Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. janúar 2017 11:00 Grænlendingar eru slegnir yfir dauða Birnu Brjánsdóttur og meðal annars kveiktu þeir á kertum í minningu hennar á sunnudag. Vísir Ingibjörg Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur sem búsett er í Sisimut á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu Brjánsdóttur verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. Ingibjörg skrifar um þöggun um ofbeldi í uppeldi sínu í Breiðholti og aðstæður í Grænlandi í pistli á Kalak.is, vef vinafélags Grænlands og Íslands. „Fyrir meira en þrjátíu árum þegar ég var barn í blokk í Breiðholtinu bjó ofbeldismaður í íbúðinni á móti okkar. Hann hryllti fjölskyldumeðlimi sína, konu og börn. Beitti þau andlegu og líkamlegu ofbeldi svo stundum mátti heyra óp og grát frá íbúðinni. Aðspurð mundi mamma ekki til þess að nokkur nágrannanna hefði einhverju sinni hringt eftir lögreglunni til þess að hemja manninn og fjarlægja hann,“ skrifar Ingibjörg. Hún segir að hún og vinkonur hennar á aldrinum átta til tólf ára hafi meðal annars talað saman um svokallaða typpakalla, karla sem höfðu misboðið þeim á einhvern hátt með framferði sínu, kynferðislegri áreitni og dólgshætti.Ábyrgð sett á börn „Þegar ég var barn í Breiðholtinu man ég eftir konum og mönnum segja í lágum hljóðum gjarnan á innsoginu „hann lemur hana”. Aha og kinkað kolli, „einmitt” það skýrði ýmislegt. Ég man ekki til þess að einhver hafi talað um að hafa tilkynnt yfirvöldum um menn sem lömdu konurnar sínar og hræddu börnin sín.“ Hún segir jafnframt að löggæsla hafi þó verið ströng á þessum tíma og að mikið eftirlit hafi verið ef brotið var gegn banni á bjór, banni vð sölu blóma á páskadag eða sölu rjóma eftir klukkan tólf á aðfangadag. Þó hafi lögreglan aldrei verið kölluð til í blokkina þar sem hún bjó til að fjarlægja ofbeldismann af heimilinu. „Ofbeldi gegn konum og börnum var ekki rætt nema í hálfum hljóðum og oftar en ekki mátti skilja sem svo að fórnarlömbin gætu sjálfum sér um kennt. Konum sem voru áreittar á götu út áttu ekkert að vera að þvælast þetta. Börn áttu að passa sig á þekktum kynferðisbrotamönnum, “passaðu þig á kallinum” var sagt og ábyrgðin sett á barnið. Rödd fórnarlamba heyrðist sjaldan, þau voru ómarktæk, höfðu látið berja sig og misnota.“Þögnin áþreifanleg Hún segir að síðan þá hafi margt breyst, íslendingar séu orðnir betri í að tala um hlutina og segist trúa því að samfélagið sé fljótara að grípa inn í. Hún segir þó að ástandið á Grænlandi minni margt á æsku hennar í Breiðholtinu. Ekki sé talað um heimilisofbeldi. Í starfi sínu sem hjúkrunarfræðingur hittir Ingibjörg konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hendum manna sinna, vina, kunningja eða ókunnugra. Þó séu aldrei fluttar fréttir af ofbeldismálum. „Þögnin er áþreifanleg þegar kemur að ofbeldi gegn konum og börnum. Þegar ég var barn heyrði ég útundan mér hræðilegar örlagasögur forfeðra minna og vina minna. Börn sem dóu í hrönnum, ungar konur sem voru hraktar af heimilum, búnar að láta barna sig og áttu ekki afturkvæmt fyrr en búið væri að koma krakkanum fyrir hjá vandalausum. Hamfarir, og ofbeldi, blóði drifin Íslandssaga sögð í hálfum hljóðum yfir kaffibolla í Breiðholti.“Vonar að dauði Birnu opni á umræðu Ingibjörg segist hafa fylgst með leitinni að Birnu ásamt grænlensku þjóðinni. „Ég fann fyrir samhugnum hjá þjóðinni sem ég fæ að dvelja með og sorginni sem fyllti þau yfir því að landsmenn þeirra séu í varðhaldi grunaðir um voðaverk. Ég held að hörmulegur dauðdagi Birnu Brjánsdóttur muni breyta því hvernig grænlensk þjóð tekur á ofbeldi gegn konum og börnum.“ Ingibjörg segist vona að dauði Birnu hafi það í för með sér að grænlenska þjóðin leyfi sér að tala opinskátt um ofbeldi og vinna þannig á þjóðarmeinum. „Ég vona að öll sú umræða sem verið hefur um málið og sú samkennd sem fólk hér hefur fundið með aðstandendum Birnu á Íslandi festi rætur hér í landi og geri grænlensku þjóðinni kleyft að ræða ofbeldismál opinskátt, að segja af þeim fréttir og láta vita að ofbeldi er ekki í boði aldrei. Orð eru til margs vís, Grænlendingar hafa ekki verið orðmargir um þær hörmungar sem hafa dunið á þeim, en nú sjá þeir hjá nágrönnum sínum í austri að orð geta læknað og orð geta breytt. Ég vona að hörmulegur dauðdagi ungrar konu á Íslandi geti haft það í för með sér að grænlensk þjóð taki á þöggun um ofbeldi og misnotkun og leyfi sér að tala opinskátt um hlutina og vinna þannig á þjóðarmeinum.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Grænlendingar miður sín Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. 20. janúar 2017 19:00 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Utanríkisráðherra Grænlands sendir Íslendingum samúðarkveðjur Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra barst í gærkvöldi samúðarbréf frá starfsbróður sínum á Grænlandi, Vittus Qujaukitsoq. 23. janúar 2017 11:33 Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Ingibjörg Björnsdóttir hjúkrunarfræðingur sem búsett er í Sisimut á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu Brjánsdóttur verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. Ingibjörg skrifar um þöggun um ofbeldi í uppeldi sínu í Breiðholti og aðstæður í Grænlandi í pistli á Kalak.is, vef vinafélags Grænlands og Íslands. „Fyrir meira en þrjátíu árum þegar ég var barn í blokk í Breiðholtinu bjó ofbeldismaður í íbúðinni á móti okkar. Hann hryllti fjölskyldumeðlimi sína, konu og börn. Beitti þau andlegu og líkamlegu ofbeldi svo stundum mátti heyra óp og grát frá íbúðinni. Aðspurð mundi mamma ekki til þess að nokkur nágrannanna hefði einhverju sinni hringt eftir lögreglunni til þess að hemja manninn og fjarlægja hann,“ skrifar Ingibjörg. Hún segir að hún og vinkonur hennar á aldrinum átta til tólf ára hafi meðal annars talað saman um svokallaða typpakalla, karla sem höfðu misboðið þeim á einhvern hátt með framferði sínu, kynferðislegri áreitni og dólgshætti.Ábyrgð sett á börn „Þegar ég var barn í Breiðholtinu man ég eftir konum og mönnum segja í lágum hljóðum gjarnan á innsoginu „hann lemur hana”. Aha og kinkað kolli, „einmitt” það skýrði ýmislegt. Ég man ekki til þess að einhver hafi talað um að hafa tilkynnt yfirvöldum um menn sem lömdu konurnar sínar og hræddu börnin sín.“ Hún segir jafnframt að löggæsla hafi þó verið ströng á þessum tíma og að mikið eftirlit hafi verið ef brotið var gegn banni á bjór, banni vð sölu blóma á páskadag eða sölu rjóma eftir klukkan tólf á aðfangadag. Þó hafi lögreglan aldrei verið kölluð til í blokkina þar sem hún bjó til að fjarlægja ofbeldismann af heimilinu. „Ofbeldi gegn konum og börnum var ekki rætt nema í hálfum hljóðum og oftar en ekki mátti skilja sem svo að fórnarlömbin gætu sjálfum sér um kennt. Konum sem voru áreittar á götu út áttu ekkert að vera að þvælast þetta. Börn áttu að passa sig á þekktum kynferðisbrotamönnum, “passaðu þig á kallinum” var sagt og ábyrgðin sett á barnið. Rödd fórnarlamba heyrðist sjaldan, þau voru ómarktæk, höfðu látið berja sig og misnota.“Þögnin áþreifanleg Hún segir að síðan þá hafi margt breyst, íslendingar séu orðnir betri í að tala um hlutina og segist trúa því að samfélagið sé fljótara að grípa inn í. Hún segir þó að ástandið á Grænlandi minni margt á æsku hennar í Breiðholtinu. Ekki sé talað um heimilisofbeldi. Í starfi sínu sem hjúkrunarfræðingur hittir Ingibjörg konur sem hafa orðið fyrir ofbeldi af hendum manna sinna, vina, kunningja eða ókunnugra. Þó séu aldrei fluttar fréttir af ofbeldismálum. „Þögnin er áþreifanleg þegar kemur að ofbeldi gegn konum og börnum. Þegar ég var barn heyrði ég útundan mér hræðilegar örlagasögur forfeðra minna og vina minna. Börn sem dóu í hrönnum, ungar konur sem voru hraktar af heimilum, búnar að láta barna sig og áttu ekki afturkvæmt fyrr en búið væri að koma krakkanum fyrir hjá vandalausum. Hamfarir, og ofbeldi, blóði drifin Íslandssaga sögð í hálfum hljóðum yfir kaffibolla í Breiðholti.“Vonar að dauði Birnu opni á umræðu Ingibjörg segist hafa fylgst með leitinni að Birnu ásamt grænlensku þjóðinni. „Ég fann fyrir samhugnum hjá þjóðinni sem ég fæ að dvelja með og sorginni sem fyllti þau yfir því að landsmenn þeirra séu í varðhaldi grunaðir um voðaverk. Ég held að hörmulegur dauðdagi Birnu Brjánsdóttur muni breyta því hvernig grænlensk þjóð tekur á ofbeldi gegn konum og börnum.“ Ingibjörg segist vona að dauði Birnu hafi það í för með sér að grænlenska þjóðin leyfi sér að tala opinskátt um ofbeldi og vinna þannig á þjóðarmeinum. „Ég vona að öll sú umræða sem verið hefur um málið og sú samkennd sem fólk hér hefur fundið með aðstandendum Birnu á Íslandi festi rætur hér í landi og geri grænlensku þjóðinni kleyft að ræða ofbeldismál opinskátt, að segja af þeim fréttir og láta vita að ofbeldi er ekki í boði aldrei. Orð eru til margs vís, Grænlendingar hafa ekki verið orðmargir um þær hörmungar sem hafa dunið á þeim, en nú sjá þeir hjá nágrönnum sínum í austri að orð geta læknað og orð geta breytt. Ég vona að hörmulegur dauðdagi ungrar konu á Íslandi geti haft það í för með sér að grænlensk þjóð taki á þöggun um ofbeldi og misnotkun og leyfi sér að tala opinskátt um hlutina og vinna þannig á þjóðarmeinum.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Grænlendingar miður sín Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. 20. janúar 2017 19:00 Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40 Utanríkisráðherra Grænlands sendir Íslendingum samúðarkveðjur Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra barst í gærkvöldi samúðarbréf frá starfsbróður sínum á Grænlandi, Vittus Qujaukitsoq. 23. janúar 2017 11:33 Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu Sjá meira
Grænlendingar miður sín Lögreglan segir fólk hafa haft samband sem hafi orðið fyrir aðkasti fyrir það eitt að vera frá Grænlandi. 20. janúar 2017 19:00
Kveikt á kertum víðs vegar um Grænland til minningar um Birnu Fjöldi fólks hyggst koma saman fyrir framan íslenska sendiráðið í Nuuk í Grænlandi til þess að kveikja á kertum til minningar um Birnu Brjánsdóttur. 22. janúar 2017 19:40
Utanríkisráðherra Grænlands sendir Íslendingum samúðarkveðjur Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra barst í gærkvöldi samúðarbréf frá starfsbróður sínum á Grænlandi, Vittus Qujaukitsoq. 23. janúar 2017 11:33
Hundruð minntust Birnu í Nuuk: „Þetta var mjög hjartnæm stund“ Erik Jensen, íbúi í Nuuk, segir mikinn samhug hafa verið á minningarstund um Birnu Brjánsdóttur í kvöld. 22. janúar 2017 23:42