Enginn bæklingur með þýðingu á ræðu forsetans í Amalíuborg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2017 07:50 Guðni ávarpar gesti hátíðarkvöldverðarins í gær. vísir/epa Í hátíðarkvöldverði í Amalíuborg í gærkvöldi ræddu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Margrét Þórhildur, Danadrottning, bæði um vinsældir og mikilvægi Andrés Andar-blaðanna hjá íslenskum börnum þegar þau voru að læra í dönsku hér á árum áður. Sagði Guðni að hann hefði líklega verið einn af seinustu börnunum sem biðu spennt eftir nýju Andrés Andar-blaði en forsetinn minntist jafnframt á að það hefði ekki bara verið Andrés Önd sem var fastagestur á íslensku heimilum hér áður fyrr heldur einnig önnur dönsk tímarit og dagblöð. Drottningin sagði að það væri Andrési Önd að þakka að íslensk börn hefðu í áratugi haldið að það væri gaman að læra dönsku. Fjallað er um kvöldverðinn á vef danska ríkisútvarpsins og þar má jafnframt horfa á ræður Guðna og Margrétar Þórhildar en sýnt var beint frá upphafi kvöldverðarins á DR1 í gærkvöldi. Í frétt DR segir að venjulega þegar erlendir þjóðhöfðingjar tali í kvöldverðum á borð við þennan fái viðstaddir lítinn bækling með þýðinu á ræðu viðkomandi. Það hafi hins vegar ekki verið raunin í gær þar sem Guðni hafi ávarpað samkomuna á dönsku en líkt og með Andrésar Andar-blöðin minntust forsetinn og drottningin á dönskukennslu í íslenskum skólum. „Danska er ekki lengur fyrsta erlenda tungumálið sem Íslendingar læra í skólanum og Kaupmannahöfn er ekki lengur helsta tenging okkar við umheiminn. Tengslin eru því minni á ýmsum sviðum en ræturnar eru sterkar og áhugi okkar á Danmörku er enn ósvikinn og einlægur,“ sagði Guðni. „Danska er enn kennd í í íslenskum skólum en nú sem annað tungumál. Danskan er mikilvæg því hún opnar dyr að hinum Norðurlandamálunum og eykur þar með skilning,“ sagði Margrét Þórhildur. Opinber heimsókn Guðna og konu hans, Elizu Reid, til Danmerkur hófst í gær en henni lýkur á morgun. Á meðal þess sem er á dagskrá forsetahjónanna í dag er heimsókn í Árnasafn í Kaupmannahafnarháskóla og heimsókn í höfuðstöðvar Dansk Industri við Ráðhústorgð en þar munu fulltrúar úr íslensku atvinnulífi kynna starfsemi sína. Síðdegis býður forsetinn svo til móttöku til heiðurs Margréti Þórhildi í Nortatlantens Brygge en þar með lýkur formlegri dagskrá heimsóknarinnar. Guðni Th. Jóhannesson Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Forseti Íslands Kóngafólk Tengdar fréttir Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51 Guðni og Eliza funduðu með Danadrottningu í Amalíuborgarhöll Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid eru í sinni fyrstu opinberu heimsókn til útlanda frá því að Guðni tók við embætti í sumar. 24. janúar 2017 10:09 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Sjá meira
Í hátíðarkvöldverði í Amalíuborg í gærkvöldi ræddu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Margrét Þórhildur, Danadrottning, bæði um vinsældir og mikilvægi Andrés Andar-blaðanna hjá íslenskum börnum þegar þau voru að læra í dönsku hér á árum áður. Sagði Guðni að hann hefði líklega verið einn af seinustu börnunum sem biðu spennt eftir nýju Andrés Andar-blaði en forsetinn minntist jafnframt á að það hefði ekki bara verið Andrés Önd sem var fastagestur á íslensku heimilum hér áður fyrr heldur einnig önnur dönsk tímarit og dagblöð. Drottningin sagði að það væri Andrési Önd að þakka að íslensk börn hefðu í áratugi haldið að það væri gaman að læra dönsku. Fjallað er um kvöldverðinn á vef danska ríkisútvarpsins og þar má jafnframt horfa á ræður Guðna og Margrétar Þórhildar en sýnt var beint frá upphafi kvöldverðarins á DR1 í gærkvöldi. Í frétt DR segir að venjulega þegar erlendir þjóðhöfðingjar tali í kvöldverðum á borð við þennan fái viðstaddir lítinn bækling með þýðinu á ræðu viðkomandi. Það hafi hins vegar ekki verið raunin í gær þar sem Guðni hafi ávarpað samkomuna á dönsku en líkt og með Andrésar Andar-blöðin minntust forsetinn og drottningin á dönskukennslu í íslenskum skólum. „Danska er ekki lengur fyrsta erlenda tungumálið sem Íslendingar læra í skólanum og Kaupmannahöfn er ekki lengur helsta tenging okkar við umheiminn. Tengslin eru því minni á ýmsum sviðum en ræturnar eru sterkar og áhugi okkar á Danmörku er enn ósvikinn og einlægur,“ sagði Guðni. „Danska er enn kennd í í íslenskum skólum en nú sem annað tungumál. Danskan er mikilvæg því hún opnar dyr að hinum Norðurlandamálunum og eykur þar með skilning,“ sagði Margrét Þórhildur. Opinber heimsókn Guðna og konu hans, Elizu Reid, til Danmerkur hófst í gær en henni lýkur á morgun. Á meðal þess sem er á dagskrá forsetahjónanna í dag er heimsókn í Árnasafn í Kaupmannahafnarháskóla og heimsókn í höfuðstöðvar Dansk Industri við Ráðhústorgð en þar munu fulltrúar úr íslensku atvinnulífi kynna starfsemi sína. Síðdegis býður forsetinn svo til móttöku til heiðurs Margréti Þórhildi í Nortatlantens Brygge en þar með lýkur formlegri dagskrá heimsóknarinnar.
Guðni Th. Jóhannesson Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Forseti Íslands Kóngafólk Tengdar fréttir Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51 Guðni og Eliza funduðu með Danadrottningu í Amalíuborgarhöll Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid eru í sinni fyrstu opinberu heimsókn til útlanda frá því að Guðni tók við embætti í sumar. 24. janúar 2017 10:09 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Fleiri fréttir Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Sjá meira
Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51
Guðni og Eliza funduðu með Danadrottningu í Amalíuborgarhöll Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid eru í sinni fyrstu opinberu heimsókn til útlanda frá því að Guðni tók við embætti í sumar. 24. janúar 2017 10:09