Stefnt að hlutafjárútboði Arion banka í kringum páska Hörður Ægisson skrifar 26. janúar 2017 07:00 Stefnt er að því að almennt hlutafjárútboð Arion banka, þar sem Kaupþing hyggst bjóða til sölu eignarhlut sinn í bankanum, verði haldið öðru hvoru megin við páskahelgina um miðjan aprílmánuð næstkomandi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hversu stóran hlut Kaupþing áformar að selja í útboðinu en félagið á í dag 87 prósent alls hlutafjár í Arion banka. Væntingar eru um að erlendir fjárfestar muni kaupa megnið af þeim bréfum sem boðin verða til sölu en í kjölfar útboðsins verður bankinn skráður á markað í Kauphöll Íslands og í Kauphöllinni í Svíþjóð. Kaupþing vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Erlendir fjárfestingasjóðir, sem eiga það sammerkt að hafa sýnt Arion banka áhuga, hafa á síðustu vikum og mánuðum átt fundi hér á landi með yfirstjórnendum Fjármálaeftirlitsins (FME) í tengslum við möguleg kaup þeirra á hlut í bankanum, samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins. Slíkur fundur fór síðast fram 12. janúar síðastliðinn. Heimildarmenn blaðsins, sem hafa vitneskju um þá fundi sem stjórnendur FME hafa samþykkt að eiga með nokkrum fjárfestingasjóðum, lýsa þeim sem upplýsingafundum.Eignarhald og hæfi Fyrir forsvarsmenn sjóðanna, en bæði er um að ræða vogunarsjóði og eins hefðbundnari fjárfestingasjóði, hefur markmiðið með slíkum fundum meðal annars verið að fá upplýsingar um vinnu FME við innleiðingu á nýju regluverki um starfsemi fjármálastofnana – það sem er nefnt Basel III – á grundvelli tilskipana og reglugerða ESB. Þá hefur Fjármálaeftirlitið á hinn bóginn leitast eftir því á fundunum að fá upplýsingar um eignarhald viðkomandi sjóða og önnur atriði sem kunna að varða mögulegt hæfi þeirra til að fara með virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki. Fréttablaðið hefur ekki fengið upplýsingar um nöfn þeirra sjóða sem hafa fundað með FME að undanförnu en í þeim hópi eru meðal annars bandarískir fjárfestingasjóðir sem eru stórir hluthafar í Kaupþingi. Í viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu í liðinni viku sagði Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, að „æskilegast væri að fá virta langtímafjárfesta“ að bönkunum. Hún benti hins vegar á að þess konar erlendir fjárfestar væru í hinum vestræna heimi ekki að kaupa í bönkum – heldur þvert á móti að losa sig úr slíkum fjárfestingum. „Einu aðilarnir sem virðast hafa áhuga á því að kaupa banka eru sjóðir, t.d. vogunarsjóðir, sem leggja mikið á sig til að leyna því hverjir þeir eru í raun og veru.“Útboð og hornsteinsfjárfestar Greint var frá því í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, fyrr í þessum mánuði að nánast útilokað væri að hópur íslenskra lífeyrissjóða myndi kaupa tuga prósenta eignarhlut í Arion banka í gegnum lokað útboð. Viðræður milli Kaupþings og fulltrúa sjóðanna, sem höfðu staðið yfir frá því á haustmánuðum, runnu út í sandinn í byrjun desember. Verðhugmyndir lífeyrissjóðanna voru með þeim hætti – þær gerðu ráð fyrir kaupverði sem væri nokkuð undir genginu 0,8 miðað við bókfært eigið fé Arion banka – að afar ólíklegt þótti að samkomulag gæti náðst um sölu á hlut í bankanum til sjóðanna. Þeir drógu sig því út úr viðræðunum. Kaupþing vonast hins vegar til að lífeyrissjóðirnir taki þátt í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka. Þar er horft til þess að lífeyrissjóðunum verði boðið, ásamt ýmsum erlendum fjárfestingasjóðum, að vera í hópi hornsteinsfjárfesta í útboðinu. Þá myndu þeir skuldbinda sig til að kaupa tiltekinn eignarhlut á sama verði og aðrir þátttakendur, en semja ekki um sérstakt verð líkt og kjölfestufjárfestar að undangengnu forvali í lokuðu útboði. Sá sem hefur leitt vinnu Kaupþings í tengslum við söluferlið er Benedikt Gíslason, sem situr í stjórn félagsins, og þá hefur hæstaréttarlögmaðurinn Óttar Pálsson nýlega bæst við í þann hóp. Óttar situr í stjórn Kaupþings og er á meðal eiganda að lögmannsstofunni LOGOS sem kemur að verkefninu sem lögfræðilegur ráðgjafi. Sá sem fer einkum fyrir þeirri vinnu hjá LOGOS er Þórólfur Jónsson, eigandi og stjórnarformaður lögmannsstofunnar. Þeir bankar sem hafa verið ráðnir umsjónaraðilar með útboðinu eru Morgan Stanley, Citi og sænski fjárfestingabankinn Carnegie. Þá mun Deutsche Bank vera í hlutverki söluráðgjafa auk þess sem gengið verður innan skamms frá samkomulagi við tvö eða fleiri íslensk fjármálafyrirtæki. hordur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Stefnt er að því að almennt hlutafjárútboð Arion banka, þar sem Kaupþing hyggst bjóða til sölu eignarhlut sinn í bankanum, verði haldið öðru hvoru megin við páskahelgina um miðjan aprílmánuð næstkomandi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Á þessari stundu liggur ekki fyrir hversu stóran hlut Kaupþing áformar að selja í útboðinu en félagið á í dag 87 prósent alls hlutafjár í Arion banka. Væntingar eru um að erlendir fjárfestar muni kaupa megnið af þeim bréfum sem boðin verða til sölu en í kjölfar útboðsins verður bankinn skráður á markað í Kauphöll Íslands og í Kauphöllinni í Svíþjóð. Kaupþing vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Erlendir fjárfestingasjóðir, sem eiga það sammerkt að hafa sýnt Arion banka áhuga, hafa á síðustu vikum og mánuðum átt fundi hér á landi með yfirstjórnendum Fjármálaeftirlitsins (FME) í tengslum við möguleg kaup þeirra á hlut í bankanum, samkvæmt öruggum heimildum Fréttablaðsins. Slíkur fundur fór síðast fram 12. janúar síðastliðinn. Heimildarmenn blaðsins, sem hafa vitneskju um þá fundi sem stjórnendur FME hafa samþykkt að eiga með nokkrum fjárfestingasjóðum, lýsa þeim sem upplýsingafundum.Eignarhald og hæfi Fyrir forsvarsmenn sjóðanna, en bæði er um að ræða vogunarsjóði og eins hefðbundnari fjárfestingasjóði, hefur markmiðið með slíkum fundum meðal annars verið að fá upplýsingar um vinnu FME við innleiðingu á nýju regluverki um starfsemi fjármálastofnana – það sem er nefnt Basel III – á grundvelli tilskipana og reglugerða ESB. Þá hefur Fjármálaeftirlitið á hinn bóginn leitast eftir því á fundunum að fá upplýsingar um eignarhald viðkomandi sjóða og önnur atriði sem kunna að varða mögulegt hæfi þeirra til að fara með virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki. Fréttablaðið hefur ekki fengið upplýsingar um nöfn þeirra sjóða sem hafa fundað með FME að undanförnu en í þeim hópi eru meðal annars bandarískir fjárfestingasjóðir sem eru stórir hluthafar í Kaupþingi. Í viðtali sem birtist í Viðskiptablaðinu í liðinni viku sagði Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri FME, að „æskilegast væri að fá virta langtímafjárfesta“ að bönkunum. Hún benti hins vegar á að þess konar erlendir fjárfestar væru í hinum vestræna heimi ekki að kaupa í bönkum – heldur þvert á móti að losa sig úr slíkum fjárfestingum. „Einu aðilarnir sem virðast hafa áhuga á því að kaupa banka eru sjóðir, t.d. vogunarsjóðir, sem leggja mikið á sig til að leyna því hverjir þeir eru í raun og veru.“Útboð og hornsteinsfjárfestar Greint var frá því í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, fyrr í þessum mánuði að nánast útilokað væri að hópur íslenskra lífeyrissjóða myndi kaupa tuga prósenta eignarhlut í Arion banka í gegnum lokað útboð. Viðræður milli Kaupþings og fulltrúa sjóðanna, sem höfðu staðið yfir frá því á haustmánuðum, runnu út í sandinn í byrjun desember. Verðhugmyndir lífeyrissjóðanna voru með þeim hætti – þær gerðu ráð fyrir kaupverði sem væri nokkuð undir genginu 0,8 miðað við bókfært eigið fé Arion banka – að afar ólíklegt þótti að samkomulag gæti náðst um sölu á hlut í bankanum til sjóðanna. Þeir drógu sig því út úr viðræðunum. Kaupþing vonast hins vegar til að lífeyrissjóðirnir taki þátt í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka. Þar er horft til þess að lífeyrissjóðunum verði boðið, ásamt ýmsum erlendum fjárfestingasjóðum, að vera í hópi hornsteinsfjárfesta í útboðinu. Þá myndu þeir skuldbinda sig til að kaupa tiltekinn eignarhlut á sama verði og aðrir þátttakendur, en semja ekki um sérstakt verð líkt og kjölfestufjárfestar að undangengnu forvali í lokuðu útboði. Sá sem hefur leitt vinnu Kaupþings í tengslum við söluferlið er Benedikt Gíslason, sem situr í stjórn félagsins, og þá hefur hæstaréttarlögmaðurinn Óttar Pálsson nýlega bæst við í þann hóp. Óttar situr í stjórn Kaupþings og er á meðal eiganda að lögmannsstofunni LOGOS sem kemur að verkefninu sem lögfræðilegur ráðgjafi. Sá sem fer einkum fyrir þeirri vinnu hjá LOGOS er Þórólfur Jónsson, eigandi og stjórnarformaður lögmannsstofunnar. Þeir bankar sem hafa verið ráðnir umsjónaraðilar með útboðinu eru Morgan Stanley, Citi og sænski fjárfestingabankinn Carnegie. Þá mun Deutsche Bank vera í hlutverki söluráðgjafa auk þess sem gengið verður innan skamms frá samkomulagi við tvö eða fleiri íslensk fjármálafyrirtæki. hordur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira