svokallaða Kirkjufjöru austast á Dyrhólaey þegar stór alda felldi soninn og tók hann með sér. Móðirin lenti einnig í briminu og fer út með soginu. Sonurinn komst af sjálfsdáðum í land, ásamt föður sínum og systur í öruggt skjól. Öll fjölskyldan mun með einum eða öðrum hætti hafa lent í briminu en mis mikið þó.Konan fannst klukkutíma eftir að tilkynning barst Björgunarsveitir, sjúkralið og lögregla voru kölluð í Reynisfjöru en þess er getið í tilkynningu frá lögreglunni að samkvæmt landakorti nær Reynisfjara allt frá Reynisfjalli og vestur að Dyrhólaós. Um klukkustund eftir að tilkynning barst um slysið sást hvar konan rak á land í fjöruna skammt austan við Dyrahólaós. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar flutti hana á sjúkrahús í Reykjavík en þá höfðu lífgunartilraunir áhafnar þyrlunnar ekki borið árangur og var hún úrskurðuð látin fljótlega eftir komu á slysadeild.Njóta aðstoðar sendiráðs Eiginmaður konunnar og börn voru flutt með sjúkrabifreið á slysadeild í Reykjavík en voru útskrifuð í gærkvöldi og aðstoðaði lögregla þau við að komast í náttstað. Þau njóta aðstoðar sendiráðs síns. Lögreglan segir að við Dyrhólaey séu skilti á þremur tungumálum auk íslensku sem vara meðal annars við hættu af sjógangi. Göngustígar eru víðast afmarkaðir með keðjum. Áfram er unnið að rannsókn málsins.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Kirkjufjara lokuð en ekkert eftirlit Umhverfisstofnun vinnur nú að varanlegri lokun Kirkjufjöru. 10. janúar 2017 14:16 Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Allt tiltækt lið lögreglu og björgunarsveita á Suðurlandi, auk þyrlu og björgunarskipsins Þórs, var kallað út um klukkan 13 í dag eftir að tilkynnt var um að konan hefði farið í sjóinn. 9. janúar 2017 18:30 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Kirkjufjara lokuð en ekkert eftirlit Umhverfisstofnun vinnur nú að varanlegri lokun Kirkjufjöru. 10. janúar 2017 14:16
Konan sem féll í sjóinn við Kirkjufjöru er látin Allt tiltækt lið lögreglu og björgunarsveita á Suðurlandi, auk þyrlu og björgunarskipsins Þórs, var kallað út um klukkan 13 í dag eftir að tilkynnt var um að konan hefði farið í sjóinn. 9. janúar 2017 18:30